| Sf. Gutt

Goðsagnaleikur í uppsiglingu

Goðsagnir Liverpool mæta til leiks á Anfield Road á morgun. Goðsagnaleikur hefur verið á dagskrá á þessum árstíma síðustu árin. Mótherjarnir eru að þessu sinni frá Englandi. Chelsea verða gestir morgundagsins. 

Markmenn



Jerzy Dudek

Sander Westerveld

David James

Varnarmenn

Sami Hyypia

Fabio Aurelio

Ragnar Klavan

Bjorn Tore Kvarme

Gregory Vignal



Martin Kelly

Martin Skrtel

Miðjumenn



Steven Gerrard

Momo Sissoko

Igor Biscan

Jay Spearing

Mark Gonzalez

Albert Riera

Yossi Benayoun

Framherjar



Peter Crouch

Dirk Kuyt

Ryan Babel



Natasha Dowie

Djibril Cisse

Florent Sinama Pongolle

Í fyrsta sinn spilar kona í goðsagnaliði Liverpool. Framherjinn Natasha Dowie er sú sem brýtur blað í sögu þessara leikja. Hún spilaði um árabil með kvennaliði Liverpool og er markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hún varð Englandsmeistari með Liverpool 2013 og 2014. 

Allur ágóði af leiknum fer eins og venjulega til LFC foundation sem er góðgerðarfélag félagsins. Félagið styrkir mál af ýmsu tagi. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan