Þriðji búningur Liverpool kynntur!
Liverpool Football Club hefur kynnt þriðja búning sinn fyrir keppnistímabilið sem fer nú er nýhafið. Litirnir eru hefðbundnir fyrir varabúning.
Treyjan og sokkarnir eru hvítir og buxurnar svartar. Félagsmerkið er rautt. Líningar og kragi eru í rauðum og gulum lit. Nike markið snýr ekki þvert eins og venjulega heldur er lóðrétt á búningnum. Sú útfærsla á að vísa til þess uppgangs sem hefur verið í kvennaknattspyrnu síðustu árin. Á myndinni að ofan er Taylor Hinds leikmaður kvennaliðs Liverpool í nýja búningnum. Varamarkmannsbúningur Liverpool er skærgænn frá toppi til táar.
Þetta eru hefðbundnir litir í varabúningi Liverpool. Liverpool spilaði í hvítum treyjum og svörtum buxum í áratugi. Það er því óhætt að segja að búningurinn sé í anda gömlu varabúninga Liverpool. Hér að ofan sést Bob Paisley í varabúningi Liverpool um 1950. Hvít treyja og svartar buxur.
Liverpool hefur af og til á seinni árum notað þetta litaval á varabúningum. Síðast á meistaraleiktíðinni 2019/20. Hér að ofan sést sá búningur. Reyndar voru buxurnar svarbláar en samt í dökkum lit.
Hér er hægt að kynna sér nýja þriðja búning Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin