Fulltrúar Liverpool á EM
Tíundi og síðasti fulltrúi Liverpool á Evrópumótinu í Þýskalandi er hér kynntur til sögunnar. Vitezslav Jaros er efnilegasti markmaður Tékklands.
Nafn: Vitezslav Jaros.
Fæðingardagur: 23. júlí 2001.
Fæðingarstaður: Príbram í Tékklandi.
Staða: Markmaður.
Félög á ferli: Liverpool (2020-??), St Patrick's Athletic, lán, 2021, Notts County, lán, 2022, Stockport County, lán, 2022–2023 og Sturm Graz, lán, (2024).
Fyrsti landsleikur: 7. júní 2025 gegn Möltu.
Landsleikjafjöldi: 1.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 1.
Mörk fyrir Liverpool: 0.
Stoðsendingar: 0.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Í janúar fór Vitezslav í lán til austurríska liðsins Sturm Graz og spilaði þar til vors. Honum hefði ekki getað gengið betur því Sturm Graz vann bæði deildina og bikarkeppnina í Austurríki.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann er stór og stæðilegur markmaður.
Hver er staða Vitezslav í landsliðinu? Hann var fyrst valinn í aðallandslið Tékka í mars.
Hvað um Tékkland? Tékkland er með gott lið en liðið er ekki meðal sterkustu liða mótsins.
Vissir þú? Vitezslav hefur unnið þrjá stórtitla á ferli sínum. Fyrst bikarmeistari á Írlandi og svo deildar- og bikarmeistari í Austurríki.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!