Josemi ætlar að sýna sitt besta
Bakvörðurinn Josemi, sem átti vægast sagt misjöfnu gengi að fagna á síðasta tímabili, er staðráðinn í að sýna stuðningsmönnunum í vetur hvers hann er megnugur. Hann viðurkennir að hafa ekki náð sér á strik á sínu fyrsta tímabili, auk þess sem meiðsli hjálpuðu ekki upp á sakirnar, en nú ætlar hann að standa sig.
„Ég er mjög ánægður hjá Liverpool. Ég hef verið hér í eitt ár og vonast til að sýna mitt besta í vetur og sleppa við meiðsli. Ég vil sýna stuðningsmönnunum að stjórinn gerði rétt í að fá mig til Liverpool. Enska úrvalsdeildin er mjög erfið deild og það tók mig tíma að aðlagast hraðanum og átökunum í deildinni. Ég varð tvisvar fyrir meiðslum sem héldu mér frá liðinu en stjórinn hefur sýnt að hann hafi trú á mér og ég verð mun betri á þessu tímabili. Stuðningsmennirnir munu sjá það besta af Josemi í vetur.
Ég mun spila hvar sem er fyrir stjórann og liðið. Mér er sama hvort ég spili sem hægri bakvörður eða sem miðvörður. Mér finnst gaman að tækla og gott að spila sem miðvörður, þar er ég sterkastur.
Við munum spila mara leiki í vetur í úrvalsdeildinni, meistaradeildinni, enska bikarnum og deildarbikarnum svo að við þurfum af hafa stóran hóp og samkeppni um stöður.“
Josemi segir einnig að hann hafi ekki tekið til sín vangaveltur um framtíð hans í sumar. „Margir töluðu um að ég færi aftur til Spánar í sumar en það var aldrei ætlunin. Ég vil vera hér áfram og sýna að ég get orðið mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool.“
Og það er engin spurning um hver var hans besta stund á síðasta tímabili. „Það var þegar ég var valinn í hópinn fyrir úrslitaleikinn í meistaradeildinni og var á bekknum. Það var ótrúleg stund og draumi líkast. Ég mun aldrei gleyma því og ferðin um Liverpool með bikarinn var stórkostleg."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!