| Sf. Gutt
Það vantaði ekki mörk þegar Liverpool og Arsenal mættust í fyrradag. Liðin skildu jöfn 2:2 og fjögur mörk bættust í markasafn liðanna. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í neinni viðureign sömu liða frá því Úrvalsdeildin var stofnsett á Englandi 1992.
Í leikjum Liverpool og Arsenal hafa verið skoruð 184 mörk frá 1992. Aðeins einu sinni í síðustu 45 deildarleikjum liðanna hafa liðin skilið án marka. Það var í London 2015.
Liverpool hefur gengið mjög vel að skora gegn Arsenal síðustu ár á Anfield Road. Í síðustu tíu leikjum þar hefur Liverpool skorað að minnsta kosti þrjú mörk í átta leikjum. Í hinum leikjunum hefur liðið skorað tvisvar.
Það var því langt frá því að öll von væri úti þegar Arsenal var komið tveimur mörkum yfir í fyrradag. Liverpool hlaut að skora minnst tvö mörk miðað við sögu síðustu ára. Það gekk eftir!
TIL BAKA
Nóg af mörkum!

Það vantaði ekki mörk þegar Liverpool og Arsenal mættust í fyrradag. Liðin skildu jöfn 2:2 og fjögur mörk bættust í markasafn liðanna. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í neinni viðureign sömu liða frá því Úrvalsdeildin var stofnsett á Englandi 1992.

Í leikjum Liverpool og Arsenal hafa verið skoruð 184 mörk frá 1992. Aðeins einu sinni í síðustu 45 deildarleikjum liðanna hafa liðin skilið án marka. Það var í London 2015.

Liverpool hefur gengið mjög vel að skora gegn Arsenal síðustu ár á Anfield Road. Í síðustu tíu leikjum þar hefur Liverpool skorað að minnsta kosti þrjú mörk í átta leikjum. Í hinum leikjunum hefur liðið skorað tvisvar.
Það var því langt frá því að öll von væri úti þegar Arsenal var komið tveimur mörkum yfir í fyrradag. Liverpool hlaut að skora minnst tvö mörk miðað við sögu síðustu ára. Það gekk eftir!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan