Potter skrifar undir framlengingu
Darren Potter skrifaði í dag undir ársframlengingu á samningi sínum, en hann átti eftir tvö ár af þeim gamla. Hann er því samningsbundinn félaginu til ársins 2008.
Hinn tvítugi Potter hefur verið reglulega í liðinu í leikjum liðsins á þessu tímabili og hefur hann nú verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína með nýjum samning.
,,Ég er mjög ánægður," sagið Potter í dag. ,,Ég átti tvö ár eftir af samningi mínum en félagið hefur gefið mér auka ár. Þetta eru frábærar fréttir fyrir mig."
,,Framkvæmdastjórinn hefur verið frábær við mig á þessu tímabili. Ég hef verið reglulega í hópnum og spilað þó nokkra leiki. Stjórinn tók mig meira að segja með til Monaco sem hluta af hópnum í síðustu viku og gaf mér gullmedalíu þrátt fyrir að ég væri meiddur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!