Jamie Carragher á að skora þrjú í vetur!
Jamie Carragher skorað fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í sex og hálft ár þegar Liverpool vann Kaunas 3:1 í kvöld. Jamie skoraði síðast fyrir Liverpool í janúar 1999 þegar Liverpool lagði Southampton 7:1 á Anfield Road. Um leið var þetta fyrsta mark Carra á þessari öld! Hann var nærri búinn að skora gegn T.N.S. í síðustu viku en í kvöld kom langþráð mark! Þetta var aðeins þriðja markið sem Jamie skorar í 363 leikjum fyrir Liverpool.
Rafael var ánægður eftir leikinn: "Mér fannst þetta vera góð úrslit fyrir okkur. Þegar þeir skoruðu varð ég dálítið áhyggjufullur en ég hef alltaf mikla trú á mínu liði. Við skoruðum þrjú mörk og hefðum getað bætt nokkrum við undir lokin þegar við misnotuðum nokkur dauðafæri. En 3:1 dugar okkur og við munum halda áfram að bæta okkur eftir því sem við spilum fleiri leiki."
Um mark Carra sagði Rafa: "Ég sagði Carra fyrir leikinn að hann yrði að skora þrjú mörk á þessu tímabili. Hann er þegar byrjaður!"
Um meiðsli Steven Gerrard sagði hann svo: "Steven á við smá vandræði í vöðva að stríða en það er ekkert alvarlegt. Við ákváðum að skipta til öryggis."
Milan Baros var ekki í leikmannahópnum: "Ég er heppinn framkvæmdastjóri. Ég er með marga góða sóknarmenn og get látið þá skiptast á. Við eigum marga möguleika."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!