| Sf. Gutt
Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, stýrði liðinu sínu í síðasta sinn á útivelli á mánudagskvöldið gegn Aston Villa á Villa Park. Liðin skildu jöfn 3:3. Eftir leikinn var Jürgen hylltur af þúsundum stuðningsmanna Liverpool sem sungu honum til heiðurs og klöppuðu honum lof í lófa. Jürgen var spurður eftir leik hvernig honum hafi fundist móttökur stuðningsmanna Liverpool þegar flautað var til leiksloka.
,,Ég hef alltaf notið þeirra og ég naut þeirra í dag. Ennþá líður mér ekki eins og þetta hafi verið síðasti útileikurinn. Ég veit að þetta var sá síðasti en mér finnst það ekki vera svo. Ég er kannski ennþá faglegri en ég hélt því ég hugsaði ekki um neitt annað en leikinn á maðan á honum stóð. Ég hugsaði ekki eina sekúndu um að þetta væri síðasti útileikurinn eða hvernig það allt var og er. Nei, ég lifði mig algjörlega inn í leikinn."
Jürgen sagðist mjög þakklátur þeim stuðningsmönnum Liverpool, sem hefðu fylgt liðinu á útivelli á valdatíma hans. Hann segir samband sitt við þá dásamlegt.
,,En ég er mjög þakklátur þessum strákum og stelpum fyrir það sem þau hafa verið að gera. Þeir sem hafa fylgt liðinu í útileiki hafa alltaf verið algjörlega frábærir. Allt sem sem þeir hafa gert fyrir okkur hvar svo sem við höfum verið staddir. Við höfum sannarlega beðið fólkið um að ferðast vítt og breitt með okkur í gegnum árin. Við eigum og höfum átt dásamlegt samband! Ég hef alltaf reynt að sýna þakklæti mitt og strákarnir sýndu líka þakklæti með því hvernig þeir spiluðu í dag."
Það mátti vel greina eftir leikinn á Villa Park að Jürgen Klopp var snortinn af viðtökum stuðningsmanna Liverpool. Á sunnudaginn verður kveðjustund á Anfield Road. Það er hætt við að kveðjustundin þar verði hjartnæm í meira lagi!
TIL BAKA
Dásamlegt samband!
Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, stýrði liðinu sínu í síðasta sinn á útivelli á mánudagskvöldið gegn Aston Villa á Villa Park. Liðin skildu jöfn 3:3. Eftir leikinn var Jürgen hylltur af þúsundum stuðningsmanna Liverpool sem sungu honum til heiðurs og klöppuðu honum lof í lófa. Jürgen var spurður eftir leik hvernig honum hafi fundist móttökur stuðningsmanna Liverpool þegar flautað var til leiksloka.
,,Ég hef alltaf notið þeirra og ég naut þeirra í dag. Ennþá líður mér ekki eins og þetta hafi verið síðasti útileikurinn. Ég veit að þetta var sá síðasti en mér finnst það ekki vera svo. Ég er kannski ennþá faglegri en ég hélt því ég hugsaði ekki um neitt annað en leikinn á maðan á honum stóð. Ég hugsaði ekki eina sekúndu um að þetta væri síðasti útileikurinn eða hvernig það allt var og er. Nei, ég lifði mig algjörlega inn í leikinn."
Jürgen sagðist mjög þakklátur þeim stuðningsmönnum Liverpool, sem hefðu fylgt liðinu á útivelli á valdatíma hans. Hann segir samband sitt við þá dásamlegt.
,,En ég er mjög þakklátur þessum strákum og stelpum fyrir það sem þau hafa verið að gera. Þeir sem hafa fylgt liðinu í útileiki hafa alltaf verið algjörlega frábærir. Allt sem sem þeir hafa gert fyrir okkur hvar svo sem við höfum verið staddir. Við höfum sannarlega beðið fólkið um að ferðast vítt og breitt með okkur í gegnum árin. Við eigum og höfum átt dásamlegt samband! Ég hef alltaf reynt að sýna þakklæti mitt og strákarnir sýndu líka þakklæti með því hvernig þeir spiluðu í dag."
Það mátti vel greina eftir leikinn á Villa Park að Jürgen Klopp var snortinn af viðtökum stuðningsmanna Liverpool. Á sunnudaginn verður kveðjustund á Anfield Road. Það er hætt við að kveðjustundin þar verði hjartnæm í meira lagi!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan