Mikill vill meira
Steven Gerrard segir að Liverpool verði ekki teknir alvarlega í titilbaráttunni fyrr en þeir nái að snúa jafnteflisleikjum á útivelli yfir í sigurleiki.
Stevie: "Ég verð að viðurkenna það að ég er svekkur með þetta. Þetta eru vellir sem þú þarft að fara á og taka öll stigin. Ég taldi okkur gera nóg til þess. Tvenn mistök urðu okkur dýrkeypt. Ég er á því að það séu jákvæð merki að við séum svekktir með úrslitin því fyrir um það bil tveimur árum þá hefðum við væntanlega verið bara nokkuð sáttir með að fara með eitt stig heim frá stöðum eins og Birmingham. Ég er ekki ánægður með eitt stig.
Ég held að þetta sé það viðhorf sem framkvæmdastjórinn hafi innleitt hérna. VIð erum að koma af völlum eins og Middlesbrough, Tottenham og Birmingham og náðum í stig þar. En við viljum meira. Við viljum öll stigin sem í boði eru. Til að brjóta upp einokun hinna svokölluðu "topp þriggja" þá verðum við að fara á svona staði og ná í öll stigin. Við erum örlítið svekktir, en það eru samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka úr þessari frammistöðu okkar. Þegar við vorum 2-1 undir í seinni hálfleik, þá gjörsamlega áttum við leikinn. Við vorum líklegri til að vinna hann. Þeirra færi komu vegna okkar mistaka. Við sköpuðum okkar færi og spiluðum betri bolta."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!