| Sf. Gutt

Erum staðfastir í baráttunni

Alexis Mac Allister segir að þrá leikmanna Liverpool eftir því að vinna titla drífi menn áfram í baráttunni. Hann vonast til að leikmenn nái að halda sínu striki til loka leiktíðar. 

,,Ég held að það sé þrá okkar eftir því að vinna titla. Við vitum að við eigum kannski möguleika á að vinna eitthvað á leiktíðinni og þess vegna leggjum við mjög hart að okkur. Vonandi náum við að halda okkar striki."

Alexis kom Liverpool tveimur mörkum yfir. Hann sagðist vera mjög ánægður með að skora markið mikilvæga. 

,,Við byrjuðum síðari hálfleik ekki eins og við vildum helst gera. En það var gaman að skora því mér finnst gaman að komast í þessar stöður sem ég var í. Það kemur alveg fyrir að ég fæ ekki boltann en núna gaf Mo á mig. Ég er mjög ánægður með það."

Leikjaálagið er búið að vera gríðarlega mikið hjá Liverpool það sem af er ársins. Liverpool fær nú langþráð frí því leikið er í FA bikarnum um komandi helgi. Heimsmeistarinn segir kærkomið að fá frí um helgina.  

,,Sannarlega verður gott að frá því og við þurfum á því að halda. Við höfum verið að spjalla saman og okkur ber saman um að við finnum fyrir þreytu. Það verður gott að geta hvílt sig og fengið svolítið frí."

Staða Liverpool er mjög góð í deildinni. Það er þó mikið eftir enn. En vonandi nær Liverpool að halda sínu striki. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan