| Sf. Gutt
Roberto Firmino tryggði Liverpool 1:1 gegn Aston Villa í síðasta leik hans á Anfield Road. Jafnteflið þýðir að möguleikar Liverpool á því að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar eru hverfandi. Fjórir leikmenn Liverpool voru hylltir í leikslok í þökk fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir félagið. Það var mögnuð kveðjustund!
Enginn af þeim fjórum sem kvöddu heimavöllinn sinn voru í byrjunarliðinu. James Milner og Roberto Firmino voru varamenn en Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita voru uppi í stúku eins og síðustu vikur og mánuði. James og Roberto voru reyndar ákallaðir fyrir leikinn og lagið hans Robert Si Senior hljómaði hátt og snjallt með reglulegu millibili allan leikinn. Hvað þá eftir leik!
Jürgen Klopp sat uppi í stúku eftir að hafa fengið bann fyrir hegðun sína í leik Liverpool og Tottenham fyrir nokkrum vikum. Hvort sem sú var ástæðan náði Liverpool sér ekki vel á strik til að byrja með. Kannski var kveðjustundin í huga manna en eins spilaði Aston Villa mjög vel. Liðsmenn þeirra voru fastir fyrir og hægðu að auki á leiknum eins og mögulegt var. Fór þar heimsmeistarinn Emiliano Martínez allra fremst í flokki!
Aston Villa fékk víti á 20. mínútu þegar Ibrahima Konaté felldi Ollie Watkins. Um tveimur mínútum seinna tók Ollie vítið sjálfur en skaut framhjá! Liverpool slapp þarna með skrekkinn en leikmenn tóku ekki mark á varúðarmerkjum og lentu undir fimm mínútum seinna. Douglas Luiz sendi fyrir frá hægri yfir á fjærstöng þar sem Jacob Ramsey var kominn og hann skoraði frá markteignum. Ekki gott!
Gestirnir voru áfram sterkir og á 39. mínútu var Jacob aftur á ferðinni en Alisson Becker varði frá honum. Rétt á eftir vann Liverpool boltann. Jordan Henderson gaf fyrir markið á Luis Díaz en hann skallaði framhjá. Þetta var fyrsta færi Liverpool í leiknum.
Á lokamínútum hálfleiksins gerðust tvö umdeild atvik. Tyrone Mings setti þá sólann í brjóstkassann á Cody Gakpo. Það sá á Cody en á einhvern undarlegan hátt ákvað dómarinn að brotið væri bara upp á gult spjald. Svo var Jordan sparkaður niður í vítateig Villa en ekkert var dæmt. Ekki vafi að þarna hefði átt að dæma víti! Villa leiddi í hálfleik.
Liverpool jafnaði eftir harða hríð á 55. mínútu þegar Cody skoraði af stuttu færi. Eftir langa skoðun og mæðu var dæmd rangstaða sem fáir skildu. Eftir stóð að þeir sem tóku þá ákvörðun um að þetta ætti að vera rangstæða virtust ekki kunna reglurnar almennilega. Ef dómarar leiksins hefðu unnið sína vinnu almennilega hefði Liverpool verið manni fleiri og seinnilega marki yfir á þessum tímapunkti!
Liverpool gekk illa að brjóta varnarmúr Villa á bak aftur. Varamenn voru sendir til leiks og 72. mínútu gengu þeir James og Roberto inn á Anfield í síðasta sinn til að taka þátt í leik með Liverpool. Var goðsögnunum fagnað vel og innilega! Mínútu á eftir fékk Trent Alexander-Arnold skotfæri við vítateiginn en skot hans fór beint á Emiliano Martínez. Argentínski heimsmeistarinn var bókaður fyrir að tefja nokkrum mínútum seinna og væri hægt að reka mann út af fyrir að tefja hefði hann aldrei klárað leikinn!
Sókn Liverpool hertist á lokakaflanum og þegar mínúta var til leiksloka kom jöfnunarmark og það þurfti varla að spyrja að hver skoraði. Mohamed Salah náði að rífa sig lausan og gafa fyrir frá hægri. Það virtist varla hætta á ferðum en Roberto Firmino henti sér fram og náði að stýra boltanum í markið fljúgandi fyrir framan nærstöngina og Kop stúkuna. Ótrúlegt mark frá ótrúlegum knattspyrnumanni!
Dómarinn bætti tíu mínútum við. Liverpool sótti án afláts en allt kom fyrir ekki. Villa hélt jafntefli og Liverpool varð að sætta sig við skiptan hlut.
Liverpool lék ekki nógu vel. Dómgæslan var úti í hött í nokkrum atvikum og hefði rétt verið dæmt hefði leikurinn líklega þróast á annan hátt. En það er önnur saga!
Eftir leikinn stóðu leikmenn og þjálfaralið Liverpool heiðursvörð fyrir þá James Milner, Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita. Allir hafa átt sinn þátt í velgengni Liverpool síðustu árin. James og Roberto yfirgefa Liverpool sem goðsagnir! Alex stóð sig vel þar til meiðsli fóru að taka sinn toll. Naby varð ekki eins góður hjá Liverpool og vonir stóðu til og höfðu meiðsli mikil áhrif á það. Hann gerði samt sitt.
Það mátti sjá tár á hvörmum þegar leikmenn gengu heiðurshring eins og gert er eftir síðasta heimaleik á Anfield. Lagið hans Roberto Firmino hljómaði hvað eftir annað. Þvílíkur knattspyrnumaður og einn elskaðasti leikmaður Liverpool á seinni tímum! Það verður skarð fyrir skildi þar sem hann og James Milner voru!
Mark Liverpool: Roberto Firmino (89. mín.).
Gul spjöld: Ibrahima Konaté, Trent Alexander-Arnold og Fabinho Tavarez.
Mark Aston Villa: Jacob Ramsey (27. mín.).
Gul spjöld: Tyrone Mings, Lucas Digne, Emiliano Martínez, Ashley Young og Ezri Konsa.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.306.
Maður leiksins: Roberto Firmino! Þessi magnaði Brasilíumaður kvaddi Anfield með því að færa Liverpool jafntefli!
Jürgen Klopp: Við vorum ekki nógu yfirvegaðir hvert sem litið var á vellinum. Eins hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Við pressuðum ekki nógu vel. Við ætluðum okkur ða gera það en tímasetningar okkar voru ekki góðar.
- Robert Firmino skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 99 í öllum keppnum hjá Liverpool á keppnistímabilinu.
- Fabinho Tavarez lék sinn 150. deildarleik með Liverpool.
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á Anfield á þessari sparktíð.
- Eins var þetta síðasti leikur Liverpool fyrir framan gömlu Anfield Road end stúkuna.
TIL BAKA
Roberto Firmino tryggði jafntefli!
Roberto Firmino tryggði Liverpool 1:1 gegn Aston Villa í síðasta leik hans á Anfield Road. Jafnteflið þýðir að möguleikar Liverpool á því að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar eru hverfandi. Fjórir leikmenn Liverpool voru hylltir í leikslok í þökk fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir félagið. Það var mögnuð kveðjustund!
Enginn af þeim fjórum sem kvöddu heimavöllinn sinn voru í byrjunarliðinu. James Milner og Roberto Firmino voru varamenn en Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita voru uppi í stúku eins og síðustu vikur og mánuði. James og Roberto voru reyndar ákallaðir fyrir leikinn og lagið hans Robert Si Senior hljómaði hátt og snjallt með reglulegu millibili allan leikinn. Hvað þá eftir leik!
Jürgen Klopp sat uppi í stúku eftir að hafa fengið bann fyrir hegðun sína í leik Liverpool og Tottenham fyrir nokkrum vikum. Hvort sem sú var ástæðan náði Liverpool sér ekki vel á strik til að byrja með. Kannski var kveðjustundin í huga manna en eins spilaði Aston Villa mjög vel. Liðsmenn þeirra voru fastir fyrir og hægðu að auki á leiknum eins og mögulegt var. Fór þar heimsmeistarinn Emiliano Martínez allra fremst í flokki!
Aston Villa fékk víti á 20. mínútu þegar Ibrahima Konaté felldi Ollie Watkins. Um tveimur mínútum seinna tók Ollie vítið sjálfur en skaut framhjá! Liverpool slapp þarna með skrekkinn en leikmenn tóku ekki mark á varúðarmerkjum og lentu undir fimm mínútum seinna. Douglas Luiz sendi fyrir frá hægri yfir á fjærstöng þar sem Jacob Ramsey var kominn og hann skoraði frá markteignum. Ekki gott!
Gestirnir voru áfram sterkir og á 39. mínútu var Jacob aftur á ferðinni en Alisson Becker varði frá honum. Rétt á eftir vann Liverpool boltann. Jordan Henderson gaf fyrir markið á Luis Díaz en hann skallaði framhjá. Þetta var fyrsta færi Liverpool í leiknum.
Á lokamínútum hálfleiksins gerðust tvö umdeild atvik. Tyrone Mings setti þá sólann í brjóstkassann á Cody Gakpo. Það sá á Cody en á einhvern undarlegan hátt ákvað dómarinn að brotið væri bara upp á gult spjald. Svo var Jordan sparkaður niður í vítateig Villa en ekkert var dæmt. Ekki vafi að þarna hefði átt að dæma víti! Villa leiddi í hálfleik.
Liverpool jafnaði eftir harða hríð á 55. mínútu þegar Cody skoraði af stuttu færi. Eftir langa skoðun og mæðu var dæmd rangstaða sem fáir skildu. Eftir stóð að þeir sem tóku þá ákvörðun um að þetta ætti að vera rangstæða virtust ekki kunna reglurnar almennilega. Ef dómarar leiksins hefðu unnið sína vinnu almennilega hefði Liverpool verið manni fleiri og seinnilega marki yfir á þessum tímapunkti!
Liverpool gekk illa að brjóta varnarmúr Villa á bak aftur. Varamenn voru sendir til leiks og 72. mínútu gengu þeir James og Roberto inn á Anfield í síðasta sinn til að taka þátt í leik með Liverpool. Var goðsögnunum fagnað vel og innilega! Mínútu á eftir fékk Trent Alexander-Arnold skotfæri við vítateiginn en skot hans fór beint á Emiliano Martínez. Argentínski heimsmeistarinn var bókaður fyrir að tefja nokkrum mínútum seinna og væri hægt að reka mann út af fyrir að tefja hefði hann aldrei klárað leikinn!
Sókn Liverpool hertist á lokakaflanum og þegar mínúta var til leiksloka kom jöfnunarmark og það þurfti varla að spyrja að hver skoraði. Mohamed Salah náði að rífa sig lausan og gafa fyrir frá hægri. Það virtist varla hætta á ferðum en Roberto Firmino henti sér fram og náði að stýra boltanum í markið fljúgandi fyrir framan nærstöngina og Kop stúkuna. Ótrúlegt mark frá ótrúlegum knattspyrnumanni!
Dómarinn bætti tíu mínútum við. Liverpool sótti án afláts en allt kom fyrir ekki. Villa hélt jafntefli og Liverpool varð að sætta sig við skiptan hlut.
Liverpool lék ekki nógu vel. Dómgæslan var úti í hött í nokkrum atvikum og hefði rétt verið dæmt hefði leikurinn líklega þróast á annan hátt. En það er önnur saga!
Eftir leikinn stóðu leikmenn og þjálfaralið Liverpool heiðursvörð fyrir þá James Milner, Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita. Allir hafa átt sinn þátt í velgengni Liverpool síðustu árin. James og Roberto yfirgefa Liverpool sem goðsagnir! Alex stóð sig vel þar til meiðsli fóru að taka sinn toll. Naby varð ekki eins góður hjá Liverpool og vonir stóðu til og höfðu meiðsli mikil áhrif á það. Hann gerði samt sitt.
Það mátti sjá tár á hvörmum þegar leikmenn gengu heiðurshring eins og gert er eftir síðasta heimaleik á Anfield. Lagið hans Roberto Firmino hljómaði hvað eftir annað. Þvílíkur knattspyrnumaður og einn elskaðasti leikmaður Liverpool á seinni tímum! Það verður skarð fyrir skildi þar sem hann og James Milner voru!
Mark Liverpool: Roberto Firmino (89. mín.).
Gul spjöld: Ibrahima Konaté, Trent Alexander-Arnold og Fabinho Tavarez.
Mark Aston Villa: Jacob Ramsey (27. mín.).
Gul spjöld: Tyrone Mings, Lucas Digne, Emiliano Martínez, Ashley Young og Ezri Konsa.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.306.
Maður leiksins: Roberto Firmino! Þessi magnaði Brasilíumaður kvaddi Anfield með því að færa Liverpool jafntefli!
Jürgen Klopp: Við vorum ekki nógu yfirvegaðir hvert sem litið var á vellinum. Eins hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Við pressuðum ekki nógu vel. Við ætluðum okkur ða gera það en tímasetningar okkar voru ekki góðar.
Fróðleikur
- Robert Firmino skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 99 í öllum keppnum hjá Liverpool á keppnistímabilinu.
- Fabinho Tavarez lék sinn 150. deildarleik með Liverpool.
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á Anfield á þessari sparktíð.
- Eins var þetta síðasti leikur Liverpool fyrir framan gömlu Anfield Road end stúkuna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan