| Sf. Gutt
Liverpool vann enn einn stórsigurinn í Evrópudeildinni með því að leggja Sparta Prag að velli 6:1 á Anfield Road í kvöld. Fyrir viku vann Liverpool Sparta 1:5 í Prag. Liverpool komst því áfram samanlagt 11:2!
Liverpool stillti upp undarlega sterku liði en margir héldu að flestir aðalliðsmennirnir yrðu hvíldir. Aðeins Jarell Quansah, Conor Bradley og Bobby Clarke voru í liðinu af yngstu mönnunum. Mohamed Salah var í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool frá því á fyrsta degi ársins. Það kom svo sem ekki á óvart því hann er að koma sér í gang eftir meiðslin.
Liverpool tók öll völd frá fyrstu sekúndu og komst yfir á 7. mínútu. Dominik Szoboszlai sendi fyrir frá hægri á Darwin Núnez sem skoraði örugglega úr miðjum vítateignum. Sparta tók miðju en Liverpool náði boltanum eftir nokkrar sekúndur. Mohamed Salah komst inn í sendingu við vítateiginn og af honum hrökk boltinn inn í vítateiginn. Bobby Clarke var fyrstur að átta sig og renndi sér á boltann og sendi hann í markið. Mínúta eða svo á milli markanna!
Þremur mínútum seinna vann Bobby boltann á svipuðum slóðum. Boltinn hrökk af honum til Mohamed sem tók við, lék inn í teig og skoraði með öruggu skoti út í vinstra hornið. Þrjú mörk á þremur mínútum! Stuðningsmenn Liverpol þurftu aðeins að bíða í fjórar mínútur eftir næsta marki. Mohamed vann boltann og sendi fyrir frá hægri á Cody Gakpo sem skoraði örugglega rétt utan við markteiginn. Fjögur mörk á 14 fyrstu mínútunum og þau komu á aðeins sjö mínútum. Sennilega met!
Hver sókn Liverpool rak aðra en þremur mínútum fyrir hlé skoraði Sparta Prag upp úr þurru. Markmaður þeirra sparkaði hátt og langt frá. Í kjölfarið fékk Veljko Birmancevic stungusendingu fram. Hann náði að halda Wataru Endo frá sér við vítateiginn og læða boltanum framhjá Caoimhin Kelleher sem kom út á móti. Staðan 4:1 í hálfleik.
Þrjár skiptingar voru gerðar í hálfleik hjá Liveprool til að hvíla menn. Liverpool svaraði þessu óvænta svari tékkneska liðsins strax eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik. Dominik fékk sendingu frá Mohamed hægra megin. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði með föstu skoti sem markmaður Tékkanna réði ekkert við. Boltinn fór aðeins í varnarmann og það var ekki hjálplegt fyrir markmanninn.
Sjö mínútum seinna kom sjötta markið. Eftir hornspyrnu fékk Harvey Elliott skotfæri við vítateiginn. Hann skaut að marki og boltinn lá í markinu fyrir framan Kop stúkuna. Harvey fagnaði en einn leikmaður inn í vítateignum fagnaði líka. Cody rétti upp hendi til merkis um að hann hefði skorað og réttilega. Skot Harvey fór beint á Cody utan við markteiginn og hann breytti stefnu boltans með hælnum. Vel gert hjá Cody sem gulltryggði að boltinn færi í markið með snertingu sinni.
Eftir þessa snörpu byrjun í síðari hálfleik áttu flestir von á að fleiri mörk myndu vera skoruð. En svo varð ekki. Liverpool átti leikinn með húð og hári. Liðið var með boltann tímunum saman. Á 73. mínútu kom Pólverjinn ungi Mateusz Musialowski til leiks í fyrsta sinn. Hann leysti Bobby af velli en hann varð fyrir meiðslum. Lokakaflinn fór í að leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu til að leggja upp mark fyrir Cody svo hann næði þrennunni. Það tókst ekki en stórsigur Liverpool var samt staðreynd.
Liverpool lék stórkostlega í byrjun og reyndar mjög vel eftir það. Munurinn á liðunum var mikill og endurspeglaðist í þeirri staðreynd að Liverpool vann samtals 11:2. Evrópuvegferðin heldur áfram!
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah (van Dijk 66. mín.), Gomez (Tsimikas 45. mín.), Robertson, Szoboszlai, Endo (McConnell 45. mín.), Clark (Musialowski 73. mín.), Salah, Núnez (Elliott 45. mín.) og Gakpo. Ónotaðir varamenn: Adrián, Mrozek, Díaz, Mac Allister, Gordon, Koumas og Danns.
Mörk Liverpool: Darwin Núnez (7. mín.), Bobby Clark (8. mín.), Mohamed Salah (10. mín.), Cody Gakpo (14. og 55. mín.) og Dominik Szoboszlai (48. mín.).
Gul spjöld: Jarell Quansah og Jürgen Klopp.
Sparta Prag: Vindahl, Preciado, Vitík, Zeleny, Krejcí, Rynes (Panák 45. mín.), Solbakken (Vydra 74. mín.), Kairinen, Laçi (Sadílek 58. mín.), Birmancevic (Tuci 66. mín.) og Kuchta (Haraslín 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Olatunji, Karabec, Mejdr, Vorel, Wiesner, Sevcík og Surovcík.
Mark Sparta Prag: Veljko Birmancevic (42. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 59.581.
Maður leiksins: Bobby Clark. Ungi strákurinn skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Hann spilaði mjög vel á miðjunni og lofar sannarlega góðu.
Jürgen Klopp: ,,Strákarnir byrjuðu leikinn alveg ótrúlega. Við eltum þá út um allt eða hvernig þið viljið orða það. Við skoruðum dásamleg mörk og staðan var orðin fjögur núll eftir fjórtán mínútur. Það var mjög undarleg tilfinning. Eftir þetta varð leikurinn svolítið skrýtinn því hvernig á maður að gata spilað af fullum krafti þegar leikur þróast svona."
- Liverpool komst áfram í átta liða úrslit samtals 11:2!
- Darwin Núnez skoraði 17. mark sitt á leiktíðinni.
- Bobby Clark skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði 20. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Cody Gakpo er kominn með 13 mörk á sparktíðinni.
- Dominik Szoboszlai er kominn með sjö mörk á ferli sínum hjá Liverpool.
- Mohamed varð fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora 20 mörk eða fleiri á sjö keppnistímabilum í röð!
- Mateusz Musialowski spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool.
TIL BAKA
Enn einn stórsigurinn í Evrópudeildinni!
Liverpool vann enn einn stórsigurinn í Evrópudeildinni með því að leggja Sparta Prag að velli 6:1 á Anfield Road í kvöld. Fyrir viku vann Liverpool Sparta 1:5 í Prag. Liverpool komst því áfram samanlagt 11:2!
Liverpool stillti upp undarlega sterku liði en margir héldu að flestir aðalliðsmennirnir yrðu hvíldir. Aðeins Jarell Quansah, Conor Bradley og Bobby Clarke voru í liðinu af yngstu mönnunum. Mohamed Salah var í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool frá því á fyrsta degi ársins. Það kom svo sem ekki á óvart því hann er að koma sér í gang eftir meiðslin.
Liverpool tók öll völd frá fyrstu sekúndu og komst yfir á 7. mínútu. Dominik Szoboszlai sendi fyrir frá hægri á Darwin Núnez sem skoraði örugglega úr miðjum vítateignum. Sparta tók miðju en Liverpool náði boltanum eftir nokkrar sekúndur. Mohamed Salah komst inn í sendingu við vítateiginn og af honum hrökk boltinn inn í vítateiginn. Bobby Clarke var fyrstur að átta sig og renndi sér á boltann og sendi hann í markið. Mínúta eða svo á milli markanna!
Þremur mínútum seinna vann Bobby boltann á svipuðum slóðum. Boltinn hrökk af honum til Mohamed sem tók við, lék inn í teig og skoraði með öruggu skoti út í vinstra hornið. Þrjú mörk á þremur mínútum! Stuðningsmenn Liverpol þurftu aðeins að bíða í fjórar mínútur eftir næsta marki. Mohamed vann boltann og sendi fyrir frá hægri á Cody Gakpo sem skoraði örugglega rétt utan við markteiginn. Fjögur mörk á 14 fyrstu mínútunum og þau komu á aðeins sjö mínútum. Sennilega met!
Hver sókn Liverpool rak aðra en þremur mínútum fyrir hlé skoraði Sparta Prag upp úr þurru. Markmaður þeirra sparkaði hátt og langt frá. Í kjölfarið fékk Veljko Birmancevic stungusendingu fram. Hann náði að halda Wataru Endo frá sér við vítateiginn og læða boltanum framhjá Caoimhin Kelleher sem kom út á móti. Staðan 4:1 í hálfleik.
Þrjár skiptingar voru gerðar í hálfleik hjá Liveprool til að hvíla menn. Liverpool svaraði þessu óvænta svari tékkneska liðsins strax eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik. Dominik fékk sendingu frá Mohamed hægra megin. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði með föstu skoti sem markmaður Tékkanna réði ekkert við. Boltinn fór aðeins í varnarmann og það var ekki hjálplegt fyrir markmanninn.
Sjö mínútum seinna kom sjötta markið. Eftir hornspyrnu fékk Harvey Elliott skotfæri við vítateiginn. Hann skaut að marki og boltinn lá í markinu fyrir framan Kop stúkuna. Harvey fagnaði en einn leikmaður inn í vítateignum fagnaði líka. Cody rétti upp hendi til merkis um að hann hefði skorað og réttilega. Skot Harvey fór beint á Cody utan við markteiginn og hann breytti stefnu boltans með hælnum. Vel gert hjá Cody sem gulltryggði að boltinn færi í markið með snertingu sinni.
Eftir þessa snörpu byrjun í síðari hálfleik áttu flestir von á að fleiri mörk myndu vera skoruð. En svo varð ekki. Liverpool átti leikinn með húð og hári. Liðið var með boltann tímunum saman. Á 73. mínútu kom Pólverjinn ungi Mateusz Musialowski til leiks í fyrsta sinn. Hann leysti Bobby af velli en hann varð fyrir meiðslum. Lokakaflinn fór í að leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu til að leggja upp mark fyrir Cody svo hann næði þrennunni. Það tókst ekki en stórsigur Liverpool var samt staðreynd.
Liverpool lék stórkostlega í byrjun og reyndar mjög vel eftir það. Munurinn á liðunum var mikill og endurspeglaðist í þeirri staðreynd að Liverpool vann samtals 11:2. Evrópuvegferðin heldur áfram!
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah (van Dijk 66. mín.), Gomez (Tsimikas 45. mín.), Robertson, Szoboszlai, Endo (McConnell 45. mín.), Clark (Musialowski 73. mín.), Salah, Núnez (Elliott 45. mín.) og Gakpo. Ónotaðir varamenn: Adrián, Mrozek, Díaz, Mac Allister, Gordon, Koumas og Danns.
Mörk Liverpool: Darwin Núnez (7. mín.), Bobby Clark (8. mín.), Mohamed Salah (10. mín.), Cody Gakpo (14. og 55. mín.) og Dominik Szoboszlai (48. mín.).
Gul spjöld: Jarell Quansah og Jürgen Klopp.
Sparta Prag: Vindahl, Preciado, Vitík, Zeleny, Krejcí, Rynes (Panák 45. mín.), Solbakken (Vydra 74. mín.), Kairinen, Laçi (Sadílek 58. mín.), Birmancevic (Tuci 66. mín.) og Kuchta (Haraslín 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Olatunji, Karabec, Mejdr, Vorel, Wiesner, Sevcík og Surovcík.
Mark Sparta Prag: Veljko Birmancevic (42. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 59.581.
Maður leiksins: Bobby Clark. Ungi strákurinn skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Hann spilaði mjög vel á miðjunni og lofar sannarlega góðu.
Jürgen Klopp: ,,Strákarnir byrjuðu leikinn alveg ótrúlega. Við eltum þá út um allt eða hvernig þið viljið orða það. Við skoruðum dásamleg mörk og staðan var orðin fjögur núll eftir fjórtán mínútur. Það var mjög undarleg tilfinning. Eftir þetta varð leikurinn svolítið skrýtinn því hvernig á maður að gata spilað af fullum krafti þegar leikur þróast svona."
Fróðleikur
- Liverpool komst áfram í átta liða úrslit samtals 11:2!
- Darwin Núnez skoraði 17. mark sitt á leiktíðinni.
- Bobby Clark skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði 20. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Cody Gakpo er kominn með 13 mörk á sparktíðinni.
- Dominik Szoboszlai er kominn með sjö mörk á ferli sínum hjá Liverpool.
- Mohamed varð fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora 20 mörk eða fleiri á sjö keppnistímabilum í röð!
- Mateusz Musialowski spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan