Mark spáir í spilin
Hvenær verður næsta deildarmark Liverpool skorað og hver kemur til með að verða fyrstur til að ná Xabi Alonso á deildarmarkalistanum? Það er vonandi að leikmenn Liverpool nái að skora nógu mörg mörk á morgun til að leggja Birmingham City að velli. Það dugar ekki annað en að fara að ná sigrum í deildinni. Reyndar er staða Liverpool langt frá því slæm. Liðið á tvo leiki leiki til góða á flest önnur lið deildarinnar. Vinni Evrópumeistararnir leikina komast þeir upp í annað sæti deildarinnar. Það væri ekki sem verst. En það er víst ekki komið að þessum frestuðu leikjum.
Það er ekki um annað rætt en markaþurrðina í deildinni þegar málefni Evrópumeistarana eru til umræðu þessa dagana. Eitt mark í fjórum leikjum er vissulega langt frá því nógu gott. En í átta Evrópuleikjum hefur Liverpool skorað nítján mörk. Tímabilið hefur því gefið af sér tuttugu mörk í tólf leikjum. Það er kannski ekki sem verst ef allt er skoðað. Menn ættu því kannski að halda ró sinni. En samt er nauðsynlegt að vinna sannfærandi sigur á morgun. Liverpool á líka harma að hefna því Birmingham vann tvöfaldan sigur á liðinu okkar á síðustu leiktíð. Hér er álit Mark Lawrenson á leiknum.
Birmingham v Liverpool
Leikirnir sem byrja svona snemma eru alltaf skrýtnir. Mikael Forssell er kominn til leiks eftir meiðsli. Liðið náði jöfnu gegn Portsmouth manni færri sem verður að teljast nokkuð gott. Þess vegna sé ég jafntefli fyrir mér. Ég hef ekki trú á að Liverpool skori meira en eitt mark. Liðið á í vandræðum í sókninni vegna þess að liðið er ekki með sóknarmann. Ég held að Rafael Benítez hafi ekki álit á Djibril Cissé og Fernando Morientes er meiddur. Á sama tíma er enginn í því að gefa fyrirgjafir á Peter Crouch svo hann geti skoraði.
Úrskurður: 1-1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!