Momo lukkudýr?
Momo Sissoko veit vel hversu gott lið Betis er. Hann hefur mætt þeim nokkrum sinnum í spænsku deildinni með Valencia og hann gerir sér vel grein fyrir því hversu erfiður leikurinn í kvöld getur orðið.
Momo: "Ég hef spilað nokkrum sinnum gegn Betis og ég veit hversu góða leikmenn þeir eru með. Sem betur fer þá hef ég náð nokkrum góðum úrslitum gegn þeim, þannig að minningar mínar frá þessum leikjum eru góðar. En þetta verður erfiður leikur. Þetta er erfiður völlur og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það mun verða mikill hávaði þarna."
Momo er jafnframt ánægður með hversu fljótt hann komst inn í hlutina í Liverpool:
"Ég er mjög ánægður með það hversu fljótt ég komst í liðið. Ég bjóst ekki við því að þetta gerðist svona fljótt. Það er mikil samkeppni um stöður í liðinu, sérstaklega á miðjunni."
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!