| Sf. Gutt
Tapið gegn Atalanta var óvænt en í dag fékk Liverpool kalda vatnsgusu framan í sig og hana af köldustu gerð. Liverpool tapaði 0:1 fyrir Crystal Palace á Anfield Road. Tapið skerðir möguleikana á Englandsmeistaratitlinum mikið!
Fyrir leik, eins og jafnan á þeim heimaleik sem næstur er 15. apríl, var þeirra sem fórust á Hillsborough minnst með einnar mínútu þögn. The Kop myndaði töluna 97 í stúkunni.
Eftir breytingu á liðinu til að hvíla menn á móti Atalanta var liðinu aftur breytt á þann veg að mætti segja að liðið væri hvað sterkast. Alisson Becker kom í markið eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá leik frá því í byrjun febrúar.
Eins og, næstum því að segja venjulega, voru það mótherjar Liverpool sem gáfu tóninn. Crystal Palace átti fyrstu marktilraunirnar og svo eftir 14 mínútur voru þeir komnir yfir. Frábært samspil endaði með því að Tyrick Mitchell gaf fyrir frá vinstri á Eberechi Eze sem skoraði óvaldaður rétt utan við markteiginn. Lygilegt að Liverpool hafi enn og aftur lent undir!
Liverpool gekk illa að komast í gang og á 18. mínútu datt Virgil van Dijk rétt aftan við miðjuna. Jean-Philippe Mateta slapp einn í gegn og kom boltanum framhjá Alisson en á ótrúlegan hátt náði Andrew Robertson að elta boltann uppi og bjarga á marklínu. Frábært hjá Andrew!
Liverpool fór að ná áttum eftir þetta og á 27. mínútu mátti engu muna að leikar jöfnuðust. Andrew tók horn frá vinstri. Mikill atgangur var við markið sem endaði með því að Wataru Endo átti skot í þverslá. Áfram sótti Liverpool. Aftur gaf Skotinn fyrir. Við fjærstöng klippti Luis Díaz boltann á lofti en á einhvern veginn náði Dean Henderson að bregðast við í markinu og verja. Svo virtist sem Liverpool væri að komast á skrið en samt var Palace yfir í hálfleik.
Wataru var tekinn af velli í hálfleik og Dominik Szoboszlai kom inn. Reyndar byrjaði síðari hálfleikurinn ekki gæfulega og Connor Bradley varð að yfirgefa völlinn eftir þrjár mínútur. Trent Alexander-Arnold kom inn á í fyrsta skipti í margar vikur.
Liverpool hóf nú að vinna almennilega að enn einni endurkomunni og spilaði mun betur en í fyrri hálfleik. Á 55. mínútu féll boltinn fyrir Darwin Núnez við markteiginn. Hann sneri sér snöggt við og þrumaði að marki en því miður fór boltinn of nærri Dean í markinu og hann náði að verja reyndar án þess að vita mikið af því.
Sókn Liverpool þyngdist jafnt og þétt en gestirnir vörðust með kjafti og klóm. Fleiri varamenn voru sendir til leiks og allt reynt. Á 72. mínútu lagði Dominik upp færi fyrir varamanninn Diogo Jota. Portúgalinn náði skoti á markið en bjargað var á línu.
Í kjölfarinu fékk Crystal Palace sitt fyrsta færi í síðari hálfleik. Boltinn var skallaður til Jean-Philippe Mateta sem náði skoti að marki af stuttu færi. Einhvern veginn náði Alisson að slæma hendi í boltann og verja í horn. Svipað og þegar Dean varði í fyrri hálfleik. Litlu síðar brast vörn Palace og Curtis Jones slapp einn í gegn. Hann hugðist skjóta boltanum framhjá Dean sem kom á móti honum en hann hitti ekki markið. Algjört dauðafæri til að jafna en líkt og í síðustu leikjum fór það forgörðum. Curtis hefði betur leikið á Dean í stað þess að skjóta.
Áfram sótti Liverpool en lítið gekk. Þegar komið var fram í viðbótartíma fékk Mohamed Salah færi af stuttu færi en skoti hans var bjargað. Tíminn rann út og um leið fögnuðu stuðningsmenn Crystal Palace sigri. Annað heimatap Liverpool í röð á fjórum dögum!
Þriðji leikurinn í röð vannst ekki vegna þess að Liverpool náði ekki að nýta dauðafæri sem gáfust. Vissulega spilaði Liverpool ekki vel. En samt gáfust upplögð færi til þess að skora. Þetta verður að lagast. Tapið skerðir möguleika Liverpool á Englandsmeistaratitlinum til mikilla muna. En það getur margt gerst í þeim sex umferðum sem eftir eru af deildinni.
Liverpool: Alisson, Bradley (Alexander-Arnold 48. mín.), Konaté, van Dijk, Robertson, Mac Allister, Endo (Szoboszlai 45. mín.), Jones (Elliott 82. mín.), Salah, Núnez (Gakpo 66. mín.) og Díaz (Jota 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Gravenberch og Quansah.
Gult spjald: Curtis Jones.
Crystal Palace: Henderson, Clyne (Ward 77. mín.), Andersen, Lerma, Munoz, A. Wharton, Hughes (Riedewald 77. mín.), Mitchell, Olise (J. Ayew 68. mín.), Mateta (Édouard 90. mín.), Eze (Schlupp 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Tomkins, Ahamada, Matthews og Ozoh.
Mark Palace: Eberechi Eze (14. mín.).
Gult spjald: Jefferson Lerma.
Áhorfendur á Anfield Road: 60.090.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Hann lagði sig allan í verkefnið. Bjargaði ótúlega á línu í fyrri hálfleik og byggði upp flestar af bestu sóknum Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Hvers vegna ættum við að geta unnið deildina ef við spilum eins og fyrri hálfleik? En við getum unnið leiki ef við leikum eins og við gerðum í síðari hálfleik. Unnið leiki og þá myndum við geta verið með í baráttunni til loka leiktíðar og hver veit hvað myndi gerast?"
- Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool á Anfield Road í deildinni frá því í lok október 2022.
- Liverpool hafði fyrir leikinn spilað 28 deildarleiki í röð á Anfield án taps.
- Aðeins í annað sinn á leiktíðinni tókst Liverpool ekki að skora í deildarleik á Anfield.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið 13 leiki við Crystal Palace án taps.
- Í fyrsta skipti frá því í mars 2021 lék Liverpool sinn annan leik í röð á Anfield án þess að skora.
- Liverpool hefur ekki tekist að halda hreinu í síðustu níu deildarleikjum sínum á Anfield.
TIL BAKA
Köld vatnsgusa!
Tapið gegn Atalanta var óvænt en í dag fékk Liverpool kalda vatnsgusu framan í sig og hana af köldustu gerð. Liverpool tapaði 0:1 fyrir Crystal Palace á Anfield Road. Tapið skerðir möguleikana á Englandsmeistaratitlinum mikið!
Fyrir leik, eins og jafnan á þeim heimaleik sem næstur er 15. apríl, var þeirra sem fórust á Hillsborough minnst með einnar mínútu þögn. The Kop myndaði töluna 97 í stúkunni.
Eftir breytingu á liðinu til að hvíla menn á móti Atalanta var liðinu aftur breytt á þann veg að mætti segja að liðið væri hvað sterkast. Alisson Becker kom í markið eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá leik frá því í byrjun febrúar.
Eins og, næstum því að segja venjulega, voru það mótherjar Liverpool sem gáfu tóninn. Crystal Palace átti fyrstu marktilraunirnar og svo eftir 14 mínútur voru þeir komnir yfir. Frábært samspil endaði með því að Tyrick Mitchell gaf fyrir frá vinstri á Eberechi Eze sem skoraði óvaldaður rétt utan við markteiginn. Lygilegt að Liverpool hafi enn og aftur lent undir!
Liverpool gekk illa að komast í gang og á 18. mínútu datt Virgil van Dijk rétt aftan við miðjuna. Jean-Philippe Mateta slapp einn í gegn og kom boltanum framhjá Alisson en á ótrúlegan hátt náði Andrew Robertson að elta boltann uppi og bjarga á marklínu. Frábært hjá Andrew!
Liverpool fór að ná áttum eftir þetta og á 27. mínútu mátti engu muna að leikar jöfnuðust. Andrew tók horn frá vinstri. Mikill atgangur var við markið sem endaði með því að Wataru Endo átti skot í þverslá. Áfram sótti Liverpool. Aftur gaf Skotinn fyrir. Við fjærstöng klippti Luis Díaz boltann á lofti en á einhvern veginn náði Dean Henderson að bregðast við í markinu og verja. Svo virtist sem Liverpool væri að komast á skrið en samt var Palace yfir í hálfleik.
Wataru var tekinn af velli í hálfleik og Dominik Szoboszlai kom inn. Reyndar byrjaði síðari hálfleikurinn ekki gæfulega og Connor Bradley varð að yfirgefa völlinn eftir þrjár mínútur. Trent Alexander-Arnold kom inn á í fyrsta skipti í margar vikur.
Liverpool hóf nú að vinna almennilega að enn einni endurkomunni og spilaði mun betur en í fyrri hálfleik. Á 55. mínútu féll boltinn fyrir Darwin Núnez við markteiginn. Hann sneri sér snöggt við og þrumaði að marki en því miður fór boltinn of nærri Dean í markinu og hann náði að verja reyndar án þess að vita mikið af því.
Sókn Liverpool þyngdist jafnt og þétt en gestirnir vörðust með kjafti og klóm. Fleiri varamenn voru sendir til leiks og allt reynt. Á 72. mínútu lagði Dominik upp færi fyrir varamanninn Diogo Jota. Portúgalinn náði skoti á markið en bjargað var á línu.
Í kjölfarinu fékk Crystal Palace sitt fyrsta færi í síðari hálfleik. Boltinn var skallaður til Jean-Philippe Mateta sem náði skoti að marki af stuttu færi. Einhvern veginn náði Alisson að slæma hendi í boltann og verja í horn. Svipað og þegar Dean varði í fyrri hálfleik. Litlu síðar brast vörn Palace og Curtis Jones slapp einn í gegn. Hann hugðist skjóta boltanum framhjá Dean sem kom á móti honum en hann hitti ekki markið. Algjört dauðafæri til að jafna en líkt og í síðustu leikjum fór það forgörðum. Curtis hefði betur leikið á Dean í stað þess að skjóta.
Áfram sótti Liverpool en lítið gekk. Þegar komið var fram í viðbótartíma fékk Mohamed Salah færi af stuttu færi en skoti hans var bjargað. Tíminn rann út og um leið fögnuðu stuðningsmenn Crystal Palace sigri. Annað heimatap Liverpool í röð á fjórum dögum!
Þriðji leikurinn í röð vannst ekki vegna þess að Liverpool náði ekki að nýta dauðafæri sem gáfust. Vissulega spilaði Liverpool ekki vel. En samt gáfust upplögð færi til þess að skora. Þetta verður að lagast. Tapið skerðir möguleika Liverpool á Englandsmeistaratitlinum til mikilla muna. En það getur margt gerst í þeim sex umferðum sem eftir eru af deildinni.
Liverpool: Alisson, Bradley (Alexander-Arnold 48. mín.), Konaté, van Dijk, Robertson, Mac Allister, Endo (Szoboszlai 45. mín.), Jones (Elliott 82. mín.), Salah, Núnez (Gakpo 66. mín.) og Díaz (Jota 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Gravenberch og Quansah.
Gult spjald: Curtis Jones.
Crystal Palace: Henderson, Clyne (Ward 77. mín.), Andersen, Lerma, Munoz, A. Wharton, Hughes (Riedewald 77. mín.), Mitchell, Olise (J. Ayew 68. mín.), Mateta (Édouard 90. mín.), Eze (Schlupp 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Tomkins, Ahamada, Matthews og Ozoh.
Mark Palace: Eberechi Eze (14. mín.).
Gult spjald: Jefferson Lerma.
Áhorfendur á Anfield Road: 60.090.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Hann lagði sig allan í verkefnið. Bjargaði ótúlega á línu í fyrri hálfleik og byggði upp flestar af bestu sóknum Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Hvers vegna ættum við að geta unnið deildina ef við spilum eins og fyrri hálfleik? En við getum unnið leiki ef við leikum eins og við gerðum í síðari hálfleik. Unnið leiki og þá myndum við geta verið með í baráttunni til loka leiktíðar og hver veit hvað myndi gerast?"
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool á Anfield Road í deildinni frá því í lok október 2022.
- Liverpool hafði fyrir leikinn spilað 28 deildarleiki í röð á Anfield án taps.
- Aðeins í annað sinn á leiktíðinni tókst Liverpool ekki að skora í deildarleik á Anfield.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið 13 leiki við Crystal Palace án taps.
- Í fyrsta skipti frá því í mars 2021 lék Liverpool sinn annan leik í röð á Anfield án þess að skora.
- Liverpool hefur ekki tekist að halda hreinu í síðustu níu deildarleikjum sínum á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan