| Sf. Gutt
Segja má að Xabi Alonso hafi átt draumakeppnistímabil með Bayer Leverkusen. Liðið vann tvöfalt í Þýskalandi og tapaði ekki einum einasta leik í þýsku deildinni. Það hefur ekki áður gerst eftir að Bundes deildin var stofnuð í Vestur Þýskalandi fyrir keppnistímabilið 1963/64. Leiknir eru 38 leikir í deildinni. Einstakt afrek!
Þetta var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Bayer Leverkusen verður Þýskalandsmeistari. Liðið batt enda á sigurgöngu Bayern Munchen sem hafði unnið titilinn 11 ár í röð.
Bayer Leverkusen vann líka sigur í þýsku bikarkeppninni. Liðið mætti Kaiserslautern í úrslitum og vann 1:0. Þetta var í annað sinn sem Bayer vinnur bikarkeppnina.
Bayer hefði getað unnið Þrennu en tapaði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni fyrir Atalanta. Ítalska liðið vann 3:0. Þetta var eina tap Bayer á allri leiktíðinni.
Eftir að Jürgen Klopp tilkynnti um starfslok sín hjá Liverpool töldu margir að Xabi Alonso yrði arftaki hans. Svo varð ekki.
TIL BAKA
Ótrúlegt afrek hjá Xabi Alonso!
Segja má að Xabi Alonso hafi átt draumakeppnistímabil með Bayer Leverkusen. Liðið vann tvöfalt í Þýskalandi og tapaði ekki einum einasta leik í þýsku deildinni. Það hefur ekki áður gerst eftir að Bundes deildin var stofnuð í Vestur Þýskalandi fyrir keppnistímabilið 1963/64. Leiknir eru 38 leikir í deildinni. Einstakt afrek!
Þetta var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Bayer Leverkusen verður Þýskalandsmeistari. Liðið batt enda á sigurgöngu Bayern Munchen sem hafði unnið titilinn 11 ár í röð.
Bayer Leverkusen vann líka sigur í þýsku bikarkeppninni. Liðið mætti Kaiserslautern í úrslitum og vann 1:0. Þetta var í annað sinn sem Bayer vinnur bikarkeppnina.
Bayer hefði getað unnið Þrennu en tapaði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni fyrir Atalanta. Ítalska liðið vann 3:0. Þetta var eina tap Bayer á allri leiktíðinni.
Eftir að Jürgen Klopp tilkynnti um starfslok sín hjá Liverpool töldu margir að Xabi Alonso yrði arftaki hans. Svo varð ekki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan