Frábært að koma til Liverpool!
Xabi Alonso stýrir Þýskalandsmeisturum og bikarmeisturum Þýskalands á gamla heimavellinum sínum á morgun. Hann segir frábært að koma til Liverpool.
,,Það er sannarlega frábært að koma hingað. Það er alltaf jafn gaman að koma við hérna eftir að hafa verið í burtu síðustu árin. Maður tekur vel eftir því hversu vel félagið hefur þróast. Nýja Anfield Road stúkan er til dæmis glæsileg. Á morgun er svo stórleikur framundan á móti Liverpool, sem er í mjög góðu formi, í Meistaradeildinni. Leikirnir gerast ekki mikilvægari og við hlökkum til morgundagsins."
Xabi hefur komið til Liverpool eftir að hann fór í burtu og tekið þátt í leikjum goðsagnarliðs Liverpool. En þetta verður í fyrsta sinn sem hann stýrir liði á Anfield. Við hvaða móttökum býst hann?
,,Það eru frábærir leikmenn í liði Liverpool og eins okkar. Ég hlakka mikið til leiksins. Það er mikil áskorun fyrir okkur að spila hérna. Á þessum tímapunkti er Liverpool líklega eitt af bestu liðum Evrópu. Hugsanlega það besta. Liðið hefur sýnt það í Meistaradeildinni og eins í Úrvalsdeildinni á Englandi sem er mjög sterk deild. Liðshópurinn er góður og þjálfarinn líka. Það reynir alltaf á að spila á Anfield eg ég held að við allir hlökkum til. Alla vega gera leikmennirnir það. Við sjáum hvað gerist á morgun. Þetta snýst ekki um mig. Aðalatriðið verður að sjá hvernig leikmönnunum gengur að fást við allar þær tilfinningar sem fylgja því að spila á þessum velli."
Xabi spilaði með Liverpool frá 2004 til 2009. Hver er besta minning hans frá ferli hans hjá Liverpool?
,,Sennilega er þetta ekki mjög frumlegt svar. Ég er enn spurður, næstum tuttugu árum seinna, um kvöldið sem kraftaverkið átti sér stað. Það eru stórkostlegar minningar tengdar leiknum við Milan og því sem við afrekuðum. Ég tala kannski ekki mikið um þann leik því mér finnst gaman að tala um það sem er að gerast hjá okkur núna. En vissulega stendur það sem gerðist í Istanbúl upp úr á ferli mínum hjá Liverpool."
Það verður sannarlega spennandi að sjá hvernig leikur Liverpool og Bayern Leverkusen þróast. Xabi hefði tæknilega séð getað verið að stjórna Liverpool á morgun. Hann valdi að vera áfram hjá Leverkusen og vann þýsku deildina, bikarkeppnina og Stórbikar Þýskalands. Arne Slot fékk starfið sem margir vildu að Xabi hefði verið ráðinn í þegar það var á lausu. Honum hefur gengið allt í haginn frá því hann tók við Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!