Umsagnir
Nú er allt eins og það á að vera stendur á góðum stað ef minnið bregst ekki. Evrópumeistararnir hófu titilvörn sína í liðinni viku. Vörnin hófst í óvenjulegri Bretlandsorrustu. Sú orrusta vakti mikla athygli og matsmenn BBC létu sig ekki vanta á Anfield Road.
Jose Reina: Maðurinn sem Liverpool keypti á átta milljónir sterlingspunda í sumar virkaði öruggur og stjórnaði öllu í kringum sig í þau fáu skipti sem hann var kallaður til verka. Einkunn: 7.
Steve Finnan: Rólegur og yfirvegaður þá sjaldan að hann þurfti að taka á. Hann beitti sér í sókninni þegar hann gat. Einkunn: 7.
Sami Hyypia: Einn af náðugustu Evrópuleikjum sem finnski miðvörðurinn hefur tekið þátt í. Einkunn: 7.
Jamie Carragher - 7: Leikmaður síðustu leiktíðar hjá félaginu. Lenti aldrei í vandræðum. Einkunn: 7.
Stephen Warnock: Hafði lítið að gera í vörninni og var ógnandi þegar hann brá sér í sóknina. Einkunn: 7.
Darren Potter - 7: Fékk tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Hann var duglegur og átti góðar sendingar af hægri kantinum. Einkunn: 7.
Xabi Alonso: Kæruleysisleg sending ól af sér sjaldgæft færi sem T.N.S. fékk. Leikskilningur hans og harðar tæklingar áttu vel heima við hliðina á Steven Gerrard. Einkunn: 7.
Steven Gerrard: Hafi einhver efast um hollustu hans þá þurrkaði hann allar efasemdir út með þremur fínum mörkum og dæmigerðum kraftmiklum leik. Einkunn: 9.
John Arne Riise: Lagði upp fyrsta markið. Norðmaðurinn var að venju kraftmikill og sókndjarfur á vinstri kantinum. Einkunn: 7.
Anthony Le Tallec: Hann fékk það hlutverk að sýna Rafael Benitez hvað hann gæti. En fyrir utan að skalli hans var varinn þá er líklegt að hann hafi ekki verið ánægður með hversu lítt áberandi hann var. Einkunn: 6.
Fernando Morientes - 6: Kraftur hans í háloftunum mun verða þeim Rauðu að vopni. En hann var ekki vel vakandi og misnotaði færi sem hann hefði átt að nýta. Einkunn: 6.
Boudewijn Zenden (leysti Stephen Warnock af eftir 64 mínútur): Hann skorti snerpu og fyrirgjafir hans hefðu getað verið betri. En það er of snemmt að dæma hann því hann er enn að koma sér fyrir hjá nýju félagi. Einkunn: 6.
Djibril Cisse (leysti Darren Potter af á 76. mínútu): Hann kom til leiks við gríðarlegan fögnuð áhorfenda og hleypti lífi í þá Rauðu með leifturhraða sínum. Einkunn: 8.
Það þurfti ekki að koma á óvart að Steven Gerrard var talinn besti maður Evrópumeistaranna. Stuðningsmenn Liverpool vildu sjá fleiri mörk en meðaleinkunn Evrópumeistaranna, á fyrsta prófinu eftir gleðivímuna í Istanbúl, verður að teljast í betra lagi! Sé gefið í heilum tölum fær liðið sjö!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!