| Sf. Gutt
Það er óhætt að segja að Liverpool hafi átt nokkur konar upprisu á páskum í dag. Liðið átti magnaða endurkomu á móti toppliði Arsenal og jafnaði eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Liverpool og Arsenal skildu jöfn 2:2 í mögnuðum leik á Anfield.
Liði Liverpool var nokkuð breytt eftir jafnteflið við Chelsea í London. Ekkert kom svo sem á óvart í því nema þá kannski að Curtis Jones hélt stöðu sinni á miðjunni. Gleðiefni var að Thiago Alcantara var meðal varamanna. Hann hefur ekki leikið vegna meiðsla frá því í febrúar.
Áður en flautað var til leiks var fórnarlamba harmleiksins á Hillsborough minnst með einnar mínútu þögn. Um leið myndaði Kop stúkan töluna 79. Þessi athöfn er framkvæmd fyrir þann heimaleik Liverpool sem næstur er 15. apríl.
Topplið Arsenal hefur leikið stórvel síðustu vikurnar og ekki látið neinn bilbug á sér finna við að verja efsta sæti deildarinnar. Eins og svo oft áður á leiktíðinni byrjaði Liverpool illa. Engu líkara var að páskasteikin sæti í leikmönnum. Ekki kom á óvart að Arsenal kæmist yfir. Á 8. mínútu lék Arsenal fram hægra megin. Bukayo Saka komst framhjá Andrew Robertson sem skrikaði fótur. Við vítateiginn hrökk boltinn milli manna. Ekki er gott að segja hvað Virgil van Dijk ætlaði að gera en hann sendi boltann beint á Gabriel Martinelli sem þakkaði gott boð og skoraði framhjá Alisson Becker frá vítateignum.
Leikur Liverpool á upphafskaflanum var hroðalegur. Leikmenn daufir og óöruggir. Mark Arsenal gerði illt verra og á 28. mínútu sendi Gabriel fyrir frá vinstri. Hann hitti beint á Gabriel Jesus sem skoraði auðveldlega með skalla. Vörnin úti á þekju eina ferðina enn!
Arsenal hafði nú undirtökin og lítil merki um lífsmark Liverpool. Þetta breyttist þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Granit Xhaka sló þá upp úr þurru til Trent Alexander-Arnold. Þeir ruku saman þó án þess að takst á. Dómarinn bókaði báða en þetta kveikti í Rauða hernum innan vallar sem utan. Áhorfendur beindu reiði sinni að Granit með miklum látum. Allt small í gang og mínutu síðar lá boltinn í marki Arsenal.
Liverpool sótti fram vinstra megin. Curtis Jones fékk boltinn inni í vítateignum og sendi frábæra hælsendingu á Diogo Jota. Hann lék að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Jordan Henderson stýrði boltanum að marki. Mohamed Salah var vakandi við markteiginn og skoraði. Markinu var gríðarlega vel fagnað og nú var allt annað útlit fyrir Rauðliða!
Leikmenn Liverpool voru ekki ánægðir með dómara leiksins og létu óánægju sína í ljósi þegar leikmenn gengu til leikhlés. Andrew Robertson hafði eitthvað við annan línuvörðinn að segja sem stuggaði honum í burtu með þeim afleiðingum að olnbogi hans fór framan í Skotann. Stórfurðulegt atvik! Andrew fékk í kjölfarið að líta gula spjaldið!
Liverpool setti allt á fullt í byrjun síðari hálfleiks og tók öll völd. Á 53 mínútu fékk Liverpool vítaspyrnu eftir að Rob Holding braut á Diogo. Mohamed tók vítið en skot hans fór framhjá vinstri stönginni. Önnur vítaspyrnan í röð sem Mohamed nær ekki að skora úr!
Liverpool sótti nú án afláts. Thiago Alcantara og Darwin Núnez komu inn á 60. mínútu. Það var gott að sjá Spánverjann koma til leiks eftir meiðsi. Þrátt fyrir mikla sókn Liverpool skapaðist ekki gott færi fyrr en níu mínútur voru eftir. Mohamed sendi þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Arsenal. Darwin slapp í gegn og inn í vítateiginn en Aaron Ramsdale kom út á móti og varði. Rétt á eftir átti Mohamed skot sem fór rétt framhjá.
Þegar fimm mínútur lifðu leiks gaf Bukayo fyrir á Gabriel Magalhaes sem fékk gott skallafæri en skalli hans fór beint á Alisson. Tveimur mínútum seinna lék Trent á Oleksandr Zinchenko við endamörkin hægra megin. Hann sendi svo fyrir markið á varamanninn Roberto Firmino sem skallaði í markið. Allt gekk af göflunum! Roberto var aðeins búinn að vera níu mínútur inni á vellinum. Reyndar þurfti það ekki að koma á óvart að hann skyldi skora hjá Arsenal!
Líklega fannst nú mörgum að Liverpool myndi vinna leikinn. Stuðningsmenn Liverpool rifu liðið áfram og andrúmsloftið var stórkostlegt! Trent átti fast skot yfir þegar komið var fram í viðbótartíma. Trent lagði svo upp skotfæri fyrir Mohamed. Boltinn fór í varnarmann og breytti aðeins um stefnu þannig að hann sýndist stefna í markið en Aaron varði meistaralega í horn. Upp úr hornspyrnunni skallaði Darwin þvert fyrir markið. Ibrahima Konaté henti sér fram og kom boltanum í átt að markinu með bringunni. Aftur virtist boltinn á leið í markið en Aaron kom til bjargar á síðustu stundu. Frábær markvarsla en Ibrahima átti að skora. Hann hefði frekar átt að skalla eða skjóta. Ótrúleg endalok og í raun ótrúlegt að Liverpool skyldi ekki ná að skora sigurmark! Svo hefði átt að dæma víti á Arsenal eftir að Mohamed var haldið í teignum! Ótrúleg endalok á mögnuðum leik!
Eins og svo oft byrjaði Liverpool illa og nú lenti liðið tveimur mörkum undir áður en upprisan hófst. En eftir að Mohamed kom Liverpool inn í leikinn sýndi liðið sitt rétta andlit og hefði verðskuldað sigur. Kraftaverk hafa stundum átt sér stað í musterum. Reyndar varð ekki fullkomið kraftaverk í Musterinu að þessu sinni en þeir sem til sáu urðu alla vega vitni að páskaupprisu!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho (Firmino 78. mín.), Jones (Thiago 60. mín.), Salah, Gakpo og Jota (Núnez 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Milner, Elliott, Tsimikas og Matip.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (42. mín.) og Roberto Firmino (87. mín.).
Gul spjöld: Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Andrew Robertson og Fabinho Tavarez.
Arsenal: Ramsdale, White, Holding, Gabriel, Zinchenko (Tierney 88. mín.), Ødegaard (Kiwior 80. mín.), Partey, Xhaka, Saka, Jesus (Trossard 80. mín.) og Martinelli. Ónotaðir varamenn: Smith Rowe, Jorginho, Vieira, Nelson, Turner og Walters.
Mörk Arsenal: Gabriel Martinelli (8. mín.) og Gabriel Jesus (28. mín.).
Gul spjöld: Ben White, Granit Xhaka, Aaron Ramsdale og Bukayo Saka.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.267.
Maður leiksins: Ibrahima Konaté. Frakkinn var eini leikmaður Liverpool sem lék virkilega vel allan tímann. Hann var sterkur í vörninni og gaf nokkrum sinnum tóninn með kröftugum tæklingum. Hann hefði reyndar átt að gera betur á lokaandartökunum þegar hann átti að skora. Það hefði verið vel viðeigandi að hann myndi skora sigurmarkið!
Jürgen Klopp: ,,Þegar ég gekk af velli var ein spurning mér efst í huga. Hvernig í ósköpunum náðum við ekki að vinna leikinn? Við náðum stigi og það var fínt. Ég myndi segja að þetta hafi verið annað skref í rétta átt."
- Mohamed Salah skoraði 24. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Roberto Firmino skoraði 11. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 11. mark hans á móti Arsenal.
- Aðeins Robbie Fowler hefur skorað fleiri mörk á móti Arsenal í sögunni eða 12 stykki.
- Liverpool hefur ekki tapað fyrir Arsenal á Anfield frá því 2012.
TIL BAKA
Páskaupprisa í Musterinu!
Það er óhætt að segja að Liverpool hafi átt nokkur konar upprisu á páskum í dag. Liðið átti magnaða endurkomu á móti toppliði Arsenal og jafnaði eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Liverpool og Arsenal skildu jöfn 2:2 í mögnuðum leik á Anfield.
Liði Liverpool var nokkuð breytt eftir jafnteflið við Chelsea í London. Ekkert kom svo sem á óvart í því nema þá kannski að Curtis Jones hélt stöðu sinni á miðjunni. Gleðiefni var að Thiago Alcantara var meðal varamanna. Hann hefur ekki leikið vegna meiðsla frá því í febrúar.
Áður en flautað var til leiks var fórnarlamba harmleiksins á Hillsborough minnst með einnar mínútu þögn. Um leið myndaði Kop stúkan töluna 79. Þessi athöfn er framkvæmd fyrir þann heimaleik Liverpool sem næstur er 15. apríl.
Topplið Arsenal hefur leikið stórvel síðustu vikurnar og ekki látið neinn bilbug á sér finna við að verja efsta sæti deildarinnar. Eins og svo oft áður á leiktíðinni byrjaði Liverpool illa. Engu líkara var að páskasteikin sæti í leikmönnum. Ekki kom á óvart að Arsenal kæmist yfir. Á 8. mínútu lék Arsenal fram hægra megin. Bukayo Saka komst framhjá Andrew Robertson sem skrikaði fótur. Við vítateiginn hrökk boltinn milli manna. Ekki er gott að segja hvað Virgil van Dijk ætlaði að gera en hann sendi boltann beint á Gabriel Martinelli sem þakkaði gott boð og skoraði framhjá Alisson Becker frá vítateignum.
Leikur Liverpool á upphafskaflanum var hroðalegur. Leikmenn daufir og óöruggir. Mark Arsenal gerði illt verra og á 28. mínútu sendi Gabriel fyrir frá vinstri. Hann hitti beint á Gabriel Jesus sem skoraði auðveldlega með skalla. Vörnin úti á þekju eina ferðina enn!
Arsenal hafði nú undirtökin og lítil merki um lífsmark Liverpool. Þetta breyttist þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Granit Xhaka sló þá upp úr þurru til Trent Alexander-Arnold. Þeir ruku saman þó án þess að takst á. Dómarinn bókaði báða en þetta kveikti í Rauða hernum innan vallar sem utan. Áhorfendur beindu reiði sinni að Granit með miklum látum. Allt small í gang og mínutu síðar lá boltinn í marki Arsenal.
Liverpool sótti fram vinstra megin. Curtis Jones fékk boltinn inni í vítateignum og sendi frábæra hælsendingu á Diogo Jota. Hann lék að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Jordan Henderson stýrði boltanum að marki. Mohamed Salah var vakandi við markteiginn og skoraði. Markinu var gríðarlega vel fagnað og nú var allt annað útlit fyrir Rauðliða!
Leikmenn Liverpool voru ekki ánægðir með dómara leiksins og létu óánægju sína í ljósi þegar leikmenn gengu til leikhlés. Andrew Robertson hafði eitthvað við annan línuvörðinn að segja sem stuggaði honum í burtu með þeim afleiðingum að olnbogi hans fór framan í Skotann. Stórfurðulegt atvik! Andrew fékk í kjölfarið að líta gula spjaldið!
Liverpool setti allt á fullt í byrjun síðari hálfleiks og tók öll völd. Á 53 mínútu fékk Liverpool vítaspyrnu eftir að Rob Holding braut á Diogo. Mohamed tók vítið en skot hans fór framhjá vinstri stönginni. Önnur vítaspyrnan í röð sem Mohamed nær ekki að skora úr!
Liverpool sótti nú án afláts. Thiago Alcantara og Darwin Núnez komu inn á 60. mínútu. Það var gott að sjá Spánverjann koma til leiks eftir meiðsi. Þrátt fyrir mikla sókn Liverpool skapaðist ekki gott færi fyrr en níu mínútur voru eftir. Mohamed sendi þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Arsenal. Darwin slapp í gegn og inn í vítateiginn en Aaron Ramsdale kom út á móti og varði. Rétt á eftir átti Mohamed skot sem fór rétt framhjá.
Þegar fimm mínútur lifðu leiks gaf Bukayo fyrir á Gabriel Magalhaes sem fékk gott skallafæri en skalli hans fór beint á Alisson. Tveimur mínútum seinna lék Trent á Oleksandr Zinchenko við endamörkin hægra megin. Hann sendi svo fyrir markið á varamanninn Roberto Firmino sem skallaði í markið. Allt gekk af göflunum! Roberto var aðeins búinn að vera níu mínútur inni á vellinum. Reyndar þurfti það ekki að koma á óvart að hann skyldi skora hjá Arsenal!
Líklega fannst nú mörgum að Liverpool myndi vinna leikinn. Stuðningsmenn Liverpool rifu liðið áfram og andrúmsloftið var stórkostlegt! Trent átti fast skot yfir þegar komið var fram í viðbótartíma. Trent lagði svo upp skotfæri fyrir Mohamed. Boltinn fór í varnarmann og breytti aðeins um stefnu þannig að hann sýndist stefna í markið en Aaron varði meistaralega í horn. Upp úr hornspyrnunni skallaði Darwin þvert fyrir markið. Ibrahima Konaté henti sér fram og kom boltanum í átt að markinu með bringunni. Aftur virtist boltinn á leið í markið en Aaron kom til bjargar á síðustu stundu. Frábær markvarsla en Ibrahima átti að skora. Hann hefði frekar átt að skalla eða skjóta. Ótrúleg endalok og í raun ótrúlegt að Liverpool skyldi ekki ná að skora sigurmark! Svo hefði átt að dæma víti á Arsenal eftir að Mohamed var haldið í teignum! Ótrúleg endalok á mögnuðum leik!
Eins og svo oft byrjaði Liverpool illa og nú lenti liðið tveimur mörkum undir áður en upprisan hófst. En eftir að Mohamed kom Liverpool inn í leikinn sýndi liðið sitt rétta andlit og hefði verðskuldað sigur. Kraftaverk hafa stundum átt sér stað í musterum. Reyndar varð ekki fullkomið kraftaverk í Musterinu að þessu sinni en þeir sem til sáu urðu alla vega vitni að páskaupprisu!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho (Firmino 78. mín.), Jones (Thiago 60. mín.), Salah, Gakpo og Jota (Núnez 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Milner, Elliott, Tsimikas og Matip.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (42. mín.) og Roberto Firmino (87. mín.).
Gul spjöld: Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Andrew Robertson og Fabinho Tavarez.
Arsenal: Ramsdale, White, Holding, Gabriel, Zinchenko (Tierney 88. mín.), Ødegaard (Kiwior 80. mín.), Partey, Xhaka, Saka, Jesus (Trossard 80. mín.) og Martinelli. Ónotaðir varamenn: Smith Rowe, Jorginho, Vieira, Nelson, Turner og Walters.
Mörk Arsenal: Gabriel Martinelli (8. mín.) og Gabriel Jesus (28. mín.).
Gul spjöld: Ben White, Granit Xhaka, Aaron Ramsdale og Bukayo Saka.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.267.
Maður leiksins: Ibrahima Konaté. Frakkinn var eini leikmaður Liverpool sem lék virkilega vel allan tímann. Hann var sterkur í vörninni og gaf nokkrum sinnum tóninn með kröftugum tæklingum. Hann hefði reyndar átt að gera betur á lokaandartökunum þegar hann átti að skora. Það hefði verið vel viðeigandi að hann myndi skora sigurmarkið!
Jürgen Klopp: ,,Þegar ég gekk af velli var ein spurning mér efst í huga. Hvernig í ósköpunum náðum við ekki að vinna leikinn? Við náðum stigi og það var fínt. Ég myndi segja að þetta hafi verið annað skref í rétta átt."
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 24. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Roberto Firmino skoraði 11. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 11. mark hans á móti Arsenal.
- Aðeins Robbie Fowler hefur skorað fleiri mörk á móti Arsenal í sögunni eða 12 stykki.
- Liverpool hefur ekki tapað fyrir Arsenal á Anfield frá því 2012.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan