| Sf. Gutt
Markmið Evrópuvegferðar Liverpool náðist á Anfield Road í kvöld. Markmiðið var auðvitað að komast áfram upp úr riðlinum og vinna hann. Öruggur 4:0 sigur á austurríska liðinu LASK uppfyllti þessi markmið ferðalagsins. Enn betra er að einn leikur er eftir af riðlakeppninni nú þegar allt liggur fyrir.
Sem fyrr voru gerðar margar breytingar á liði Liverpool fyrir Evrópuleik. Alls voru níu breytingar gerðar. Ein breyting lá fyrir áður en leikurinn hófst en vegna meiðsla Alisson Becker kom Caoimhin Kelleher í markið.
Liverpool réði gangi mála frá upphafi til enda. Reyndar ógnaði LASK nokkrum sinnum því liðið er vel spilandi. Liverpool spilaði á köflum mjög vel.
1:0. 12. mínúta. Eftir gott spil sendi Joe Gomez frábæra sendingu frá hægri fyrir markið. Í miðjum vítateignum henti Luis Díaz sér fram og hamraði boltann í markið með flugskalla. Með fallegri skallamörkum og bestu skallamenn Liverpool í sögunni hefði mátt vera ánægðir með svona fallegan skalla.
2:0. 15. mínúta. Luis var aftur á ferðinni í vítateignum. Hann sendi út til hægri á Mohamed Salah sem sendi þvert fyrir markið á fjærstöng. Þangað var Cody Gakpo kominn og hann þurfti ekki annað en að snerta boltann til að koma honum í autt makrið.
3:0. 51. mínúta. Cody sparkaði boltanum inn í vítateiginn og elti hann svo sjálfur. Tobias Lawal, markmaður LASK kom út á móti honum og felldi Cody. Augljóst víti. Mohamed tók vítið og skoraði af geysilegu öryggi neðst í hægra hornið fyrir framan Kop stúkuna.
4:0. 90. mínúta. Liverpool æddi fram völlinn. Varamaðurinn Trent Alexander-Arnold gaf inn í vítateiginn á Cody sem sneri varnarmann af sér áður en hann smellti boltanum út í hægra hliðarnetið. Örugg afgreiðsla hjá Hollendingnum.
Liverpool vann öruggan sigur og spilaði vel. Farseðill um áframhaldandi Evrópuvegferð er tryggður. Eins hefur Liverpool tryggt sér sigur í riðlinum og það þýðir sparnað um tvo leiki í umspili. Fjögur mörk skoruð og Liverpool hélt hreinu!
LASK komst óþarflega oft í góðar stöður. En sem betur fer varð ekkert úr efnilegum sóknum þeirra.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Konaté (Alexander-Arnold 56. mín.), Quansah, Tsimikas (Chambers 82, mín.), Gravenberch (Bradley 82. mín.), Endo, Elliott, Salah (Jones 55. mín.), Gakpo og Díaz (Núnez 56. mín.). Ónotaðir varamenn: Pitaluga, van Dijk, Szoboszlai, Mac Allister, Matip, Gordon og Doak.
Mörk Liverpool: Luis Díaz (12. mín.), Cody Gakpo 15. og 90. mín.) og Mohamed Salah, víti, (51. mín.).
LASK: Lawal, Ziereis, Andrade, Talovierov (Havel 61. mín.), Stojkovic (Flecker 61. mín.), Horvath, Ljubic, Bello (Renner 61. mín.), Zulj, Ljubicic (Mustapha 61. mín.) (Koné 74. mín.) og Usor. Ónotaðir varamenn: Balic, Jovicic, Ba, Siebenhandl, Luckeneder og Darboe.
Gult spjald: Maksym Talovierov.
Maður leiksins: Wataru Endo. Japanski landsliðsfyrirliðinn hefur kannski ekki alveg náð að festa sig í sessi hjá Liverpool. En í kvöld var hann mjög sterkur á miðjunni.
Áhorfendur á Anfield Road: 49.666.
- Þetta er 48. leiktíð Liverpool í Evrópukeppnum.
- Liverpool hefur tryggt sér farseðil upp úr riðlinum og um leið sigur í honum.
- Luis Díaz skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Conor Coady er kominn með einu marki meira.
- Mohamed Salah er búinn að skora 13 mörk á keppnistímabilinu.
- Liverpool skoraði í 30. leik sínum í röð.
- Conor Bradley spilaði sinn fyrsta leik á leiktíðinni.
TIL BAKA
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður!
Markmið Evrópuvegferðar Liverpool náðist á Anfield Road í kvöld. Markmiðið var auðvitað að komast áfram upp úr riðlinum og vinna hann. Öruggur 4:0 sigur á austurríska liðinu LASK uppfyllti þessi markmið ferðalagsins. Enn betra er að einn leikur er eftir af riðlakeppninni nú þegar allt liggur fyrir.
Liðsuppstilling
Sem fyrr voru gerðar margar breytingar á liði Liverpool fyrir Evrópuleik. Alls voru níu breytingar gerðar. Ein breyting lá fyrir áður en leikurinn hófst en vegna meiðsla Alisson Becker kom Caoimhin Kelleher í markið.
Gangur leiksins
Liverpool réði gangi mála frá upphafi til enda. Reyndar ógnaði LASK nokkrum sinnum því liðið er vel spilandi. Liverpool spilaði á köflum mjög vel.
Mörkin
1:0. 12. mínúta. Eftir gott spil sendi Joe Gomez frábæra sendingu frá hægri fyrir markið. Í miðjum vítateignum henti Luis Díaz sér fram og hamraði boltann í markið með flugskalla. Með fallegri skallamörkum og bestu skallamenn Liverpool í sögunni hefði mátt vera ánægðir með svona fallegan skalla.
2:0. 15. mínúta. Luis var aftur á ferðinni í vítateignum. Hann sendi út til hægri á Mohamed Salah sem sendi þvert fyrir markið á fjærstöng. Þangað var Cody Gakpo kominn og hann þurfti ekki annað en að snerta boltann til að koma honum í autt makrið.
3:0. 51. mínúta. Cody sparkaði boltanum inn í vítateiginn og elti hann svo sjálfur. Tobias Lawal, markmaður LASK kom út á móti honum og felldi Cody. Augljóst víti. Mohamed tók vítið og skoraði af geysilegu öryggi neðst í hægra hornið fyrir framan Kop stúkuna.
4:0. 90. mínúta. Liverpool æddi fram völlinn. Varamaðurinn Trent Alexander-Arnold gaf inn í vítateiginn á Cody sem sneri varnarmann af sér áður en hann smellti boltanum út í hægra hliðarnetið. Örugg afgreiðsla hjá Hollendingnum.
Plús
Liverpool vann öruggan sigur og spilaði vel. Farseðill um áframhaldandi Evrópuvegferð er tryggður. Eins hefur Liverpool tryggt sér sigur í riðlinum og það þýðir sparnað um tvo leiki í umspili. Fjögur mörk skoruð og Liverpool hélt hreinu!
Mínus
LASK komst óþarflega oft í góðar stöður. En sem betur fer varð ekkert úr efnilegum sóknum þeirra.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Konaté (Alexander-Arnold 56. mín.), Quansah, Tsimikas (Chambers 82, mín.), Gravenberch (Bradley 82. mín.), Endo, Elliott, Salah (Jones 55. mín.), Gakpo og Díaz (Núnez 56. mín.). Ónotaðir varamenn: Pitaluga, van Dijk, Szoboszlai, Mac Allister, Matip, Gordon og Doak.
Mörk Liverpool: Luis Díaz (12. mín.), Cody Gakpo 15. og 90. mín.) og Mohamed Salah, víti, (51. mín.).
LASK: Lawal, Ziereis, Andrade, Talovierov (Havel 61. mín.), Stojkovic (Flecker 61. mín.), Horvath, Ljubic, Bello (Renner 61. mín.), Zulj, Ljubicic (Mustapha 61. mín.) (Koné 74. mín.) og Usor. Ónotaðir varamenn: Balic, Jovicic, Ba, Siebenhandl, Luckeneder og Darboe.
Gult spjald: Maksym Talovierov.
Maður leiksins: Wataru Endo. Japanski landsliðsfyrirliðinn hefur kannski ekki alveg náð að festa sig í sessi hjá Liverpool. En í kvöld var hann mjög sterkur á miðjunni.
Áhorfendur á Anfield Road: 49.666.
Fróðleikur
- Þetta er 48. leiktíð Liverpool í Evrópukeppnum.
- Liverpool hefur tryggt sér farseðil upp úr riðlinum og um leið sigur í honum.
- Luis Díaz skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Conor Coady er kominn með einu marki meira.
- Mohamed Salah er búinn að skora 13 mörk á keppnistímabilinu.
- Liverpool skoraði í 30. leik sínum í röð.
- Conor Bradley spilaði sinn fyrsta leik á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan