Rafa:"Við erum að spila nógu vel til að vinna"
Rafael Benitez hefur verið ánægður með frammistöðu Liverpool liðsins á tímabilinu, og hann var hæstánægður með leikinn gegn Real Betis á Spáni í vikunni þar sem Liverpool hófu titilvörn sýna með sigri.
Hann viðurkennir að leikurinn á sunnudaginn verður erfiðasti leikur leiktíðarinnar hingað til, en er fullviss um að leikmenn sínir sýni styrk sinn á troðfullum Anfield.
"Þessir leikir geta verið tilfinningaþrungnir en við höfum reynda leikmenn sem geta haldið ró sinni í svona aðstöðum." sagði Spánverjinn.
"Við erum í góði formi, eftir jafnteflið við Tottenham vorum við búnir að halda markinu hreinu í þremur leikjum í röð, sem er mun betra en í fyrra og ég er búinn að horfa á upptöku af leiknum gegn Real Betis og ég veit að við vorum frábærir í fyrri hálfleik."
"Ég er ekki vanur að segja svona um liðið mitt, en við höfum gert mjög fá mistök og spilað mjög vel sem lið."
"Eftir svona frammistöðu erum við fullvissir um að við getum unnið hvaða lið sem er. Manchester United er stórt lið, en við getum sigrað þá, sérstaklega á heimavelli."
"Mér finnst ekki gaman að tapa leikjum, og líkar ekki að tapa tvisvar gegn sama liðinu, eins og við gerðum gegn United á seinasta tímabili"
"Ég veit að Sir Alex er góður knattspyrnustjóri, svo frá mínu sjónarhorni er gott að stjórna liði sem vinnur þá"
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!