| Grétar Magnússon

Steven Gerrard neitar að gefast upp

Gerrard skoraði sitt fyrsta deildarmark á leiktíðinni en mörk frá Lampard, Duff, Cole og Geremi sáu til þess að Liverpool átti sitt versta tap á heimavelli í 36 ár !!

Fyrirliðinn játar að það verði mjög erfitt að ná núverandi meisturum en hann segir að markatalan hafi ekki gefið rétta mynd af gangi leiksins.

"Við erum vel fyrir aftan Chelsea en ég er ekki sá maður sem gefur upp von um titil í Október", sagði mjög svo vonsvikinn Gerrard í leikslok.  "Ég er fyrirliði liðsins og það er mitt hlutverk að drífa strákana áfram.  Mér finnst ekki stórt bil á milli þessara liða og bilið er svo sannarlega ekki 4-1."

"Við spiluðum mjög vel og markatalan gefur ekki rétta mynd af leiknum.  Við vorum vonsviknir að lenda 2-1 undir.  Við vorum ennþá inni í leiknum en okkur var refsað tvisvar og þá fórum við í það að elta leikinn."

"Öll lið í Evrópu hafa sína veikleika en þeir hafa mjög fáa og það er erfitt að finna þá.  Þeir skilja ekki eftir mikið pláss og þeir eru með stórgott lið."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan