Markalaust á Árbakka
Liverpool hóf deildarkeppnina á þessari leiktíð með því að gera markalsust jafntefli við Middlesborough á Árbakka nú síðdegis. Eitt stig á útivelli getur oft verið gott en í dag átti Liverpool að vinna. Svo einfalt var það nú.
Eins og svo oft áður lét Rafael aðeins einn mann í fremmst víglínu. Í dag var það Fernando Morientes sem leiddi sóknina. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Steven Gerrard fékk besta færið en hann skaut rétt yfir eftir að Fernando skallaði boltann til hans.
Liverpool tók smá saman völdin á vellinum eftir leikhlé. Yfirburðir þeirra voru algerir á lokakaflanum sérstaklega eftir að Ugo Ehiogu var rekinn út af á 74. mínútu. Hann fékk reisupassann eftir hafa klippt Steven Gerrard niður þegar hann var að sleppa einn í gegn. Steven Gerrard fékk marktækifæri á færibandi. Hann átti fjórar mjög góðar marktilraunir. En lánið lék ekki við fyrirliðann og hann náði ekki að skora. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og heimamenn gengu sáttari af leikvelli.
Middlesbrough: Schwarzer, Reiziger, Southgate, Ehiogu, Queudrue, Mendieta (Nemeth 65. mín.), Parlour, Boateng, Downing, Yakubu (Bates 75. mín.) og Hasselbaink (Viduka 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones og Doriva.
Rautt spjald: Ugo Ehiogu (74. mín.).
Gul spjöld: Ray Parlour og Franc Queudrue.
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Warnock, Luis Garcia (Cisse 57. mín.), Sissoko, Gerrard, Alonso, Zenden og Morientes (Baros 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Carson, Riise og Whitbread.
Gul spjöld: Xabi Alonso, Luis Garcia og Mohamed Sissoko.
Áhorfendur á Riverside: 31.908.
Rafael Benítez var ekki sáttur í leikslok: ,,Ég er svolítið svekktur. Mér fannst við spila síðustu 15 mínúturnar á þeirra vallarhelmingi. Við réðum lögum og lofum. Við sýndum að við getum skapað marktækifæri og Steven Gerrard átti fjögur opin færi. Við töpuðum tveimur stigum í dag. En ég get bara sagt að liðið stóð sig vel og nú þegar get séð að við eigum eftir að spila betur á útivöllum en á síðustu leiktíð."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!