Hlýrra uppi í stúku!
Arne Slot, framkvæmdastjóri Liverpool, mátti sitja uppi í stúku þegar Liverpol mætti Southampton í Deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. Hann sat af sér eins leiks bann eftir að hafa fengið fimm gul spjöld frá því leiktíðin hófst. Það var rok og rigning á suðurströndinni. Arne sagði að það hefði verið hlýrra og notalegra uppi í stúku en niðri á hliðarlínunni.
,,Þetta var ekki auðveldur leikur í þessum mikla vindi sem var en sigurinn var mikilvægur. Við stefnum á að verja bikarinn sem liðið vann á síðasta keppnistímabili undir stjórn Jürgen Klopp. Ég átti auðvitað ekki neinn þátt í því er en margir af leikmönnum Liverpool sem unnu bikarinn á síðustu leiktíð eru ennþá hérna. Liverpool á að berjast um alla bikara sem eru í boði."
Sipke Hulshoff, nánasti aðstoðarmaður Arne Slot stýrði Liverpool af hliðarlínunni. Honum tókst greinilega vel upp því Liverpool vann!
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United