Í hnotskurn
Fyrsta ferð Liverpool til Litháen. Allt gekk vel. Þetta er leikur Liverpool og Kaunas í hnotskurn.
- Þetta var fyrsta heimsókn Liverpool til Litháen frá því liðið hóf þátttöku í Evrópukeppni. Litháen er fyrsta Eistrasaltsríkið sem Liverpool sækir heim.
- Kaunas er 94. liðið sem Liverpool leikur við í Evrópukeppni.
- Kanas hefur verið sterkasta lið í Litháen síðustu árin. Liðið hefur verið meistari síðustu sex árin. En liðið nær titlinum varla í ár. Að auki varð liðið bikarmeistari árin 2002 og 2005. Líkt og síðustu mótherjar T.N.S. er liðið tvöfaldur meistari í heimalandi sínu.
- Kanas á það sameiginlegt með Chelsea að liðið er í eigu rússnesks auðkýfings. Sá heitir Vladimir Romanov. Hann á líka nokkuð stóran hlut í skoska liðinu Hearts.
- Heimavöllur Kanas, Dariaus ir Garina, var ekki í sem bestu ásigkomulagi. Helgina fyrir leikinn fór fram á vellinum Evrópumót ungmenna í frjálsum íþróttum. Vallarstarfsmenn voru búnir að leggja nótt við dag við að laga holur eftir áhöld á borð kúlur, sleggjur og spjót. Ekkert slíkt var sem betur fer á flugi á leiknum !
- Lerikvangurinn var troðfullur. Í kringum þrjúhundruð stuðningsmenn Liverpool munu hafa lagt leið sína til Litháen.
- Það var eins og Liverpool væri að spila við landslið Litháen. Kaunas spilar í eins búningum og landsliðið!
- Peter Crouch lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Mohamed Sissoko bætist líka í hóp nýrra leikmanna Liverpool þegar hann skipti við Steven Gerrard á 59. mínútu.
- Peter komst í annála hjá Liverpool með því að verða hæsti leikmaður til að leika fyrir hönd félagsins. Peter mun vera 201 cm. á hæð. Aldrei hefur leikmaður hærri en tveir metrar spilað áður með Liverpool.
- Djibril Cisse skoraði í öðrum Evrópuleik sínum í röð.
- Steven Gerrard skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni. Hann er nú búinn að skora í fjórum Evróuleikjum í röð. Fyrirliðinn skoraði í báðum leikjunum gegn T.N.S. og svo skoraði hann í úrslitaleiknum gegn AC Milan í vor.
- Þetta var 15. Evrópumark Steven Gerrard. Hann er nú jafn Terry McDermott í fjórða sæti yfir Evrópumarkaskorara Liverpool. Roger Hunt er þriðji með 17 mörk. Ian Rush er annar með 20. Michael Owen er svo í efsta sæti með 22 mörk.
- Steven fiskaði vítaspyrnu og ákvað að taka hana sjálfur. Hann skipti þar með um skoðun frá því eftir leikinn gegn Tottenham í vor. Honum brást bogalistinn af vítapunktinum í þeim leik og sagðist þá hættur að taka vítaspyrnur! Hann var reyndar vítaskytta númer fimm í Miklagarði í vor en slapp við að taka spyrnuna. Þökk sé Jerzy Dudek!
- Að sögn sjónarvotta virtust þeir Peter Crouch og Djibril Cisse áhugasamir um að taka vítaspyrnuna. En hver leggur í að taka boltann af Steven Gerrard þegar hann er búinn að taka hann?!
- Jamie Carragher skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í sex ár og rúmu hálfu betur. Hann skoraði síðast fyrir Liverpool þann 16. janúar 1999! Liverpool vann þá Southampton 7:1. Síðasta markið hjá Carra kom sem sagt á öldinni sem leið!
- Það var merkilegt í þeim leik að öll sjö mörk Liverpool voru skoruð af heimaöldum leikmönnum. Robbie Fowler skoraði þrennu. Hin mörkin skoruðu þeir: Dominic Matteo, Jamie Carragher, Michael Owen og David Thompson.
- Jamie hefur aðeins skorað þrjú mörk í 363 leikjum fyrir Liverpool.
- Steve Finnan var meiddur og Djimi Traore meiddur.
- Josemi lék sinn fyrsta leik með Liverpool á leiktíðinni. Það sama má segja um landa hans Luis Garcia.
- Jerzy Dudek var í aðalliðshópnum í fyrsta skipti á leiktíðinni.
- Franski varnarmaðurinn Carl Medjani var á varamannabekknum. Þetta er það lengsta sem hann hefur, hingað til, komist áleiðis í aðalliði Liverpool.
- Jamie Carragher tók við fyrirliðabandinu þegar Steven Gerrard fór af leikvelli.
- Jose Reina afrekaði það að skalla boltann tvívegis. Það er ekki oft sem markvörður skallar boltann jafn oft í sama leiknum.
- Liverpool endaði leikinn með fimm Spánverja innanborðs. Það er met.
Liverpool: Reina; Josemi, Hyypia, Carragher, Riise; Potter (Garcia 62. mín.), Gerrard (Sissoko 59. mín.), Alonso, Zenden; Cisse og Crouch (Morientes 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek, Medjani, Warnock og Hamann.
Mörkin: Kaunas, Gierdrius Barevicius (21. mín.). Liverpool, Djibril Cisse (27. mín.), Jamie Carragher (31. mín) og Steven Gerrard, víti, (54. mín.).
Gult spjald: Boudewijn Zenden, leikbrot.
Áhorfendur á Dariaus Ir Garina leikvanginum: 8.300.
Maður leiksins samkvæmt Liverpool.is: Jamie Carragher. Carra skoraði sinn fyrsta mark frá því á síðustu öld. Það eitt myndi alveg duga til að velja hann mann leiksins. En fyrir utan að skora þá lék Jamie mjög vel og fór fyrir með góðu fordæmi. Ekki sýndi hann verra fordæmi eftir leik þegar hann tileinkaði markið stuðningsmanni Liverpool sem situr saklaus í fangelsi í Búlgaríu! Það er ekki að spyrja að Jamie Carragher!
Jákvætt :-) Liverpool vann öruggan sigur. Jamie Carragher skoraði loksins mark eftir langa bið! Hann skoraði síðast á tuttugustu öldinni! Enn bætir Steven Gerrard við markareikning sinn. Peter Crouch lék vel í frumraun sinni og átti þátt í tveimur mörkum. Greinilegt var að félagar hans leituðu mikið eftir honum með sendingum sínum. Mohamed Sissoko stóð líka vel fyrir sínu í sinni frumraun. Luis Garcia var mjög líflegur eftir að hann kom til leiks.
Neikvætt :-( Það hefði verið skemmtilegara að halda markinu hreinu. En það kemur varla að sök.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Liverpool hóf leikinn rólega og leikmenn liðsins voru ef til vill aðeins of værukærir. Að minnsta kosti komust heimamenn yfir á 21. mínútu þegar Giedrius Barevicius skoraði af stuttu færi eftir að vörn Liverpool opnaðist illa vinstra megin. En Evrópumeistararnir brugðust hart við og sneru leiknum sér í hag með tveimur mörkum á fjórum mínútum. Fyrst skoraði Djibril Cisse, á 27. mínútu, með skoti úr teignum eftir að Peter Crouch hafði skallað boltann niður til hans. Fjórum mínútum seinna kom langþráð mark. Steven Gerrard tók hornspyrnu. Jamie Carragher brást fyrstur við og skallaði boltann í mark við mikinn fögnuð sinn, félaga sinn og stuðningsmanna Liverpool. Það var ekki að undra að Jamie skyldi fagna því þetta var fyrsta mark hans á þessari öld! Hann skoraði síðast í janúar 1999. Liverpool hafði hér eftir öll völd á vellinum. Þó voru heimamenn nærri búnir að jafna rétt fyrir leikhlé þegar mögnuð hælspyrna eins leikmanna Kaunas fór rétt framhjá.
Liverpool gaf ekkert eftir í síðari hálfleik. Steven Gerrard fékk dæmda vítaspyrnu á 54. mínútu þegar brotið var á honum eftir að fyrirliðinn tók góða rispu inn í vítateiginn. Steven tók vítaspyrnuna sjálfur og skoraði með fastri spyrnu. Mörkin hefðu getað hafa orðið fleiri. En leikmenn Liverpool misnotuðu nokkur góð færi á að auka muninn enn frekar. Líklega fékk Djibril Cisse besta færið en hann skaut yfir úr dauðafæri undir lokin. En öruggur 3:1 sigur var í höfn.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!