| Sf. Gutt
Liverpool náði ekki að herja fram sigur gegn Manchester United á Anfield Road í dag. Fram til þessa hafði Liverpool unnið alla heimaleiki sína á leiktíðinni. Liverpool hafði yfirburði í leiknum en spilaði ekki nógu vel til að vinna.
Liverpool byrjaði af krafti vel studdir af áhorfendum. Fljótlega hægðist á leiknum. Liverpool hafði undirtökin en Manchester United náði að loka á flest.
Eftir rétt rúman stundarfjórðungátti Liverpool harða sókn og hurð skall nærri hælum við mark gestanna. Á 28. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Trent Alexander-Arnold tók hornið og hitti beint á Virgil van Dijk sem náði föstum skalla en því miður fór hann beint á Andre Onana sem sló boltann yfir. Aftur var hætta eftir horn á 36. mínútu. Nú átti Ibrahima Konaté skalla sem fór yfir. Þrátt fyrir yfirburði Liverpool var stðan markalaus í hálfleik.
Trent ógnaði með skot rétt eftir hlé en boltinn fór í hliðarnetið. Áfram hélt sókn Livepool en þó án mikils árangurs. Vörn United hélt og leikmenn Liverpool tóku aftur og aftur óskynsamlegar ákvarðanir. Á 66. mínútu lagði Mohamed Salah boltann fyrir fætur Trent en skot hans við vítateiginn fór rétt framhjá. Þar hefði Trent bara þurft að hitta markið!
Nokkrum andartökum seinna fékk Manchester United sitt fyrsta færi. Scott McTominay kom boltanum inn í teiginn á Rasmus Højlund sem var í góðu færi. Alisson kom út á móti, stóð rólegur og varði skotið sem var beint á hann. Rasmus fékk boltann aftur en skot hans var laust og Alisson bjargaði án vandræða. Á 70. mínútu náði Mohamed þokkalegu skoti en Andre varði.
Sem fyrr gekk ekkert hjá Liverpool við að skapa sér almennileg færi. Leikmenn Liverpool vildu fá víti eftir að Luke Shaw handlék boltann inni í vítateig. Ekkert var dæmt. Joe Gomez komst í góða stöðu þegar fjórar mínútur voru eftir en skaut í hliðarnetið. Hann hefði trúlega frekar átt að gefa fyrir. En þetta atvik var kannski dæmigert fyrir gang mála. Leiknum lauk því án marka. Í blálokin var Diogo Dalot rekinn af velli en það var svo stutt eftir að það skipti ekki máli.
Leikurinn voru sannarlega vonbrigði. Liverpool hefði átt að gera nóg til að vinna Manchester United en leikur liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Liverpool náði ekki að færa sér yfirburði sína sér í nyt og því fór sem fór. En Liverpool er enn með í toppbaráttunni og það er hið besta mál!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai (Gomez 61. mín.), Endo, Gravenberch (Gakpo 61. mín.), Salah, Núnez (Elliott 78. mín.) og Díaz (Jones 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, McConnell, Quansah og Bradley.
Gult spald: Darwin Núnez og Wataru Endo.
Manchester United: Onana, Dalot, Evans, Varane, Shaw, Mainoo (Mejbri 82. mín.), Amrabat, Antony (Pellistri 82. mín.), McTominay, Garnacho (Rashford 71. mín.) og Højlund. Ónotaðir varamenn: Bayindir, Reguilón, Wan-Bissaka, van de Beek, Gore og Kambwala.
Gul spjöld: Kobbie Mainoo, Sofyan Amrabat, Luke Shaw, Marcus Rashford og Diogo Dalot.
Rautt spjald: Diogo Dalot.
Áhorfendur á Anfield Road: 57.158.
Maður leiksins: Virgil van Dijk. Var yfirvegaður í vörn og ógnaði líka í sókninni. Fyrirliðinn er búinn að vera frábær á leiktíðinni.
- Mesti áhorfendafjöldi á öldinni, 57.158, var á Anfield Road.
- Liverpool hafði unnið alla 11 leiki sína á heimavelli á leiktíðinni fram að þessum.
- Þetta var 212. leikur liðanna í öllum keppnum.
- Liverpool hefur haldið hreinu á móti Manchester United í síðustu fimm leikjum á Anfield.
TIL BAKA
Jafntefli gegn Manchester United
Liverpool náði ekki að herja fram sigur gegn Manchester United á Anfield Road í dag. Fram til þessa hafði Liverpool unnið alla heimaleiki sína á leiktíðinni. Liverpool hafði yfirburði í leiknum en spilaði ekki nógu vel til að vinna.
Liverpool byrjaði af krafti vel studdir af áhorfendum. Fljótlega hægðist á leiknum. Liverpool hafði undirtökin en Manchester United náði að loka á flest.
Eftir rétt rúman stundarfjórðungátti Liverpool harða sókn og hurð skall nærri hælum við mark gestanna. Á 28. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Trent Alexander-Arnold tók hornið og hitti beint á Virgil van Dijk sem náði föstum skalla en því miður fór hann beint á Andre Onana sem sló boltann yfir. Aftur var hætta eftir horn á 36. mínútu. Nú átti Ibrahima Konaté skalla sem fór yfir. Þrátt fyrir yfirburði Liverpool var stðan markalaus í hálfleik.
Trent ógnaði með skot rétt eftir hlé en boltinn fór í hliðarnetið. Áfram hélt sókn Livepool en þó án mikils árangurs. Vörn United hélt og leikmenn Liverpool tóku aftur og aftur óskynsamlegar ákvarðanir. Á 66. mínútu lagði Mohamed Salah boltann fyrir fætur Trent en skot hans við vítateiginn fór rétt framhjá. Þar hefði Trent bara þurft að hitta markið!
Nokkrum andartökum seinna fékk Manchester United sitt fyrsta færi. Scott McTominay kom boltanum inn í teiginn á Rasmus Højlund sem var í góðu færi. Alisson kom út á móti, stóð rólegur og varði skotið sem var beint á hann. Rasmus fékk boltann aftur en skot hans var laust og Alisson bjargaði án vandræða. Á 70. mínútu náði Mohamed þokkalegu skoti en Andre varði.
Sem fyrr gekk ekkert hjá Liverpool við að skapa sér almennileg færi. Leikmenn Liverpool vildu fá víti eftir að Luke Shaw handlék boltann inni í vítateig. Ekkert var dæmt. Joe Gomez komst í góða stöðu þegar fjórar mínútur voru eftir en skaut í hliðarnetið. Hann hefði trúlega frekar átt að gefa fyrir. En þetta atvik var kannski dæmigert fyrir gang mála. Leiknum lauk því án marka. Í blálokin var Diogo Dalot rekinn af velli en það var svo stutt eftir að það skipti ekki máli.
Leikurinn voru sannarlega vonbrigði. Liverpool hefði átt að gera nóg til að vinna Manchester United en leikur liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Liverpool náði ekki að færa sér yfirburði sína sér í nyt og því fór sem fór. En Liverpool er enn með í toppbaráttunni og það er hið besta mál!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai (Gomez 61. mín.), Endo, Gravenberch (Gakpo 61. mín.), Salah, Núnez (Elliott 78. mín.) og Díaz (Jones 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, McConnell, Quansah og Bradley.
Gult spald: Darwin Núnez og Wataru Endo.
Manchester United: Onana, Dalot, Evans, Varane, Shaw, Mainoo (Mejbri 82. mín.), Amrabat, Antony (Pellistri 82. mín.), McTominay, Garnacho (Rashford 71. mín.) og Højlund. Ónotaðir varamenn: Bayindir, Reguilón, Wan-Bissaka, van de Beek, Gore og Kambwala.
Gul spjöld: Kobbie Mainoo, Sofyan Amrabat, Luke Shaw, Marcus Rashford og Diogo Dalot.
Rautt spjald: Diogo Dalot.
Áhorfendur á Anfield Road: 57.158.
Maður leiksins: Virgil van Dijk. Var yfirvegaður í vörn og ógnaði líka í sókninni. Fyrirliðinn er búinn að vera frábær á leiktíðinni.
Fróðleikur
- Mesti áhorfendafjöldi á öldinni, 57.158, var á Anfield Road.
- Liverpool hafði unnið alla 11 leiki sína á heimavelli á leiktíðinni fram að þessum.
- Þetta var 212. leikur liðanna í öllum keppnum.
- Liverpool hefur haldið hreinu á móti Manchester United í síðustu fimm leikjum á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan