| Sf. Gutt
Liverpool fór illa út úr fyrri viðureign sinni við Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liverpool tapaði 0:3 og það á Anfield Road. Leikmenn voru óþekkjanlegir og þetta var versti leikur liðsins í há Herrans tíð.
Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá því í leiknum við Manchester United. Gott var að sjá þá Trent Alexander-Arnold, Diogo Jota og Stefan Bajcetic á bekknum eftir meiðsli.
Leikurinn byrjaði fjörlega. Eins og svo oft vöknuðu leikmenn Liverpool heldur seint og strax á 3. mínútu fékk Mario Pasalic upplagt færi en Caoimhin Kelleher varði ótrúlega með höfðinu í horn. Liverpool rauk í sókn og Darwin Núnez komst inn í vítateig en skot hans var varið. Aftur sótti Liverpool og Alexis Mac Allister átti skot sem fór yfir. Á 26. mínútu fékk Harvey Elliott boltann hægra megin í vítateignum. Hann skaut bogaskoti að marki. Boltinn fór í þverslána, þaðan í stöngina og á ótrúlegan hátt rataði hann ekki í markið.
Eftir þetta missti Liverpool taktinn og ítalska liðið gekk á lagið. Á 38. mínútu kom fyrirgjöf frá hægri á Gianluca Scamacca. Hann skaut við vítateiginn og í markinu endaði boltinn. Caoimhin missti boltann hálfvegis undir sig og hefði átt að verja. Caoimhin bjargaði frábærlega rétt fyrir hálfleik þegar hann varði frá Teun Koopmeiners sem slapp einn inn í vítateig. Ekki góð staða í hálfleik en alls ekki útilokuð miðað við allar endurkomur Liverpool síðustu mánuðina.
Jürgen Klopp skipti þremur leikmönnum inn á í leikhléi. Tíu mínútum eftir hlé munaði reyndar litlu að Liverpool næði að jafna. Darwin náði boltanum við endamörkum og kom honum fyrir markið. Mohamed Salah, sem var einn varamannanna, fékk boltann og náði skoti sem varnarmaður komst fyrir. Egyptinn tók frákastið og skaut í annan gang en nú varði markmaðurinn vel.
En fimm mínútum seinna kom sending frá hægri inn í vítateig Liverpool. Gianluca var gersamlega frír í teignum og skoraði auðveldlega. Hrikalegur varnarleikur. Liverpool náði ekkert að bæta leik sinn og á 83. mínútu átti varamaðurinn Dominik Szoboszlai mislukkaða sendingu á miðjunni. Atalanta færði sér mistökin fullkomlega í nyt. Caoimhin varði fyrra skotið sem hann fékk á sig en hann náði ekki að halda boltanum. Mario var á næstu grösum, fylgdi eftir og skoraði. Þessi orrusta var töpuð!
Óhætt er að segja að þetta tap hafi verið óvænt. Enn óvæntara var að sjá Liverpool spila jafn illa eins og raun bar vitni. Orrustan tapaðist en stríðið er samt ekki alveg tapað því Liverpool vann Atalanta 0:5 á Ítalíu á leiktíðinni 2020/21. En það má mikið vera ef það endurtekur sig.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Konaté, van Dijk, Tsimikas (Robertson 45. mín.), Mac Allister, Endo (Jota 76. mín.), Jones (Szoboszlai 45. mín.), Elliott (Salah 45. mín.), Núnez (Díaz 60. mín.) og Gakpo. Ónotaðir varamenn: Adrián, Gravenberch, Clark, Bajcetic, Alexander-Arnold, Quansah og Bradley.
Atalanta: Musso, Djimsiti, Hien, de Roon, Zappacosta, dos Santos Lourenco da Silva, Pasalic, Ruggeri, Koopmeiners, De Ketelaere (Al Miranchuk 89. mín.) og Scamacca. Ónotaðir varamenn: Tolói, Holm, Touré, Lookman, Bakker, Adopo, Carnesecchi, Rossi, Hateboer og Bonfanti.
Mörk Atalanta: Gianluca Scamacca (38. og 60. mín) og Mario Pasalic (83. mín.).
Gul spjöld: Isak Hien og Matteo Ruggeri.
Áhorfendur á Anfield Road: 59.004.
Maður leiksins: Andrew Roberton kom inn sem varamaður og átti góðar rispur fram völlinn. Var einn örfárra sem sýndi einhvern kraft.
Jürgen Klopp: ,,Þetta gæti alveg verið stysti blaðamannafundur sögunnar. Guð minn góður. Þetta var bara virkilega slæmur leikur!"
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield Road á leiktíðinni.
- Liverpool og Atalanta hafa tvívegis leitt saman hesta sína í Evrópukeppni. Atalanta hefur unnið báða leiki sína á Anfield.
- Þetta var 50. leikur Liverpool á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið 35 af leikjunum.
TIL BAKA
Óvænt tap!
Liverpool fór illa út úr fyrri viðureign sinni við Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liverpool tapaði 0:3 og það á Anfield Road. Leikmenn voru óþekkjanlegir og þetta var versti leikur liðsins í há Herrans tíð.
Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá því í leiknum við Manchester United. Gott var að sjá þá Trent Alexander-Arnold, Diogo Jota og Stefan Bajcetic á bekknum eftir meiðsli.
Leikurinn byrjaði fjörlega. Eins og svo oft vöknuðu leikmenn Liverpool heldur seint og strax á 3. mínútu fékk Mario Pasalic upplagt færi en Caoimhin Kelleher varði ótrúlega með höfðinu í horn. Liverpool rauk í sókn og Darwin Núnez komst inn í vítateig en skot hans var varið. Aftur sótti Liverpool og Alexis Mac Allister átti skot sem fór yfir. Á 26. mínútu fékk Harvey Elliott boltann hægra megin í vítateignum. Hann skaut bogaskoti að marki. Boltinn fór í þverslána, þaðan í stöngina og á ótrúlegan hátt rataði hann ekki í markið.
Eftir þetta missti Liverpool taktinn og ítalska liðið gekk á lagið. Á 38. mínútu kom fyrirgjöf frá hægri á Gianluca Scamacca. Hann skaut við vítateiginn og í markinu endaði boltinn. Caoimhin missti boltann hálfvegis undir sig og hefði átt að verja. Caoimhin bjargaði frábærlega rétt fyrir hálfleik þegar hann varði frá Teun Koopmeiners sem slapp einn inn í vítateig. Ekki góð staða í hálfleik en alls ekki útilokuð miðað við allar endurkomur Liverpool síðustu mánuðina.
Jürgen Klopp skipti þremur leikmönnum inn á í leikhléi. Tíu mínútum eftir hlé munaði reyndar litlu að Liverpool næði að jafna. Darwin náði boltanum við endamörkum og kom honum fyrir markið. Mohamed Salah, sem var einn varamannanna, fékk boltann og náði skoti sem varnarmaður komst fyrir. Egyptinn tók frákastið og skaut í annan gang en nú varði markmaðurinn vel.
En fimm mínútum seinna kom sending frá hægri inn í vítateig Liverpool. Gianluca var gersamlega frír í teignum og skoraði auðveldlega. Hrikalegur varnarleikur. Liverpool náði ekkert að bæta leik sinn og á 83. mínútu átti varamaðurinn Dominik Szoboszlai mislukkaða sendingu á miðjunni. Atalanta færði sér mistökin fullkomlega í nyt. Caoimhin varði fyrra skotið sem hann fékk á sig en hann náði ekki að halda boltanum. Mario var á næstu grösum, fylgdi eftir og skoraði. Þessi orrusta var töpuð!
Óhætt er að segja að þetta tap hafi verið óvænt. Enn óvæntara var að sjá Liverpool spila jafn illa eins og raun bar vitni. Orrustan tapaðist en stríðið er samt ekki alveg tapað því Liverpool vann Atalanta 0:5 á Ítalíu á leiktíðinni 2020/21. En það má mikið vera ef það endurtekur sig.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Konaté, van Dijk, Tsimikas (Robertson 45. mín.), Mac Allister, Endo (Jota 76. mín.), Jones (Szoboszlai 45. mín.), Elliott (Salah 45. mín.), Núnez (Díaz 60. mín.) og Gakpo. Ónotaðir varamenn: Adrián, Gravenberch, Clark, Bajcetic, Alexander-Arnold, Quansah og Bradley.
Atalanta: Musso, Djimsiti, Hien, de Roon, Zappacosta, dos Santos Lourenco da Silva, Pasalic, Ruggeri, Koopmeiners, De Ketelaere (Al Miranchuk 89. mín.) og Scamacca. Ónotaðir varamenn: Tolói, Holm, Touré, Lookman, Bakker, Adopo, Carnesecchi, Rossi, Hateboer og Bonfanti.
Mörk Atalanta: Gianluca Scamacca (38. og 60. mín) og Mario Pasalic (83. mín.).
Gul spjöld: Isak Hien og Matteo Ruggeri.
Áhorfendur á Anfield Road: 59.004.
Maður leiksins: Andrew Roberton kom inn sem varamaður og átti góðar rispur fram völlinn. Var einn örfárra sem sýndi einhvern kraft.
Jürgen Klopp: ,,Þetta gæti alveg verið stysti blaðamannafundur sögunnar. Guð minn góður. Þetta var bara virkilega slæmur leikur!"
Fróðleikur
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield Road á leiktíðinni.
- Liverpool og Atalanta hafa tvívegis leitt saman hesta sína í Evrópukeppni. Atalanta hefur unnið báða leiki sína á Anfield.
- Þetta var 50. leikur Liverpool á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið 35 af leikjunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan