Le Tallec ósáttur við að vera leikmaður Liverpool
Hugarfari Anthony Le Tallec virðist vera ábótavant og nú hefur hann gefið í skyn að helst vilji hann fara aftur heim til Frakklands. Le Tallec varð um og ó þegar í ljós kom að hann yrði ekki í aðalhlutverki hjá Houllier og Rafa og var lánaður til annarra liða til að spila reglulega. Le Tallec er nú í láni hjá Sunderland og hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum (í byrjunarliði í 3 leikjum). Hann hefur farið geyst með franska u-21 árs landsliðinu en hann er samt sem áður óánægður og telur sig þurfa að verjast of mikið sem framherji.
"Það hefur verið búist við miklu af mér síðan ég var 17 ára. Ég mun ekki gera sömu mistök aftur og þannig mun ég öðlast virðingu á ný. Þegar Peter Crouch var keyptur síðastliðið sumar var mér sagt að ég þyrfti að fara til Sunderland til að öðlast reynslu. Þeir sögðu mér einnig að þeir binda miklar vonir við mig en ég veit ekki hvort ég vil vera áfram hjá félaginu. Ég verð að vera hjá félagi þar sem mér líður vel."
Le Tallec virðist einnig vera orðinn þreyttur á dvöl sinni hjá Sunderland. "Það er erftt að vera hjá Sunderland dag frá degi en ég hugga mig við að ég þarf bara að vera hérna í eitt ár. Stundum er frekar leiðinlegt að vera framherji því að ég þarf að verjast svo mikið. Maður fær mörg marktækifæri hjá Liverpool en ekki hjá Sunderland. Ég er orðinn þreyttur á að fara til reynslu hjá félögum. Ég vil ekki verða lánaður aftur. Ég vil dvelja hjá einu félagi til lengri tíma. Af hverju ekki hjá liði í Frakklandi?"
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna