Potter stefnir á hægri kantinn
Darren Potter stefnir að því að nýta tækifærin sín á hægri kantinum á þessu tímabili. Hann hyggst nýta sér það að Liverpool náði ekki að semja við Simao Sabrosa til að sanna sig í Liverpool-liðinu.
„Það má segja að tilfinningarnar séu blendnar yfir því að við fengum ekki nýjan hægri kantmann. Það hefði verið gott fyrir klúbbinn og stuðningsmennina. Ég held að allir hafi viljað að við keyptum stórt nafn, svo að allir eru vonsviknir yfir því að það skildi ekki hafa gerst. En fyrir mína hönd er ég ekki mjög svekktur. Þegar maður er í minni stöðu, ungur leikmaður sem vonast til að fá tækifæri í byrjunarliðinu er það auðveldara þegar samkeppnin er minni. Ef við hefðum keypt stærra nafn hefði viðkomandi örugglega farið beint í liðið og gert mér erfiðara fyrir að fá að spila.
Eins og er erum við Luis Garcia einu hægri kantmennirnir í hópnum. Stjórinn mun hafa einhverjar hugmyndir um aðra leikmenn þar en ég hugsa að ég hafi helmingsmöguleika á að spila nokkuð mikið þangað til í janúar. Ég ætla ekki að kvarta yfir því.
Ég er að venjast þessari stöðu betur og betur. Ég er alinn upp sem miðjumaður en ég veit að þarna er tækifæri fyrir mig ef ég get bætt mig sem hægri kantmaður. Það snýst allt um að aðlaga sig að þessari nýju stöðu. Ég þarf enn að aðlagast ýmsu en stjórinn hefur sýnt að hann hefur trú á mér og það gefur mér mikið sjálfstraust. Hann hefur þegar látið mig spila nokkrum sinnum á tímabilinu og gert mér það ljóst að hann sér mig í sínum áætlunum. Ég get ekki beðið um meira þessa stundina.“
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur