| Sf. Gutt

Af EM

Nú er 16 liða úrslitum Evrópumóts landsliða lokið. Sviss, Þýskaland, England, Spánn, Frakkland, Portúgal, Holland og Tyrkland eru komin áfram í átta liða úrslit. 

Hvorugur af leikmönnum Liverpool kom við sögu þegar England marði Slóvakíu 2:1 eftir framlengingu. Enskir sluppu vel með að komast áfram.

Fulltrúi Liverpool í franska liðinu sat á bekknum allan tímann þegar Frakkar unnu Belgíu 1:0. Frakkar halda sínu striki. 

Diogo Jota kom inn sem varamaður í leik Portúgals og Slóveníu. Diogo stóð fyrir sínu. Portúgal vann 3:0 í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum sjálfum lauk án marka. 


Cody Gakpo heldur áfram á sömu braut. Hann kom Hollandi yfir á móti Rúmeníu í kvöld. Hann lagði svo upp annað mark Hollands á snjallan hátt fyrir Donyell Malen. Donyell skoraði aftur og innsiglaði öruggan 3:0 sigur Hollendinga. Virgil van Dijk var góður í vörninni. Ryan Gravenberch var á bekknum.

Cody var frábær í leiknum. Hann er nú búinn að skora þrjú mörk á mótinu. Hann er jafn Slóvakanum Ivan Schranz og Þjóðverjanum Jamal Musiala sem markahæsti leikmaður á mótinu. Cody hefur líka átt eina stoðsendingu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan