| Sf. Gutt
Liverpool vann í kvöld nauman sigur á Fulham á Anfield Road. Þeir Rauðu skoruðu eina mark leiksins. Þó svo Liverpool hafi haft yfirburði í leiknum mátti litlu muna!
Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu. Kostas Tsimikas leysti Andrew Robertson af. Darwin Núnez var fremmsti maður og Cody Gakpo var á bekknum. Jordan Henderson kom svo inn í liðið í stað Harvey Elliott.
Gestirnir fengu fyrsta færi leiksins á 5. mínútu. Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, komst í góða stöðu hægra megin og hefði vel getað skotið en hann ákvað að gefa fyrir markið. Virgil van Dijk var vel á verði, komst inn í sendinguna og bjargaði í horn. Liverpool ógnaði fyrst fimm mínútum seinna þegar Trent Alexander-Arnld átti gott skot utan vítateigs eftir hratt samspil en boltinn fór rétt framhjá.
Enn liðu fimm mínútur. Carlos Vinicius komst í færi í vítateignum en Alisson Becker varði í horn. Liverpool komst svo í sókn eftir hornið. Trent sendi á Mohamed Salah sem einlék inn í vítateignum hægra megin og skaut svo rétt yfir úr þröngu færi. Trent var mikið á miðjunni líkt og í síðustu leikjum og var mjög áberandi.
Á 39. mínútu fékk Liverpool víti eftir að Issa Diop hafði sparkað Darwin Núnez niður. Brotið var mjög klaufalegt því Darwin var utarlega í vítateignum og engin ógn af honum. Mohamed Salah tók vítaspyrnuna og þrumaði boltanum á mitt markið uppi undir þverslá. Liverpool komið yfir og svo stóð í leikhléi. Sanngjörn forysta.
Liverpool hafði öll völd eftir hlé eins og verið hafði. Liðið kom sér nokkrum sinnum í góðar stöður í sókninni oft eftir rispur Luis Díaz, sem var mjög ógnandi, en það gekk illa að binda endahnútinn á sóknirnar. Það var svo Fulham sem fékk fyrsta verulega góða færið í hálfleiknum á 77. mínútu. Carlos fékk þá boltann rétt utan við markteiginn eftir undirbúning Willian en Alisson varði glæsilega í horn. Oft hefur Brasilíumaðurinn bjargað á leiktíðinni og þetta var eitt af þeim skiptum.
Fjórum mínútum seinna átti Jordan Henderson fínt langskot en boltinn fór rétt framhjá. Þar sem eitt mark skildi mátti ekkert út af bera undir lokin en Liverpool hafði sigur. Þann fimmta í röð!
Liverpool lék alveg þokkalega og hafði lengst af alla stjórn á leiknum en þegar upp var staðið var sigurinn naumur. En stigin þrjú náðust og það var fyrir öllu!
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (39. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 52.602.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann spilaði frjálst á miðjunni eins og í síðustu leikjum. Hann var eiginlega úti um allan völl og var stórgóður.
Jürgen Klopp: Ég er mjög ánægður með þá leið sem við erum á. Við verðum bara að halda svona áfram. Svo þegar deildinni lýkur sjáum við hvar við endum og við verðum að taka niðurstöðunni eins og hún kemur fyrir.
- Mohamed Salah skoraði 29. mark sitt á leiktíðinni.
- Ibrahima Konaté lék sinn 50. leik fyrir hönd Liverpool.
- Liverpool vann sinn fimmta deildarleik í röð í fyrsta skipti á keppnistímabilinu.
- Alisson Becker hélt hreinu í fyrsta sinn í mánuð.
- Liverpool vann Fulham eftir að hafa spilað þrjá leiki í röð gegn þeim án þess að vinna sigur.
TIL BAKA
Naumur sigur Liverpool
Liverpool vann í kvöld nauman sigur á Fulham á Anfield Road. Þeir Rauðu skoruðu eina mark leiksins. Þó svo Liverpool hafi haft yfirburði í leiknum mátti litlu muna!
Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu. Kostas Tsimikas leysti Andrew Robertson af. Darwin Núnez var fremmsti maður og Cody Gakpo var á bekknum. Jordan Henderson kom svo inn í liðið í stað Harvey Elliott.
Gestirnir fengu fyrsta færi leiksins á 5. mínútu. Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, komst í góða stöðu hægra megin og hefði vel getað skotið en hann ákvað að gefa fyrir markið. Virgil van Dijk var vel á verði, komst inn í sendinguna og bjargaði í horn. Liverpool ógnaði fyrst fimm mínútum seinna þegar Trent Alexander-Arnld átti gott skot utan vítateigs eftir hratt samspil en boltinn fór rétt framhjá.
Enn liðu fimm mínútur. Carlos Vinicius komst í færi í vítateignum en Alisson Becker varði í horn. Liverpool komst svo í sókn eftir hornið. Trent sendi á Mohamed Salah sem einlék inn í vítateignum hægra megin og skaut svo rétt yfir úr þröngu færi. Trent var mikið á miðjunni líkt og í síðustu leikjum og var mjög áberandi.
Á 39. mínútu fékk Liverpool víti eftir að Issa Diop hafði sparkað Darwin Núnez niður. Brotið var mjög klaufalegt því Darwin var utarlega í vítateignum og engin ógn af honum. Mohamed Salah tók vítaspyrnuna og þrumaði boltanum á mitt markið uppi undir þverslá. Liverpool komið yfir og svo stóð í leikhléi. Sanngjörn forysta.
Liverpool hafði öll völd eftir hlé eins og verið hafði. Liðið kom sér nokkrum sinnum í góðar stöður í sókninni oft eftir rispur Luis Díaz, sem var mjög ógnandi, en það gekk illa að binda endahnútinn á sóknirnar. Það var svo Fulham sem fékk fyrsta verulega góða færið í hálfleiknum á 77. mínútu. Carlos fékk þá boltann rétt utan við markteiginn eftir undirbúning Willian en Alisson varði glæsilega í horn. Oft hefur Brasilíumaðurinn bjargað á leiktíðinni og þetta var eitt af þeim skiptum.
Fjórum mínútum seinna átti Jordan Henderson fínt langskot en boltinn fór rétt framhjá. Þar sem eitt mark skildi mátti ekkert út af bera undir lokin en Liverpool hafði sigur. Þann fimmta í röð!
Liverpool lék alveg þokkalega og hafði lengst af alla stjórn á leiknum en þegar upp var staðið var sigurinn naumur. En stigin þrjú náðust og það var fyrir öllu!
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (39. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 52.602.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann spilaði frjálst á miðjunni eins og í síðustu leikjum. Hann var eiginlega úti um allan völl og var stórgóður.
Jürgen Klopp: Ég er mjög ánægður með þá leið sem við erum á. Við verðum bara að halda svona áfram. Svo þegar deildinni lýkur sjáum við hvar við endum og við verðum að taka niðurstöðunni eins og hún kemur fyrir.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 29. mark sitt á leiktíðinni.
- Ibrahima Konaté lék sinn 50. leik fyrir hönd Liverpool.
- Liverpool vann sinn fimmta deildarleik í röð í fyrsta skipti á keppnistímabilinu.
- Alisson Becker hélt hreinu í fyrsta sinn í mánuð.
- Liverpool vann Fulham eftir að hafa spilað þrjá leiki í röð gegn þeim án þess að vinna sigur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan