Sigur í Litháen
Liverpool vann sigur 3:1 á Kaunas í Litháen í kvöld. Evrópumeistararnir lentu undir en sneru leiknum sér í hag og unnu öruggan sigur. Peter Crouch var valinn í byrjunarliðið og spilaði sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool. Mohamed Sossoko lék líka sinn fyrsta leik en hann kom til leiks sem varamaður í síðari hálfleik.
Liverpool hóf leikinn rólega og leikmenn liðsins voru ef til vill aðeins of værukærir. Að minnsta kosti komust heimamenn yfir á 21. mínútu þegar Giedrius Barevicius skoraði af stuttu færi eftir að vörn Liverpool opnaðist illa vinstra megin. En Evrópumeistararnir brugðust hart við og sneru leiknum sér í hag með tveimur mörkum á fjórum mínútum. Fyrst skoraði Djibril Cisse, á 27. mínútu, með skoti úr teignum eftir að Peter Crouch hafði skallað boltann niður til hans. Fjórum mínútum seinna kom langþráð mark. Steven Gerrard tók hornspyrnu. Jamie Carragher brást fyrstur við og skallaði boltann í mark við mikinn fögnuð sinn, félaga sinn og stuðningsmanna Liverpool. Það var ekki að undra að Jamie skyldi fagna því þetta var fyrsta mark hans á þessari öld! Hann skoraði síðast í janúar 1999. Liverpool hafði nú öll völd á vellinum. Þó voru heimamenn nærri búnir að jafna rétt fyrir leikhlé þegar mögnuð hælspyrna eins leikmanna Kaunas fór hárfínnt framhjá.
Liverpool gaf ekkert eftir í síðari hálfleik. Steven Gerrard fékk dæmda vítaspyrnu á 54. mínútu þegar brotið var á honum eftir að fyrirliðinn tók góða rispu inn í vítateiginn. Steven tók vítaspyrnuna sjálfur og skoraði með fastri spyrnu. Mörkin hefgðu getað hafa orðið fleiri. En leikmenn Liverpool misnotuðu nokkur góð færi á að auka muninn enn frekar. Líklega fékk Djibril Cisse besta færið en hann skaut yfir úr dauðafæri undir lokin. En öruggur 3:1 sigur var í höfn og áframhald í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar er formsatriði sem ætti að vera gengið frá á Anfield Road eftir viku.
Liverpool: Reina, Josemi, Carragher, Hyypia, Riise, Potter (Garcia 63. mín.), Gerrard (Sissoko 60. mín.), Alonso, Zenden, Cisse og Crouch (Morientes 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek, Hamann, Warnock og Medjani.
Mörkin: Kaunas, Gierdrius Barevicius (21. mín.). Liverpool, Djibril Cisse (27. mín.), Jamie Carragher (31. mín) og Steven Gerrard, víti, (54. mín.).
Áhorfendur á Dariaus Ir Garina leikvanginum: 8.300.
Rafael Benítez var ánægður með úrslit leiksins: ,,Ég held að þetta hafi verið í lagi. Við vorum aldrei áhyggjufullir þó þeir næðu að skora. Við ætluðum okkur bara að skora fleiri mörk en þeir. Við vissum alltaf að við gætum snúið leiknum okkur í hag. Ég held að við höfum gert nóg til að komast áfram en maður veit aldrei. Við þurfum að skora snemma næsta þriðjudag og þá getum við slakað aðeins meira á."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur