Hyypia: Ekki góður leikur af okkar hálfu
Hyypia gerir sér fulla grein fyrir því að ef Evrópumeistararnir eigi að gera atlögu að enska meistaratitlinum verði þeir að sýna betri leik en hann hefur þó ekki of miklar áhyggjur.
„Við áttum ekki góðan leik...“ segir Finninn hávaxni, „... en þegar fólk horfir til baka eftir tvær vikur mun sigurinn skipta öllu. Við komust upp með þetta, en liðið vann ekki nógu vel saman og því reyndist þetta svona erfitt.“
Sami segir að þegar lið komi til Anfield raði þau upp sterkri varnarlínu, með fimm manna flata miðju, og Liverpool verði að leita ráða til að brjóta slíkan múr á bak aftur. Nokkuð sem ekki hafi gengið nógu vel á laugardaginn.
Finninn segir liðið geta miklu betur en þetta. Skortur hafi verið á hugmyndaflugi og menn hafi ekki skapað nógu góð færi. Ekki sé sanngjarnt að kenna bara framherjunum um, þetta hafi einfaldlega ekki verið nógu gott í heildina og framherjarnir hafi ekki heldur fengið þá þjónustu og stuðning sem þeir þurfi.
„Mér fannst okkur ganga betur þegar við spiluðum með framherjana hlið við hlið í seinni hálfleiknum og okkur gekk betur að koma boltanum á þá. En það er enginn að fara á taugum. Þegar uppi er staðið lönduðum við því sem til þurfti.“
Hyypia segir að væntingarnar séu vissulega meiri nú eftir kvöldið góða í Istanbul og menn geri sér fulla grein fyrir því. Stuðningsmennirnir vilji sjá liðið gera atlögu að titlinum og til þess verði liðið að spila betur en það gerði á laugardaginn.
„Fólk taldi að við myndum vera í betri æfingu þar sem tímabilið byrjaði snemma hjá okkur en ég veit ekki hvaða áhrif það mun hafa þegar fram í sækir. Ég veit ekki hvernig það mun koma fram í leik liðsins um jólaleytið.
Við erum með betri leikmannahóp nú en í fyrra og við ættum að vera stöðugri í leik okkar og betur hæfir til að taka á meiðslum ef þau koma upp. Stjórinn hefur sagt að von sé á einum eða tveimur leikmönnum í viðbót og þeir munu gera liðið enn betra.“
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur