Mark spáir í spilin
Ein mesta rimma leiktíðarinnar stendur fyrir dyrum. Evrópumeistararnir taka á móti Manchester United á Anfield Road um hádegisbilið á morgun. Það er alltaf mikið undir þegar þessi lið spila og leikurinn á morgun er engin undantekning þar á. Rígur þessara stórliða á sér langa sögu og hann fer ekkert minnkandi. Enda ekki ástæða til.
Frá því þessi lið gengu síðast á hólm snemma árs hefur Liverpool bætt tveimur Evróputitlum á afrekaskrá sína. Þeirri staðreynd verður örugglega haldið á lofti í Musterinu á morgun! Fjörutíu og tveir stórtitlar Liverpool, þar af ellefu Evróputitlar, gera liðið okkar að sigursælasta liði í sögu ensku knattspyrnunnar. Stórtitlar Manchester United munu bara vera tuttugu og níu ef ég hef talið rétt. Skemmtilegar tölur sem ekki verða hraktar.
Þegar liðin hlaupa til leiks um fyrir hádegið á morgun eru þau bæði ósigruð. Tvö önnur lið eru það líka. Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik þá er Liverpool nú fyrir neðan miðja deild. Liverpool hefur enn ekki fengið mark á sig en liðið hefur aðeins skorað eitt deildarmark það sem af er leiktíðarinnar. Á hinn bóginn hefur liðið skorað nítján Evrópumörk á leiktíðinni. Liverpool á sem stendur þrjá leiki til góða á þau lið deildarinnar sem eru búin að spila í öllum sex umferðunum. Liverpool sótti mikilvægan sigur til Sevilla á þriðjudaginn og þess vegna ættu leikmenn að vera vel upplagðir á morgun. Liverpool er með sína sterkustu menn klára í slaginn en einhver forföll mun vera hjá Manchester United. Forfallalisti Manchester United er þó óræður og leikmenn eiga til að vera ótrúlega fljótir að jafna sig fyrir stórleiki af þessu tagi.
Í síðustu leikjum hefur Manchester Untied haft betur gegn Liverpool. Sem dæmi þá hefur liðið unnið þrisvar í röð á Anfield Road. Liverpool vann Rauðu djöflana síðast í deildinni á heimavelli leiktíðina 2001/02. Frá þeim sigri hefur Liverpool samt unnið tvívegis á Old Trafford og svo vann Deildarbikarinn árið 2003 á kostnað Manchester United. En eftir stendur að Liverpool hefur tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum gegn United. Það kemur einfaldlega ekki til greina að halda áfram að tapa fyrir Manchester United á heimavelli. Fimmtugasti deildarsigur Liverpool á Manchester United er innan seilingar. Á morgun fá Evrópumeistararnir tækifæri á að landa honum. Það var vel þegið að gleðjast yfir þeim áfanga yfir sunnudagssteikinni!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!