Djimi: Chelsea munu vilja hefnd
Leikmenn Lundúnaliðsins hafa viðurkennt að hafa verið niðurbrotnir eftir að hafa tapað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Eins og mönnum er í fersku minni var það Luis Garcia sem skoraði markið sem skildi liðin að í lokin.
Liðin mætast aftur á miðvikudaginn, þrjú mikilvæg stig eru í boði í G riðli og Traore er viss um að menn Jose Mourinho vilji bæta fyrir tapið á síðasta ári.
"Chelsea er stórlið og þeir eru komnir til baka til að leita hefnda." Sagði varnarmaðurinn. "Þegar maður tapar í undanúrslitum Meistaradeildar þá vill maður vinna í næsta skipti."
"Við spilum við þá í deildinni um næstu helgi og ef við vinnum báða leikina sendum við skilaboð til allra um að Liverpool séu ekki dauðir úr öllum æðum og að við getum endað í topp tveimur eða þremur."
"Við verðum að vera tilbúnir í þá á miðvikudaginn. Þetta verður erfitt því þeir vilja vinna okkur eftir síðasta tímabil. Ég sá suma leikmenn þeirra gráta eftir leikinn og ég skildi af hverju þeim leið svona illa."
"Það var frábært andrúmsloft í þessum leik - eitthvað sem ég gleymi aldrei og stuðningsmenn okkar ýttu okkur áfram þangað til yfir lauk. Við þurfum á þeim að halda aftur og ég er viss um að þeir verði til staðar fyrir okkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!