Það fjölgar í hópnum
Enn fjölgar í leikmannahópi Liverpool. Þrír leikmenn eru komnir til Bandaríkjanna eftir frí í kjölfar Evrópukeppni landsliða. Um er að ræða þá Diogo Jota, Ibrahima Konate og Ryan Gravenberch.
Diogo kom ekki ýkja mikið við sögu í leikjum Portúgals í Þýskalandi. Hann var aldrei í byrjunarliðinu en tók þátt í þremur leikjum. Þeir Ibrahima og Ryan spiluðu ekkert með Frakklandi og Hollandi á EM. Þeir þrír ættu því ekki að vera mjög lúnir eftir Evrópumótið.
Nú eru bara þeir leikmenn ókomnir sem spiluðu lengst í Evrópukeppni landsliða og Suður Ameríkukeppninni. Þeir fengu skiljanlega lengra frí en aðrir.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin