Rafa hrósar Cissé
Rafael Benítez er nú búinn að stjórna Liverpool til tveggja Evróputitla á þremur mánuðum. Lykillinn að titli númer tvö var síðasta skipting hans í leiknum í gærkvöldi. Rafael taldi að hraði Djibril Cissé og óþreyttir fætur hans myndu valda leikmönnum CSKA Moskvu vandræðum í lok venjulegs leiktíma. Spánverjinn hafði rétt fyrir sér!
Rafael Benítez sagði: "Við erum ánægðir með að hafa unnið annan titil fyrir félagið og stuðningsmennina."
"Mér fannst að leikurinn væri skapaður fyrir Djibril Cissé til að koma inná og skora. Hann er góður leikmaður og við vissum að hann fengi tækifæri með hraða sínum og óþreyttum fótleggjum gegn varnarmönnum þeirra."
"Við stjórnuðum leiknum, vorum meira með boltann og fengum fleiri færi heldur en andstæðingarnir. Við gerðum ein mistök sem endaði með marki. En við erum ánægðir með úrslitin."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna