Af hverju var Steven Gerrard á bekknum?
Athygli vakti að Steven Gerrard var ekki í byrjunarliðinu gegn Real Betis í gær. En að sögn Rafael Benítez var ástæðan einföld.
„Við reyndum að vernda Steven og það voru nokkrir fleiri leikmenn sem svipað var ástatt með. Mér fannst við þurfa óþreytta fætur í erfiðan leik. Sumir voru þreyttir, þar á meðal Steven, og við urðum að hvíla leikmenn fyrir þennan leik.“
Gerrard var ekki eini fastamaðurinn sem hvíldi í gær, því Steve Finnan, Stephen Warnock, John Arne Riise og Djibril Cissé voru einnig á bekknum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!