Í hnotskurn
Endurkoma númer tvö skilaði Evrópubikar númar tvö. Þetta er leikur Liverpool og CSKA Moskva í hnotskurn.
- Þetta var 31. rimman um Stórbikar Evrópu. Fyrst var keppt um Stórbikar Evrópu árið 1972/73. Ekki hefur þó verið keppt um bikarinn á hverju ári. Nokkur ár hafa fallið úr.
- AC Milan hefur oftast unnið Stórbikar Evrópu eða fjórum sinnum. Liðið vann bikarinn árin 1989, 1990, 1994 og 2003. Liverpool og Ajax koma næst með þrjá sigra.
- Áður var leikurinn milli sigurvegara í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa. Eftir að Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð Evrópukeppni félagsliða fyrir nokkrum árum leika sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópukeppni félagsliða um bikarinn.
- Lengst af voru leiknir tveir leikir heima og að heiman en frá árinu 1998 hefur verið spilaður einn leikur. Hann fer fram að þessu sinni í furstadæminu Mónakó á leikvangi Loðvíks annars sem er heimavöllur Mónakó.
- Þetta var í fimmta skipti sem Liverpool hefur leikið um Stórbikar Evrópu.
- Liverpool vann keppnina árin 1977, 2001 og nú 2005. Tap varð hlutskiptið 1978 og 1985. Liverpool vann sér þátttökurétt 1981 en ekkert varð af því að liðið léki gegn Dynamo Tiblisi því það gafst ekki tími til að spila leikinn.
- CSKA Moskva varð í vor fyrst liða frá Rússlandi til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópukeppni félagsliða.
- Dymamo Kiev vann reyndar Evrópukeppni bikarhafa í tvígang, 1975 og 1986, og Stórbikarinn árið 1975. En liðið lék þá í sovésku deildinni.
- CSKA Moskva tryggði sér rétt til að leika um Stórbikarinn með því að vinna Evrópukeppni félagsliða. Moskvuliðið lagði Sporting Lissabon 3:1 að velli í úrslitaleiknum.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool mætti CSKA Moskva í Evrópuleik.
- Sem fyrr segir hefur Liverpool nú unnið Stórbikarinn tvívegis. Ekkert annað enskt lið hefur unnið þennan bikar oftar en einu sinni.
- Phil Neal hefur leikið flesta leiki af leikmönnum Liverpool um Stórbikarinn eða fimm talsins.
- Terry McDermott og David Fairclough hafa skorað flest mörk Liverpool í Stórbikarnum eða þrjú talsins.
- Steven Gerrard nýbakaður besti leikmaður Meistaradeildarinnar gat ekki ekki spilað vegna meiðsla og Jamie Carragher leiddi liðið sem fyrirliði. Hann tók svo við Stórbikarnum eftir leikinn.
- Jamie er þriðji fyrirliði Liverpool til að taka við Stórbikar Evrópu. Emlyn Hughes var fyrirliði árið 1977 og Sami Hyypia leiddi liðið 2001.
- Þeir Jamie Carragher, Sami Hyypia, John Arne Riise og Dietmar Hamann urðu fyrstir leikmanna Liverpool til að vinna Stórbikar Evrópu í tvígang.
- Sigur Liverpool var aðeins þriðji sigur Evrópumeistara á síðustu níu árum í Stórbikarleik.
- Varamður hefur aldrei verið eins fljótur að skora fyrir Liverpool í úrslitaleik eins og Djibril Cisse í Monte Carlo.
- Markið sem Luis Garcia skoraði var eitthundraðasta markið sem Liverpool skorar á valdatíð Rafael Benítez.
- Þeir John Arne Riise og Fernando Morientes fögnuðu titli á sínum gamla heimavelli. Báðir léku áður með Monaco og þá var Leikvangur Loðvíks annars heimavöllur þeirra.
- Þeir Jamie Carragher, Sami Hyypia, John Arne Riise, Steve Finnan, Luis Garcia, Xabi Alonso, Dietmar Hamann og Djibril Cisse spiluðu bæði í Miklagarði og Mónakó.
- Þeir Jose Reina, Josemi, Boudewijn Zenden, Fernando Morientes, Florent Sinama Pongolle og Mohamed Sissoko unnu sinn fyrsta titil með Liverpool.
- Þetta var fjórði Evróputitill Liverpool á þessari öld. Ekkert lið hefur unnið fleiri Evróputitla á tuttugustu og fyrstu öldinni!
- Liverpool vann tvo Evróputitla árið 2001. Liðið vann þá Evrópukeppni félagsliða eftir 5:4 sigur á Alaves og Stórbikar Evrópu eftir 3:2 sigur á Bayern Munchen. Í ár bættust tveir við. Evrópubikarinn og Stórbikar Evrópu.
- Fjórir leikmenn hafa tekið þátt í þessum fjórum Evrópusigrum. Það eru þeir Sami Hyypia, Jamie Carragher, Dietmar Hamann og John Arne Riise.
- Liverpool er sigursælasta lið Englands á Evrópumótum. Liðið á nú ellefu Evróputitla á afrekaskrá sinni. Evrópukeppni meistaraliða 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Evrópukeppni félagsliða 1973, 1976 og 2001. Stórbikar Evrópu 1977, 2001 og 2005.
- Liverpool meistari meistaranna í Evrópu 2005!!!!!
Liðin:
Liverpool: Jose Reina, Jose Miguel Gonzales Rey, Jamie Carragher, Sami Hyypia, John Arne Riise (Djibril Cissé 79. mín.), Steve Finnan (Florent Sinama Pongolle 55. mín.), Luis Garcia, Xabi Alonso (Mohamed Sissoko 71. mín.), Dietmar Hamann, Boudewijn Zenden og Fernando Morientes. Ónotaðir varamenn: Scott Carson og Stephen Warnock.
Gul spjöld: Boudewijn Zenden, Luis Garcia, Sami Hyypia og Florent Sinama Pongolle.
CSKA Moskva: Akinfeev, Ignashevich, Alexei Berezutsky, Vasili Berezutsky, Ordia (Gusev 90. mín.), Daniel Carvalho, Vagner Love, Krasic (Dudu 85. mín.), Zhirkov (Semberas 66. mín.), Aldonin, Rahimic. Ónotaðir varamenn: Mandrykin og Samodin.
Gult spjald: Rahimic.
Áhorfendur á Leikvangi Loðvíks annars: 18.000.
Maður leiksins samkvæmt Liverpool.is: Eins og alltaf þegar úrslitaleikir vinnar þá lögðu allir leikmenn sitt af mörkum. En Djibril Cissé var maður leikins. Hann kom inn á sem varamaður og réði úrslitum. Hann var búinn að jafna metinn þremur mínútum eftir að hann kom inn á. Undir lok venjulegs leiktíma var hann nærri búinn að tryggja Liverpool sigur. Það tókst ekki en hann gerði það í framlengingunni. Fyrst skoraði hann annað mark sitt og svo lagði hann upp þriðja markið fyrir Luis Garcia. Stórleikur hjá Frakkanum. Hann kom ákveðinn til leiks og gerði út um leikinn!
Jákvætt :-) Liverpool vann annan Evróputitil sinn á árinu!!! Liverpool vann Stórbikar Evrópu í þriðja sinn í sög félagsins. Líkt og í Istanbúl í vor þá gáfust leikmenn Liverpool ekki upp. Þessi þrautsegja leikmanna liðsins færði liðinu ellefta Evróputitil félagsins. Þessi kvöldstund jafnaðist auðvitað ekki á við hið ævintýralega kvöld í Istanbúl. Reyndar verður það ævintýri líklega aldrei slegið út. En úrslitaleikir, sama hver verðlaunin eru, eru til að vinna þá. Liverpool bætti enn einum titilinum í safnið og afrekskrá félagsins lengdist. Stuðningsmenn Liverpool gátu því farið stoltir í háttinn með bros á vör.
Neikvætt :-( Þegar titlar eru færðir í hús dettur ekki nokkrum manni í huga að kvarta. Að minnsta kosti ekki mér.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Liverpool byrjaði leikinn vel en gegn gangi leiksins, á 24. mínútu, komust Rússarnir yfir. Brasilíumaðurinn Daniel Carvalho skoraði þá eftir vel útfærða skyndisókn. Fjöldi stuðningsmann CSKA Sofia fagnaði af miklum móð. Liverpool hélt áfram að sækja en leikmönnum liðsins gekk brösuglega að skapa sér opin marktækifæri. Luis Garcia var manna duglegastur í sókninni en færi hans fóru forgörðum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!