Spánski leikurinn
Spánski leikurinn mun vera eitt afbrigða þeirra sem finna má í skák. Líklega beitti Rafael Benítez nýju afbrigði hans í leiknum gegn Real Betis. Að minnsta kosti var það ekki tilviljun hvaða mönnum hann tefldi fram í byrjunarliðinu. Það voru margir undrandi þegar þeir sáu byrjunarliðið tilkynnt. En Rafael var búinn að þaulhugsa hvað skyldi lagt upp með í þennan erfiða útileik í Sevilla. Af ellefu leikmönnum byrjunarliðsins voru eigi færri en sex sem annað hvort voru innfæddir Spánvrjar eða höfðu reynslu af því að leika á Spáni. Þeir Jose Reina, Josemi, Xabi Alonso og Luis Garcia eru allir innfæddir Spánverjar. Að auki hafa þeir Boudewijn Zenden og Mohamed Sissoko báðir leikið á Spáni. Hollendingurinn með Barcelona og Malímaðurinn hjá Valencia. Allir þessir menn hafa leikið á hinum erfiða heimavelli Real Betis og hafa töluverða reynslu af deildarkeppninni á Spáni.
Úrslit leiksins sýndu og sönnuðu ennþá einu sinnu hversu snjall Rafael Benítez er að legga upp leikaðferðir í Evrópuleikjum. Allt gekk eftir og þá sérstaklega fyrir leikhlé. Leikurinn vannst og það var fyrir mestu. ,,Spánverjarnir" sex spiluðu allir mjög vel. Þeir Josemi og Boudewijn Zender hafa sjaldan leikið betur. Jose var magnaður í markinu. Mohamed Sissoko átti stórleik á miðjunni. Luis Garcia skoraði og Xabi átti traustan leik. Aðrir liðsmenn lögðu auðvitað sitt af mörkum. En spánski leikurinn gekk fullkomlega upp. Að minnsta kosti leiddi þetta afbrigði hans til sigurs í Sevilla.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!