Jamie vill leiða Liverpool til sigurs
Verði Steven Gerrard ekki leikfær þá er Jamie Carragher tilbúinn að leiða Liverpool til leiks í Stórbikar Evrópu í kvöld. Það eru meiri líkur en minni á að Steven verði ekki leikfær í kvöld. Félagi hans Jamie Carragher er reiðubúinn í slaginn ,,Það er alltaf merkilegt að leiða Liverpool til leiks sem fyrirliði. En að gera það í úrslitaleik einsog þessum myndi valda því að ég myndi upplifa eitt af þeim kvöldum sem ég yrði hvað stoltastur af.
Auðvitað er aðalatriðið að vinna leikinn. Við stefnum að því að sýna góðan leik því framkvæmdastjórinn hefur sagt að það snúist allt um það hjá okkur að vinna titla."
Það skal enginn efast um að það mun ekki skorta leiðtoga inn á vellinum í Mónakó í kvöld þó Steven Gerrard verði ekki leikfær. Jamie mun ekki skorast undan ábyrgð og vonandi fær Jamie tækifæri á að koma höndum á Stórbikar Evrópu eftir leikinn!!!
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!