| Sf. Gutt
Liverpool náði góðri endurkomu í höfuðborginni. Liðið lagði West Ham United að velli 1:2 eftir að hafa lent marki undir. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð.
Lið Liverpool hafði verið óbreytt í þremur síðustu leikjum. En nú þurfti að breyta liðinu. Ibrahima Konaté var meiddur. Joël Matip tók stöðu hans í hjarta varnarinnar.
Liverpool byrjaði vel en á 4. mínútu átti Virgil van Dijk kæruleysislega sendingu inni í vítateig sínum. Boltinn fór beint á mótherja en hann náði sem betur fer ekki að gera sér mat úr þessari gjöf og sending hans á frían félaga sinn var of há. Heimamenn komust svo yfir á 12. mínútu. Lucas Paquetá lék þríhyrning við Michail Antonio rétt utan við vinstra vítateigshornið. Hann hamraði boltann svo í markið utan vítateigs. Fallegt mark! En vörn Liverpool var illa á verði og Lucas hefði aldrei átt að komast í skotfæri.
Liverpool jafnaði sex mínútum seinna. Trent Alexander-Arnold sendi fram á Cody Gakpo. Hollendingurinn fékk boltann utan við vítateiginn og náði snöggu skoti af um 25 metra færi. Boltinn hafnaði neðst í bláhorninu vinstra megin stöngina inn. Vel gert hjá Cody. Skotið var snöggt og hnitmiðað. Menn verja ekki skot sem fer í stöng og inn!
Á 39. mínútu munaði litlu að Liverpool kæmist yfir. Mohamed Salah gaf fyrir frá hægri. Jordan Henderson skallaði aftur fyrir sig og við fjærstöngina náði Diogo Jota ekki til boltans fyrir opnu marki. Boltinn fór hárfínt framhjá.
Heimamenn ógnuðu loks tveimur mínútum seinna. Eftir sendingu frá vinstri kom boltinn yfir á fjærstöng á Michail sem bjó sig í að ýta boltanum í markið af marklínu. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Virgil van Dijk að pikka í boltann og bjarga marki. Vel gert hjá Virgil. Eftir hornið skapaðist hætta við markið en Michail náði ekki að skalla að marki í góðri stöðu. Jafnt í hálfleik.
Liverpool réði leiknum en lengi vel var lítið títt í síðari hálfleik. Ekki fyrr en Liverpool komst yfir á 67. mínútu. Andrew Robertson tók þá hornspyrnu frá vinstri. Eftir mikinn atgang átti Joël Matip skot en markmaður West Ham bjargaði á línu með fæti eins og handboltamarkmaður. Aftur fékk Liverpool horn frá vinstri og Andrew tók það líka. Nú hitti hann beint á höfuðið á Joël sem skoraði með hörkuskalla. Joël nýtti sér vel að hann fékk að stökkva upp einn og óvaldaður.
Sex mínútum seinna munaði litlu þegar boltanum var stungið inn fyrir vörn Liverpool. Varamaðurinn Danny Ings var við að ná boltanum en Alisson Becker var eldsnöggur út fyrir vítateiginn, varð á undan og hreinsaði.
West Ham er enn í fallhættu og því ekki að undra að allt væri reynt til að jafna undir lokin. Þegar ein mínútu var eftir handlék Thiago Alcantara, sem kom inn sem varmaður, boltann augljóslega inni í vítateig. Ekkert var dæmt! Heimamenn voru æfir og skiljanlega. En ástæðan fyrir því að ekkert var dæmt var sú að Thiago féll við í baráttu um boltann og bar fyrir sig hendina. Reglan sem segir að ekki sé víti í svona tilfellum er undarleg svo ekki sé meira sagt. Allt slapp til og Liverpool fór heim með þrjú stig úr höfuðborginni!
Liverpool lék nokkuð vel og verðskuldaði sigurinn. Liðið er vissulega betur statt í baráttu um Evrópusæti en fyrir mánuði. Það kemur svo í ljós í síðustu leikjunum hvernig sú barátta endar.
West Ham United: Fabianski, Coufal, Zouma, Aguerd, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen, Paquetá, Benrahma (Cornet 70. mín.) og Antonio (Ings 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Kehrer, Fornals, Lanzini, Downes, Aréola, Ogbonna og Emerson.
Mark West Ham United: Lucas Paquetá (12. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Thiago 59. mín.), Fabinho, Jones (Milner 84. mín.), Salah, Gakpo (Núnez 78. mín.) og Jota (Díaz 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Elliott, Tsimikas, og Carvalho.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (18. mín.) og Joël Matip (67. mín.).
Áhorfendur á London leikvanginum: 62.473.
Maður leiksins: Joël Matip. Hann hefur spilað misjafnlega a leiktíðinni en nú var hann sjálfum sér líkur. Joël var sterkur jafnt í vörn sem sókn og vann leikinn!
Jürgen Klopp: „Mig langar til að við endum leiktíðina sjálfum okkur líkir. Þá er hægt að byggja á því á næsta keppnistímabili. Ég myndi vilja að við næðum einhverju út úr þessu keppnistímabili. Til dæmis Evrópusæti en ef það tekst ekki verðum við að sætta okkur við það.“
- Cody Gakpo skoraði sjötta mark sitt fyrir Liverpool.
- Joël Matip skoraði annað mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var 34. sigur Liverpool á West Ham United eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð 1992. Liverpool hefur ekki unnið neitt lið jafn oft.
- Loksins náði Liverpool að vinna sigur í hvíta varabúningnum. Tími til kominn og síðustu forvöð því hann verður ekki notaður aftur!
TIL BAKA
Góð endurkoma í höfuðborginni!
Liverpool náði góðri endurkomu í höfuðborginni. Liðið lagði West Ham United að velli 1:2 eftir að hafa lent marki undir. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð.
Lið Liverpool hafði verið óbreytt í þremur síðustu leikjum. En nú þurfti að breyta liðinu. Ibrahima Konaté var meiddur. Joël Matip tók stöðu hans í hjarta varnarinnar.
Liverpool byrjaði vel en á 4. mínútu átti Virgil van Dijk kæruleysislega sendingu inni í vítateig sínum. Boltinn fór beint á mótherja en hann náði sem betur fer ekki að gera sér mat úr þessari gjöf og sending hans á frían félaga sinn var of há. Heimamenn komust svo yfir á 12. mínútu. Lucas Paquetá lék þríhyrning við Michail Antonio rétt utan við vinstra vítateigshornið. Hann hamraði boltann svo í markið utan vítateigs. Fallegt mark! En vörn Liverpool var illa á verði og Lucas hefði aldrei átt að komast í skotfæri.
Liverpool jafnaði sex mínútum seinna. Trent Alexander-Arnold sendi fram á Cody Gakpo. Hollendingurinn fékk boltann utan við vítateiginn og náði snöggu skoti af um 25 metra færi. Boltinn hafnaði neðst í bláhorninu vinstra megin stöngina inn. Vel gert hjá Cody. Skotið var snöggt og hnitmiðað. Menn verja ekki skot sem fer í stöng og inn!
Á 39. mínútu munaði litlu að Liverpool kæmist yfir. Mohamed Salah gaf fyrir frá hægri. Jordan Henderson skallaði aftur fyrir sig og við fjærstöngina náði Diogo Jota ekki til boltans fyrir opnu marki. Boltinn fór hárfínt framhjá.
Heimamenn ógnuðu loks tveimur mínútum seinna. Eftir sendingu frá vinstri kom boltinn yfir á fjærstöng á Michail sem bjó sig í að ýta boltanum í markið af marklínu. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Virgil van Dijk að pikka í boltann og bjarga marki. Vel gert hjá Virgil. Eftir hornið skapaðist hætta við markið en Michail náði ekki að skalla að marki í góðri stöðu. Jafnt í hálfleik.
Liverpool réði leiknum en lengi vel var lítið títt í síðari hálfleik. Ekki fyrr en Liverpool komst yfir á 67. mínútu. Andrew Robertson tók þá hornspyrnu frá vinstri. Eftir mikinn atgang átti Joël Matip skot en markmaður West Ham bjargaði á línu með fæti eins og handboltamarkmaður. Aftur fékk Liverpool horn frá vinstri og Andrew tók það líka. Nú hitti hann beint á höfuðið á Joël sem skoraði með hörkuskalla. Joël nýtti sér vel að hann fékk að stökkva upp einn og óvaldaður.
Sex mínútum seinna munaði litlu þegar boltanum var stungið inn fyrir vörn Liverpool. Varamaðurinn Danny Ings var við að ná boltanum en Alisson Becker var eldsnöggur út fyrir vítateiginn, varð á undan og hreinsaði.
West Ham er enn í fallhættu og því ekki að undra að allt væri reynt til að jafna undir lokin. Þegar ein mínútu var eftir handlék Thiago Alcantara, sem kom inn sem varmaður, boltann augljóslega inni í vítateig. Ekkert var dæmt! Heimamenn voru æfir og skiljanlega. En ástæðan fyrir því að ekkert var dæmt var sú að Thiago féll við í baráttu um boltann og bar fyrir sig hendina. Reglan sem segir að ekki sé víti í svona tilfellum er undarleg svo ekki sé meira sagt. Allt slapp til og Liverpool fór heim með þrjú stig úr höfuðborginni!
Liverpool lék nokkuð vel og verðskuldaði sigurinn. Liðið er vissulega betur statt í baráttu um Evrópusæti en fyrir mánuði. Það kemur svo í ljós í síðustu leikjunum hvernig sú barátta endar.
West Ham United: Fabianski, Coufal, Zouma, Aguerd, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen, Paquetá, Benrahma (Cornet 70. mín.) og Antonio (Ings 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Kehrer, Fornals, Lanzini, Downes, Aréola, Ogbonna og Emerson.
Mark West Ham United: Lucas Paquetá (12. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Thiago 59. mín.), Fabinho, Jones (Milner 84. mín.), Salah, Gakpo (Núnez 78. mín.) og Jota (Díaz 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Elliott, Tsimikas, og Carvalho.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (18. mín.) og Joël Matip (67. mín.).
Áhorfendur á London leikvanginum: 62.473.
Maður leiksins: Joël Matip. Hann hefur spilað misjafnlega a leiktíðinni en nú var hann sjálfum sér líkur. Joël var sterkur jafnt í vörn sem sókn og vann leikinn!
Jürgen Klopp: „Mig langar til að við endum leiktíðina sjálfum okkur líkir. Þá er hægt að byggja á því á næsta keppnistímabili. Ég myndi vilja að við næðum einhverju út úr þessu keppnistímabili. Til dæmis Evrópusæti en ef það tekst ekki verðum við að sætta okkur við það.“
Fróðleikur
- Cody Gakpo skoraði sjötta mark sitt fyrir Liverpool.
- Joël Matip skoraði annað mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var 34. sigur Liverpool á West Ham United eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð 1992. Liverpool hefur ekki unnið neitt lið jafn oft.
- Loksins náði Liverpool að vinna sigur í hvíta varabúningnum. Tími til kominn og síðustu forvöð því hann verður ekki notaður aftur!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan