| Sf. Gutt
TIL BAKA
Alisson kom Liverpool á toppinn!
Liverpool fór upp í efsta sæti deildarinnar með því að leggja Crystal Palace að velli 1:2 í London. Lengst af var leikur liðsins ekki upp á marga fiska en enn og aftur náðist að snúa tapstöðu í sigur!
Það kom nokkuð á óvart að Alisson Becker var leikfær og tók hann stöðu sína í markinu. Eins var óvænt að sjá ungliðann Jarell Quansah í hjarta varnarinnar.
Lengi vel gerðist ekkert í leiknum. Fyrsta færið kom ekki fyrr en á 27. mínútu. Jordan Ayew sendi þá góða sendingu fyrir mark Liverpool. Jefferson Lerma náði föstu skoti sem stefndi í markið en á einhvern ótrúlegan hátt náði Alisson Becker að henda sér til hægri og verja boltann í stöng. Trent Alexander-Arnold var svo á vaktinni og sparkaði boltanum í burtu áður en heimamenn náðu að fylgja á eftir. Stórkostleg markvarsla hjá Alisson!
Litlu síðar fékk Crystal Palace víti eftir að Virgil van Dijk braut af sér. Einhverjar efasemdir voru um dóminn. Atvikið var skoðað í óratíma í sjónvarpinu. Loksins var dómnum snúið við. Ástæðan var sú að brotið var á Wataru Endo í aðdragandi vítaspyrnudómsins. Brotið var augljóst og ótrúlegt að það skyldi taka svona langan tíma að úrskurða í málinu.
Markalaust í hálfleik. Liverpool mátti þakka Alisson fyrir það. Leikmenn Liverpool voru mjög syfjulegir og ógnuðu marki Palace ekkert sem orð var á hafandi.
Liverpool gerði breytingu í leikhléi. Wataru, sem ekki hafði náð sér á strik, var tekinn af velli og Joe Gomez sendur til leiks. Joe tók stöðu hægri bakvarðar og Trent fór á miðjuna. Joe færði kraft í liðið og það spilaði aðeins betur.
Á 49. mínútu ógnaði Liverpool loksins. Luis Díaz sendi fast inn í vítateiginn og litlu mátti muna að Darwin Núnez næði að skalla boltann. Ef hann hefði náð að hitta boltann hefði hann líklega skorað.
Ernirnir komust yfir á 57. mínútu. Enn kom sjónvarpið við sögu. Dómarinn fór að skjánum og rýndi í atvik sem hafði gerst nokkrum mínútum áður. Loks dæmdi hann víti á Jarell. Dómarinn taldi ungliðann hafa brotið á varamanninum Jean-Philippe Mateta. Dómurinn var nokkuð strangur en kannski réttur. Jean-Philippe tók vítið sjálfur og skoraði. Sanngjörn forysta Palace.
Jarell og Ryan Gravenberch voru teknir af velli áður en vítið var tekið. Í þeirra stað komu Ibrahima Konaté og Cody Gakpo. Lítið hresstist sóknarleikur Liverpool við þetta. Enn reyndi Jürgen Klopp að færa líf í liðið með skiptingu á 74. mínútu. Harvey Elliott og Curtis Jones komu inn fyrir Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai. Nú fóru hlutirnir að gerast!
Harvey var bara búinn að vera nokkur andartök inni á vellinum þegar hann braust fram. Jordan stöðvaði hann. Dómaranum fannst þessi hraðahindrun ekki í lagi og gaf Jordan sitt annað gula spjald og svo rautt. Harður dómur en vel réttlætanlegur. Fyrra spjaldið var líka gefið fyrir litlar sakir en þá hindraði Jordan Virgil í að taka snögga aukaspyrnu. Ekki að undra að Jordan og stuðningsmönnum Palace fyndist hart dæmt!
Þetta var ekki allt! Rétt á eftir spjaldinu náði Liverpool fyrstu hættulegu sókn sinni í leiknum. Boltinn var sendur inn í vítateiginn. Curtis Jones náði að koma boltanum til Mohamed Salah og Egyptanum brást ekki bogalistin. Skot hans úr miðjum teig fór af varnarmanni og út í vinstra hornið! Jöfnunarmark sem markaði tímamót því um leið varð Mohamed Salah fimmti leikmaður Liverpool til að ná 200 mörkum fyrir Liverpool Football Club! Mikið afrek hjá einstökum leikmanni!
Liverpool tók nú öll völd og herjaði á heimamenn. Þegar þrjár mínútur voru eftir varð Palace að skipta um markmann. Remi Matthews kom í stað Sam Johnstone. Remi gekk vel í fyrstu verkefnum sínum en hann kom ekki vörnum við þegar mínúta var komin fram í viðbótartíma sem var 12 mínútur. Mohamed gaf fram á Harvey. Hann fékk boltann hægra megin frá Mohamed og lék inn til vinstri. Rétt utan við vítateiginn þrumaði hann að marki og boltinn söng í netinu úti við hægri stöngina! Stórgott skot hjá piltinum sem hafði sannarlega látið til sín taka eftir að hann kom inn á!
Heimamönnum var öllum lokið og Liverpool réði öllu eftir markið. Allt þar til komið var fram á 10. mínútu. Palace fékk þá aukaspyrnu úti til hægri. Michael Olise sendi góða sendingu fyrir markið á Joachim Andersen sem náði föstum skalla neðst í vinstra hornið. Margir sáu boltann í markinu en Alisson skutlaði sér á eftir boltanum og varði í horn! Frábær markvarsla. Hættulegar hornspyrnur fylgdu en Liverpool varðist. Þegar dómarinn flautaði loksins af var hægt að þakka Alisson fyrir að hafa tryggt Liverpool sigur og toppsætið!
Í raun var þetta með slakari leikjum Liverpool á leiktíðinni. Allan leikinn þar til stundarfjórðungar var eftir gerðist sama og ekkert í sóknarleiknum. Leikmenn voru þreytulegir og hugmyndasnauðir. Allt fór þó í gang eftir að Harvey og Curtis komu inn á. Curtis lagði upp mark og Harvey skoraði. Það er ekki hægt að kvarta yfir sigri og toppsæti. Liðið verður þó að spila betur í næstu leikjum en þeim núna upp á síðkastið. En toppsætið er besta sætið!
Crystal Palace: Johnstone (Matthews 87. mín.), Ward, Andersen, Guéhi, Clyne, Hughes (Ozoh 90. mín.), Richards, Lerma (Olise 68. mín.), J Ayew, Édouard (Mateta 45. mín.) og Schlupp (Ahamada 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Tomkins, França de Oliveira, Ebiowei og Riedewald.
Mark Crystal Palace: Jean-Philippe Mateta, víti, (57. mín.).
Gul spjöld: Joel Ward, Jordan Ayew, Jefferson Lerma, Chris Richards, Joachim Andersen og Naouirou Ahamada.
Rautt spjald: Jordan Ayew.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah (Konaté 57. mín.), van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai (Jones 73. mín), Endo (Gomez 45. mín.), Gravenberch (Gakpo 57. mín.), Salah, Núnez (Elliott 74. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Doak, McConnell og Bradley.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (76. mín.) og Harvey Elliott (90. mín.).
Gul spjöld: Joe Gomez og Luis Díaz.
Áhorfendur á Selhurst Park: 25.103.
Maður leiksins: Alisson Becker. Hann hafði svo sem ekki mikið að gera í markinu en hann varði tvívegis meistaralega. Fyrri markvarslan kom í fyrri hálfleik Sú seinni kom í viðbótartíma og með henni tryggði hann sigur Liverpool. Flóknara var það nú ekki!
- Liverpool komst í efsta sæti deildarinnar með sigrinum.
- Mohamed Salah skoraði 14. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið var hans 200. fyrir Liverpool.
- Mohamed er fimmti leikmaður Liverpool til að skora 200 mörk fyrir félagið.
- Markið var númer 150 hjá Egyptanum í efstu deild á Englandi.
- Harvey Elliott opnaði markareikning sinn á keppnistimabilinu.
Það kom nokkuð á óvart að Alisson Becker var leikfær og tók hann stöðu sína í markinu. Eins var óvænt að sjá ungliðann Jarell Quansah í hjarta varnarinnar.
Lengi vel gerðist ekkert í leiknum. Fyrsta færið kom ekki fyrr en á 27. mínútu. Jordan Ayew sendi þá góða sendingu fyrir mark Liverpool. Jefferson Lerma náði föstu skoti sem stefndi í markið en á einhvern ótrúlegan hátt náði Alisson Becker að henda sér til hægri og verja boltann í stöng. Trent Alexander-Arnold var svo á vaktinni og sparkaði boltanum í burtu áður en heimamenn náðu að fylgja á eftir. Stórkostleg markvarsla hjá Alisson!
Litlu síðar fékk Crystal Palace víti eftir að Virgil van Dijk braut af sér. Einhverjar efasemdir voru um dóminn. Atvikið var skoðað í óratíma í sjónvarpinu. Loksins var dómnum snúið við. Ástæðan var sú að brotið var á Wataru Endo í aðdragandi vítaspyrnudómsins. Brotið var augljóst og ótrúlegt að það skyldi taka svona langan tíma að úrskurða í málinu.
Markalaust í hálfleik. Liverpool mátti þakka Alisson fyrir það. Leikmenn Liverpool voru mjög syfjulegir og ógnuðu marki Palace ekkert sem orð var á hafandi.
Liverpool gerði breytingu í leikhléi. Wataru, sem ekki hafði náð sér á strik, var tekinn af velli og Joe Gomez sendur til leiks. Joe tók stöðu hægri bakvarðar og Trent fór á miðjuna. Joe færði kraft í liðið og það spilaði aðeins betur.
Á 49. mínútu ógnaði Liverpool loksins. Luis Díaz sendi fast inn í vítateiginn og litlu mátti muna að Darwin Núnez næði að skalla boltann. Ef hann hefði náð að hitta boltann hefði hann líklega skorað.
Ernirnir komust yfir á 57. mínútu. Enn kom sjónvarpið við sögu. Dómarinn fór að skjánum og rýndi í atvik sem hafði gerst nokkrum mínútum áður. Loks dæmdi hann víti á Jarell. Dómarinn taldi ungliðann hafa brotið á varamanninum Jean-Philippe Mateta. Dómurinn var nokkuð strangur en kannski réttur. Jean-Philippe tók vítið sjálfur og skoraði. Sanngjörn forysta Palace.
Jarell og Ryan Gravenberch voru teknir af velli áður en vítið var tekið. Í þeirra stað komu Ibrahima Konaté og Cody Gakpo. Lítið hresstist sóknarleikur Liverpool við þetta. Enn reyndi Jürgen Klopp að færa líf í liðið með skiptingu á 74. mínútu. Harvey Elliott og Curtis Jones komu inn fyrir Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai. Nú fóru hlutirnir að gerast!
Harvey var bara búinn að vera nokkur andartök inni á vellinum þegar hann braust fram. Jordan stöðvaði hann. Dómaranum fannst þessi hraðahindrun ekki í lagi og gaf Jordan sitt annað gula spjald og svo rautt. Harður dómur en vel réttlætanlegur. Fyrra spjaldið var líka gefið fyrir litlar sakir en þá hindraði Jordan Virgil í að taka snögga aukaspyrnu. Ekki að undra að Jordan og stuðningsmönnum Palace fyndist hart dæmt!
Þetta var ekki allt! Rétt á eftir spjaldinu náði Liverpool fyrstu hættulegu sókn sinni í leiknum. Boltinn var sendur inn í vítateiginn. Curtis Jones náði að koma boltanum til Mohamed Salah og Egyptanum brást ekki bogalistin. Skot hans úr miðjum teig fór af varnarmanni og út í vinstra hornið! Jöfnunarmark sem markaði tímamót því um leið varð Mohamed Salah fimmti leikmaður Liverpool til að ná 200 mörkum fyrir Liverpool Football Club! Mikið afrek hjá einstökum leikmanni!
Liverpool tók nú öll völd og herjaði á heimamenn. Þegar þrjár mínútur voru eftir varð Palace að skipta um markmann. Remi Matthews kom í stað Sam Johnstone. Remi gekk vel í fyrstu verkefnum sínum en hann kom ekki vörnum við þegar mínúta var komin fram í viðbótartíma sem var 12 mínútur. Mohamed gaf fram á Harvey. Hann fékk boltann hægra megin frá Mohamed og lék inn til vinstri. Rétt utan við vítateiginn þrumaði hann að marki og boltinn söng í netinu úti við hægri stöngina! Stórgott skot hjá piltinum sem hafði sannarlega látið til sín taka eftir að hann kom inn á!
Heimamönnum var öllum lokið og Liverpool réði öllu eftir markið. Allt þar til komið var fram á 10. mínútu. Palace fékk þá aukaspyrnu úti til hægri. Michael Olise sendi góða sendingu fyrir markið á Joachim Andersen sem náði föstum skalla neðst í vinstra hornið. Margir sáu boltann í markinu en Alisson skutlaði sér á eftir boltanum og varði í horn! Frábær markvarsla. Hættulegar hornspyrnur fylgdu en Liverpool varðist. Þegar dómarinn flautaði loksins af var hægt að þakka Alisson fyrir að hafa tryggt Liverpool sigur og toppsætið!
Í raun var þetta með slakari leikjum Liverpool á leiktíðinni. Allan leikinn þar til stundarfjórðungar var eftir gerðist sama og ekkert í sóknarleiknum. Leikmenn voru þreytulegir og hugmyndasnauðir. Allt fór þó í gang eftir að Harvey og Curtis komu inn á. Curtis lagði upp mark og Harvey skoraði. Það er ekki hægt að kvarta yfir sigri og toppsæti. Liðið verður þó að spila betur í næstu leikjum en þeim núna upp á síðkastið. En toppsætið er besta sætið!
Crystal Palace: Johnstone (Matthews 87. mín.), Ward, Andersen, Guéhi, Clyne, Hughes (Ozoh 90. mín.), Richards, Lerma (Olise 68. mín.), J Ayew, Édouard (Mateta 45. mín.) og Schlupp (Ahamada 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Tomkins, França de Oliveira, Ebiowei og Riedewald.
Mark Crystal Palace: Jean-Philippe Mateta, víti, (57. mín.).
Gul spjöld: Joel Ward, Jordan Ayew, Jefferson Lerma, Chris Richards, Joachim Andersen og Naouirou Ahamada.
Rautt spjald: Jordan Ayew.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah (Konaté 57. mín.), van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai (Jones 73. mín), Endo (Gomez 45. mín.), Gravenberch (Gakpo 57. mín.), Salah, Núnez (Elliott 74. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Doak, McConnell og Bradley.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (76. mín.) og Harvey Elliott (90. mín.).
Gul spjöld: Joe Gomez og Luis Díaz.
Áhorfendur á Selhurst Park: 25.103.
Maður leiksins: Alisson Becker. Hann hafði svo sem ekki mikið að gera í markinu en hann varði tvívegis meistaralega. Fyrri markvarslan kom í fyrri hálfleik Sú seinni kom í viðbótartíma og með henni tryggði hann sigur Liverpool. Flóknara var það nú ekki!
Fróðleikur
- Liverpool komst í efsta sæti deildarinnar með sigrinum.
- Mohamed Salah skoraði 14. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið var hans 200. fyrir Liverpool.
- Mohamed er fimmti leikmaður Liverpool til að skora 200 mörk fyrir félagið.
- Markið var númer 150 hjá Egyptanum í efstu deild á Englandi.
- Harvey Elliott opnaði markareikning sinn á keppnistimabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan