| Sf. Gutt

Segja má að Xabi Alonso hafi átt draumakeppnistímabil með Bayer Leverkusen. Liðið vann tvöfalt í Þýskalandi og tapaði ekki einum einasta leik í þýsku deildinni. Það hefur ekki áður gerst eftir að Bundes deildin var stofnuð í Vestur Þýskalandi fyrir keppnistímabilið 1963/64. Leiknir eru 38 leikir í deildinni. Einstakt afrek!
Þetta var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Bayer Leverkusen verður Þýskalandsmeistari. Liðið batt enda á sigurgöngu Bayern Munchen sem hafði unnið titilinn 11 ár í röð.
Bayer Leverkusen vann líka sigur í þýsku bikarkeppninni. Liðið mætti Kaiserslautern í úrslitum og vann 1:0. Þetta var í annað sinn sem Bayer vinnur bikarkeppnina.
Bayer hefði getað unnið Þrennu en tapaði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni fyrir Atalanta. Ítalska liðið vann 3:0. Þetta var eina tap Bayer á allri leiktíðinni.
Eftir að Jürgen Klopp tilkynnti um starfslok sín hjá Liverpool töldu margir að Xabi Alonso yrði arftaki hans. Svo varð ekki.
TIL BAKA
Ótrúlegt afrek hjá Xabi Alonso!

Segja má að Xabi Alonso hafi átt draumakeppnistímabil með Bayer Leverkusen. Liðið vann tvöfalt í Þýskalandi og tapaði ekki einum einasta leik í þýsku deildinni. Það hefur ekki áður gerst eftir að Bundes deildin var stofnuð í Vestur Þýskalandi fyrir keppnistímabilið 1963/64. Leiknir eru 38 leikir í deildinni. Einstakt afrek!
Þetta var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Bayer Leverkusen verður Þýskalandsmeistari. Liðið batt enda á sigurgöngu Bayern Munchen sem hafði unnið titilinn 11 ár í röð.
Bayer Leverkusen vann líka sigur í þýsku bikarkeppninni. Liðið mætti Kaiserslautern í úrslitum og vann 1:0. Þetta var í annað sinn sem Bayer vinnur bikarkeppnina.
Bayer hefði getað unnið Þrennu en tapaði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni fyrir Atalanta. Ítalska liðið vann 3:0. Þetta var eina tap Bayer á allri leiktíðinni.
Eftir að Jürgen Klopp tilkynnti um starfslok sín hjá Liverpool töldu margir að Xabi Alonso yrði arftaki hans. Svo varð ekki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan