| Sf. Gutt
Markið sem Alexis Mac Allister skoraði á móti Sheffield United í gærkvöldi var með þeim glæsilegri. Þrumuskot hans við vítateiginn hafnaði uppi í bláhorninu.
Hemsmeistarinn sagðist hafa þurft að skora svona fallegt mark til að afsanna kenningu félaga sinna um að annað glæsimark hans fyrr á keppnistímabilinu hefði verið heppnismark. Hann vísaði þar til marksins sem hann skoraði á móti Fulham með þrumuskoti vel fyrir utan vítateig.
Argentínumaðurinn var spurður um þessi fallegu mörk í viðtali eftir leikinn. Hann hafði meðal annars þetta að segja.
,,Ég veit það ekki alveg. Við vorum einmitt að ræða um það! Bæði mörkin voru mjög falleg. En aðalatriðið var að markið hjálpaði okkur að vinna leikinn. Strákarnir sögðu mér að markið á móti Fulham hefði verið heppnismark. Ég varð að sýna þeim að það var alls ekki neitt heppnismark!"
Félagar Alexis geta hér með hætt að tala um að markið hans á móti Fulham hafi verið einhver heppni! Svo er spurning hvort markið var fallegra.
TIL BAKA
Ekkert heppnismark!

Markið sem Alexis Mac Allister skoraði á móti Sheffield United í gærkvöldi var með þeim glæsilegri. Þrumuskot hans við vítateiginn hafnaði uppi í bláhorninu.

Hemsmeistarinn sagðist hafa þurft að skora svona fallegt mark til að afsanna kenningu félaga sinna um að annað glæsimark hans fyrr á keppnistímabilinu hefði verið heppnismark. Hann vísaði þar til marksins sem hann skoraði á móti Fulham með þrumuskoti vel fyrir utan vítateig.
Argentínumaðurinn var spurður um þessi fallegu mörk í viðtali eftir leikinn. Hann hafði meðal annars þetta að segja.
,,Ég veit það ekki alveg. Við vorum einmitt að ræða um það! Bæði mörkin voru mjög falleg. En aðalatriðið var að markið hjálpaði okkur að vinna leikinn. Strákarnir sögðu mér að markið á móti Fulham hefði verið heppnismark. Ég varð að sýna þeim að það var alls ekki neitt heppnismark!"
Félagar Alexis geta hér með hætt að tala um að markið hans á móti Fulham hafi verið einhver heppni! Svo er spurning hvort markið var fallegra.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga!
Fréttageymslan