| Sf. Gutt
TIL BAKA
Til hamingju!
Í dag 2. september eru 111 ár liðin frá því William Shankly fæddist í skoska námuþorpinu Glenbuck. Hann átti eftir að verða goðsögn í lifanda lífi og gott betur en það.
Bill var harðskeyttur knattspyrnumaður og lék með Carlisle United og Preston North End. Hjá Preston var hann gríðarlega vinsæll og einn allra besti leikmaður liðsins. Hann vann F.A. bikarinn með liðinu 1938. Síðar var ein stúkan á Deepdale, heimavelli Preston, nefnd í höfuðið á honum. Bill komst í skoska landsliðið og lék fimm leiki með því.
Bill hafði gríðarlega mikinn áhuga á knattspyrnu og metnað. Það kom því ekki á óvart að hann reyndi fyrir sér sem framkvæmdastjóri. Hann var búinn að stjórna Carlisle United, Grimsby Town, Workington og Huddersfield Town áður enn hann var ráðinn til Liverpool 1. desember 1959.
Bill hafði ekki náð ýkja miklum árangri með þau félög sem hann hafði stjórnað áður en hann kom til Liverpool en þar gekk allt upp. Liverpool var reyndar í annarri deild þegar Bill kom þangað og hafði verið í henni frá því 1954. Liverpool fór upp í efstu deild vorið 1962 og eftir það fylgdi mikil velgengni. Liverpool varð enskur meistari 1964, 1966 og 1973. F.A. bikarinn vannst 1965 í fyrsta skipti í sögu félagsins og aftur 1974. Árið 1973 stýrði Bill Liverpool í fyrsta sinn til sigurs í Evrópukeppni en þá vannst Evrópukeppni félagsliða eftir 3:2 samanlagðan sigur á Borussia Moenchengladbach. Skjöldurinn vannst 1964, 1965 og 1966.
Sumarið 1974 sagði Bill Shankly starfi sínu lausu og kom afsögn hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann lést í Liverpool 29. september 1981.
Bill Shankly var alla tíð gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool og það var svo sem ekkert undarlegt. Hann dró liðið upp í efstu deild og gerði það að stórveldi í ensku knattspyrnunni. En það var ekki bara árangur liðsins sem gerði hann vinsælan. Bill náði að gera félagið, leikmenn liðsins og stuðningsmenn þess að einni heild, Rauða hernum! Bill varð, með heiðarleika og orðkyngi, fulltrúi og holdgervingur félagsins og alls þess sem því tengdist. Því hlutverki hélt hann löngu eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri og reyndar heldur hann því enn þann dag í dag og mun gera um ókomna tíð.
Bill var harðskeyttur knattspyrnumaður og lék með Carlisle United og Preston North End. Hjá Preston var hann gríðarlega vinsæll og einn allra besti leikmaður liðsins. Hann vann F.A. bikarinn með liðinu 1938. Síðar var ein stúkan á Deepdale, heimavelli Preston, nefnd í höfuðið á honum. Bill komst í skoska landsliðið og lék fimm leiki með því.
Bill hafði gríðarlega mikinn áhuga á knattspyrnu og metnað. Það kom því ekki á óvart að hann reyndi fyrir sér sem framkvæmdastjóri. Hann var búinn að stjórna Carlisle United, Grimsby Town, Workington og Huddersfield Town áður enn hann var ráðinn til Liverpool 1. desember 1959.
Bill hafði ekki náð ýkja miklum árangri með þau félög sem hann hafði stjórnað áður en hann kom til Liverpool en þar gekk allt upp. Liverpool var reyndar í annarri deild þegar Bill kom þangað og hafði verið í henni frá því 1954. Liverpool fór upp í efstu deild vorið 1962 og eftir það fylgdi mikil velgengni. Liverpool varð enskur meistari 1964, 1966 og 1973. F.A. bikarinn vannst 1965 í fyrsta skipti í sögu félagsins og aftur 1974. Árið 1973 stýrði Bill Liverpool í fyrsta sinn til sigurs í Evrópukeppni en þá vannst Evrópukeppni félagsliða eftir 3:2 samanlagðan sigur á Borussia Moenchengladbach. Skjöldurinn vannst 1964, 1965 og 1966.
Sumarið 1974 sagði Bill Shankly starfi sínu lausu og kom afsögn hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann lést í Liverpool 29. september 1981.
Bill Shankly var alla tíð gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool og það var svo sem ekkert undarlegt. Hann dró liðið upp í efstu deild og gerði það að stórveldi í ensku knattspyrnunni. En það var ekki bara árangur liðsins sem gerði hann vinsælan. Bill náði að gera félagið, leikmenn liðsins og stuðningsmenn þess að einni heild, Rauða hernum! Bill varð, með heiðarleika og orðkyngi, fulltrúi og holdgervingur félagsins og alls þess sem því tengdist. Því hlutverki hélt hann löngu eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri og reyndar heldur hann því enn þann dag í dag og mun gera um ókomna tíð.
Alla tíð frá því Bill lét af störfum hefur Liverpool verið í fremstu röð á Englandi og Evrópu. Liverpool Football Club er reyndar og hefur verið stórveldi í heimsknattspyrnunni. Bill Shankly lagði allra manna mest grunninn að stórveldinu og sú staðreynd mun aldrei gleymast!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan