| Sf. Gutt
Liverpool vs Wolverhampton Wanderes
Jürgen Klopp kveður Liverpool Football Club á morgun þegar Liverpool mætir Wolverhampton Wanderes. Varla hefur Liverpool spilað leik þar sem einn einstaklingur hefur verið svo mikið í sviðsljósinu eins og Jürgen Klopp verður fyrir á meðan og eftir leikinn.
Dásamlegri vegferð Jürgen Klopp og Liverpool Football Club er að ljúka. Reyndar heldur vegferðin áfram í einhverri mynd um ókomin ár. En í síðasta sinn mun þessi einstaki Þjóðverji stýra Liverpool í opinberum knattspyrnuleik. Þeir hafa verið margir og á ýmsu hefur gengið. En vegferðin hefur verið fallegt ævintýri. Sigrar, ósigrar, titlar og ótrúlegir leikir! Vegferðin hefur ekki bara farið fram inni á vellinum og utan vallar hefur margt gerst. Orð ná varla utan um þessi ár sem Jürgen Klopp hefur verið framkvæmdastjóri Liverpool. Ekki bara framkvæmdastjóri heldur líka leiðtogi í öllum skilningi þess orðs!
Ég veit hver verður maður dagsins og leiksins! Jürgen Klopp! ,,Enginn er stærri en en félagið!" Þetta sagði Kenny Dalglish einu sinni og enginn skyldi mótmæla Kónginum en Jürgen Klopp kemst næst því þessa dagana. Valdatími hans á Anfield er kominn í annála Liverpool Football Club og verður þar!
Enginn er stærri en félagið og það sendur. Liverpool endar leiktíðina á móti Wolves á morgun. Ég spái því að Liverpool vinni 4:0. Mohamed Salah skorar tvö. Harvey Elliott og Virgil van Dijk skora líka. Áfram Liverpool!
YNWA!
Takk Jürgen Norbert Klopp!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Wolverhampton Wanderes
Jürgen Klopp kveður Liverpool Football Club á morgun þegar Liverpool mætir Wolverhampton Wanderes. Varla hefur Liverpool spilað leik þar sem einn einstaklingur hefur verið svo mikið í sviðsljósinu eins og Jürgen Klopp verður fyrir á meðan og eftir leikinn.
Dásamlegri vegferð Jürgen Klopp og Liverpool Football Club er að ljúka. Reyndar heldur vegferðin áfram í einhverri mynd um ókomin ár. En í síðasta sinn mun þessi einstaki Þjóðverji stýra Liverpool í opinberum knattspyrnuleik. Þeir hafa verið margir og á ýmsu hefur gengið. En vegferðin hefur verið fallegt ævintýri. Sigrar, ósigrar, titlar og ótrúlegir leikir! Vegferðin hefur ekki bara farið fram inni á vellinum og utan vallar hefur margt gerst. Orð ná varla utan um þessi ár sem Jürgen Klopp hefur verið framkvæmdastjóri Liverpool. Ekki bara framkvæmdastjóri heldur líka leiðtogi í öllum skilningi þess orðs!
Ég veit hver verður maður dagsins og leiksins! Jürgen Klopp! ,,Enginn er stærri en en félagið!" Þetta sagði Kenny Dalglish einu sinni og enginn skyldi mótmæla Kónginum en Jürgen Klopp kemst næst því þessa dagana. Valdatími hans á Anfield er kominn í annála Liverpool Football Club og verður þar!
Enginn er stærri en félagið og það sendur. Liverpool endar leiktíðina á móti Wolves á morgun. Ég spái því að Liverpool vinni 4:0. Mohamed Salah skorar tvö. Harvey Elliott og Virgil van Dijk skora líka. Áfram Liverpool!
YNWA!
Takk Jürgen Norbert Klopp!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan