Varaliðið vann
Það var heldur betur fjörugur leikur hjá varaliðinu í gærkvöldi þegar þeir mættu varaliði Bolton. Í liði Bolton mátti sjá leikmenn eins og Jared Borgetti og Hidetoshi Nakata. Bolton byrjuðu vel og komust í 2-0 eftir aðeins 36 mínútna leik. Ungu strákarnir í Liverpool liðinu gáfust þó ekki upp og náði Danny Guthrie að minnka muninn rétt fyrir hálfleik með frábærum skalla.
Antonio Barragan þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir aðeins 35 mínútna leik, en Adam Hammill, sem kom inná fyrir hann, átt sannkallaðan stórleik. David Mannix jafnaði metin beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik og það var svo David Raven sem skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok.
Það var ungt lið sem Liverpool stillti upp. David Raven var látinn spila í vinstri bakverðinum, til að Godwin Antwi næði að spila sinn fyrsta leik í hægri bakverðinum. Jack Hobbs stóð sig vel á miðjunni. En maður leiksins var hinn ungi Adam Hammill. Eins og áður sagði þá kom hann af bekknum fyrir Barragan og átti sannkallaðan stórleik. Þetta var þriðji sigur varaliðsins í röð og liðið þokast nú upp stigatöfluna.
Liverpool: Willis, Antwi, Raven, Roque, O´Donnell, Hobbs, Barragan (Hammill 35. mín.), Mannix, Calliste (Nardiello 75. mín.), Idrizaj (Anderson 45. mín.) og Guthrie. Ónotaðir varamenn: Peltier og Roberts.
Maður leiksins samkvæmt Likverpoolfc.tv: Adam Hammill. Kantmaðurinn umbylti leiknum fyrir Liverpool. Hann var líflegur og olli Bolton alls konar vandræðum.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!