| Sf. Gutt
Í dag er hálf öld liðin frá því Liverpool varð Englandsmeistari á leiktíðinni 1972/73. Þetta var áttundi Englandsmeistaratitill félagsins.
Liverpool tryggði sér titilinn með því að gera markalaust jafntefli við Leicester City á Anfield Road. Peter Shilton markmaður Leicester var frábær í markinu og bjargaði sínu liði frá tapi en stig var nóg fyrir Liverpool. Skiljanlega var gríðarlegur fögnuður eftir leikinn. Alls voru 56.202 áhorfendur á Anfield!
Eftir leikinn fagnaði Bill Shankly eftirminnilega með stuðningsmönnum Liverpool sem dýrkuðu hann sem aldrei fyrr. Myndin að ofan var tekin fyrir framan Kop stúkuna eftir leikinn.
Liverpool endaði leiktíðina með 60 stig úr 42 leikjum. Arsenal var þremur stigum á eftir Liverpool. Kevin Keegan og John Toshack voru markahæstir í deildinni með 13 mörk. Kevin skoraði mest allra á leiktíðinni eða 22 mörk í öllum keppnum.
Bill Shankly gerði þarna Liverpool að Englandsmeisturum í þriðja sinn en áður varð liðið meistari 1963/64 og 1965/66 undir stjórn hans. Þarna var hann búinn að byggja upp nýtt lið sem var að mestu skipað ungum leikmönnum sem unnu fjölda titla á næstu árum. Liðið vann líka Evrópukeppni félagsliða á þessari sömu leiktíð. Bill hafði með því að byggja upp nýtt meistaralið sýnt hversu snjall framkvæmdastjóri hann var.
TIL BAKA
Af spjöldum sögunnar!
Í dag er hálf öld liðin frá því Liverpool varð Englandsmeistari á leiktíðinni 1972/73. Þetta var áttundi Englandsmeistaratitill félagsins.
Liverpool tryggði sér titilinn með því að gera markalaust jafntefli við Leicester City á Anfield Road. Peter Shilton markmaður Leicester var frábær í markinu og bjargaði sínu liði frá tapi en stig var nóg fyrir Liverpool. Skiljanlega var gríðarlegur fögnuður eftir leikinn. Alls voru 56.202 áhorfendur á Anfield!
Eftir leikinn fagnaði Bill Shankly eftirminnilega með stuðningsmönnum Liverpool sem dýrkuðu hann sem aldrei fyrr. Myndin að ofan var tekin fyrir framan Kop stúkuna eftir leikinn.

Liverpool endaði leiktíðina með 60 stig úr 42 leikjum. Arsenal var þremur stigum á eftir Liverpool. Kevin Keegan og John Toshack voru markahæstir í deildinni með 13 mörk. Kevin skoraði mest allra á leiktíðinni eða 22 mörk í öllum keppnum.
Bill Shankly gerði þarna Liverpool að Englandsmeisturum í þriðja sinn en áður varð liðið meistari 1963/64 og 1965/66 undir stjórn hans. Þarna var hann búinn að byggja upp nýtt lið sem var að mestu skipað ungum leikmönnum sem unnu fjölda titla á næstu árum. Liðið vann líka Evrópukeppni félagsliða á þessari sömu leiktíð. Bill hafði með því að byggja upp nýtt meistaralið sýnt hversu snjall framkvæmdastjóri hann var.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan