| Sf. Gutt
Alexis Mac Allister fékk viðurkenninguna sem veitt var fyrir Mark mánaðarins í Úrvalsdeildinni í desember. Mark hans í 4:3 sigrinum á Fulham var sannarlega glæsilegt!
Svona var markinu lýst í leikskýrslu Liverpool.is. ,,Fulham hafði varla reynt að sækja fram til þessa en nú fór liðið að láta að sér kveða. Liverpool komst þó aftur yfir. Á 38. mínútu var barist um boltann úti fyrir vítateig Fulham vinstra megin. Leikmaður Fulham reyndi að skalla til félaga síns en boltinn var allt í einu í einskis manns landi og skoppaði þar. Alexis Mac Allister var næstur honum, rauk til, tók boltann á lofti og þrumaði að marki. Boltinn þaut eins og ör efst út í hornið fjær. Það var varla að Alexis eða nokkur annar viðstaddur trúði sínum eigin augum. Stórfenglegt mark! Ekki spurning að þetta er eitt fallegasta langskotsmark í sögu Liverpool og er þó af mörgum að taka!"
,,Ég er mjög ánægður því það voru svo mörg falleg mörk skoruð í mánuðinum. Þegar ég skoraði áttaði ég mig ekki á því hversu fallegt markið var en þegar ég sá það í endursýningu sá ég að það var mjög fallegt."
Þess má geta að tvö mörk frá Liverpool voru tilnefnd í desember. Svo vildi til að þau voru skoruð í sama leiknum. Mark Wataru Endo var líka tilnefnt. Þetta er í fimmta sinn sem leikmaður Liverpool fær þessa viðurkenningu. Hún var fyrst viðhöfð á leiktíðinni 2016/17.
Liverpool átti fjórar tilnefningar fyrir desember í kjöri Úrvalsdeildarinnar. Eins og áður kom fram voru mörk þeirra Alexis Mac Allister og Wataru Endo tilnefnd fyrir glæsileika. Ein markvarsla Alisson Becker gegn Crystal Palace var valinn með þeim bestu. Jürgen Klopp var svo tilnefndur sem framkvæmdastjóri jólamánaðarins.
Myndin hér að ofan er úr leik Liverpool og Crystal Palace og sýnir Alisson verja meistaralega. Markvarslan er þó ekki sú sem tilnefnd var.
Hér má sjá verðlaunamarkið hans Alexis Mac Allister frá ýmsum sjónarhornum.
TIL BAKA
Mark mánaðarins!
Alexis Mac Allister fékk viðurkenninguna sem veitt var fyrir Mark mánaðarins í Úrvalsdeildinni í desember. Mark hans í 4:3 sigrinum á Fulham var sannarlega glæsilegt!
Svona var markinu lýst í leikskýrslu Liverpool.is. ,,Fulham hafði varla reynt að sækja fram til þessa en nú fór liðið að láta að sér kveða. Liverpool komst þó aftur yfir. Á 38. mínútu var barist um boltann úti fyrir vítateig Fulham vinstra megin. Leikmaður Fulham reyndi að skalla til félaga síns en boltinn var allt í einu í einskis manns landi og skoppaði þar. Alexis Mac Allister var næstur honum, rauk til, tók boltann á lofti og þrumaði að marki. Boltinn þaut eins og ör efst út í hornið fjær. Það var varla að Alexis eða nokkur annar viðstaddur trúði sínum eigin augum. Stórfenglegt mark! Ekki spurning að þetta er eitt fallegasta langskotsmark í sögu Liverpool og er þó af mörgum að taka!"
,,Ég er mjög ánægður því það voru svo mörg falleg mörk skoruð í mánuðinum. Þegar ég skoraði áttaði ég mig ekki á því hversu fallegt markið var en þegar ég sá það í endursýningu sá ég að það var mjög fallegt."
Þess má geta að tvö mörk frá Liverpool voru tilnefnd í desember. Svo vildi til að þau voru skoruð í sama leiknum. Mark Wataru Endo var líka tilnefnt. Þetta er í fimmta sinn sem leikmaður Liverpool fær þessa viðurkenningu. Hún var fyrst viðhöfð á leiktíðinni 2016/17.
Liverpool átti fjórar tilnefningar fyrir desember í kjöri Úrvalsdeildarinnar. Eins og áður kom fram voru mörk þeirra Alexis Mac Allister og Wataru Endo tilnefnd fyrir glæsileika. Ein markvarsla Alisson Becker gegn Crystal Palace var valinn með þeim bestu. Jürgen Klopp var svo tilnefndur sem framkvæmdastjóri jólamánaðarins.
Myndin hér að ofan er úr leik Liverpool og Crystal Palace og sýnir Alisson verja meistaralega. Markvarslan er þó ekki sú sem tilnefnd var.
Hér má sjá verðlaunamarkið hans Alexis Mac Allister frá ýmsum sjónarhornum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan