Nýr búningur kynntur
Liverpool hefur kynnt nýjan aðalbúning fyrir komandi keppnistímabil. Búningurinn er að sjálfsögðu rauður. Á honum eru mjóar gular rendur sem mynda YNWA. Kraginn er breiður í hvítum lit með rauðri rönd í miðju og tveimur mjóum gulum sitt hvoru megin vð þá rauðu.
Buxurnar eru rauðar með hvítu og gulu á hliðum. Sokkarnir eru rauðir með tveimur hvítum þverröndum á miðjum legg ef svo mætti orða það.
Búningurinn er með vísun í búning sem Liverpool klæddist á leiktíðinni 1983/84 þegar liðið varð fyrst enskra liða til að vinna Þrennu. Liðið vann þá enska meistaratitilinn, Deildarbikarinn og Evrópukeppni meistaraliða. Í ár eru einmitt 40 ár frá þessu mikla afreki Liverpool.
Hann minnir líka svolítið á búning sem Liverpool notaði á keppnistímabilinu 1995/96. Sá var einmitt með svona breiðum hvítum kraga.
Markmannsbúningurinn var líka kynntur. Hann er svartur og grár. Annað hvort svartur eða grár með þá munstri með hinum litnum.
Búningurinn verður vígður í síðasta heimaleik Liverpool þegar Wolverhampton Wanderes kemur í heimsókn. Nýr aðalbúningur hefur um árabil verið vígður í síðasta heimaleik.
Hér er hægt að kynna sér nýja aðalbúning Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin